Væru með helmingi færri þingmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 19:30 Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast með eingöngu nítján þingmenn inni á þingi. Vísir/Vilhelm Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. Í nýlegri könnun Maskínu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega lítið fylgi, rétt undir fimmtán prósentum. Yrði gengið til kosninga í dag myndi flokkurinn einungis fá níu þingmenn, samkvæmt lauslegum útreikningum fréttastofu. Svona myndu þingmannasætin skiptast á milli flokka.Vísir/Hjalti Nítján af 38 kæmust inn Stjórnarflokkarnir fengju sameiginlega aðeins nítján þingmenn, eru með 38 í dag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnun Maskínu sjö þingmenn og Vinstri græn þrjá. Samfylkingin mælist stærst flokka og fengi 17 þingmenn og Miðflokkurinn, sem nú er þriðji stærsti flokkurinn, og fengi átta þingmenn. Miðað við þennan fjölda þingmanna gætu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Reykjavíkurborg, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar, myndað meirihluta á þingi með 36 þingmenn. Hægt væri að skipta Pírötum út fyrir Vinstri græn og hefði slík stjórn 33 þingmenn. Taka fylgistapinu alvarlega Flokkar vilja yfirleitt mynda ríkisstjórn með sem fæstum flokkum. Ætla má að Samfylkingin vildi helst mynda stjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki, en stjórn þessara flokka hefði aðeins þrjátíu þingmenn, vantaði tvo til að mynda lágmarksmeirihluta. Svona væri hægt að mynda ríkisstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Hjalti Það myndi heldur ekki duga Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að skipta Vinstri grænum út fyrir Miðflokkinn, því sú stjórn hefði einungis 24 þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystuna taka fylgistapinu alvarlega. Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar „Við erum auðvitað ekki ánægð með að mælast svona. En það er ekki kosið á morgun og við ætlum bara að vinna okkar vinnu áfram og trúum því að það muni skila sínu þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Hver eru næstu skref hjá Sjálfstæðisflokknum til að vinna þetta fylgi til baka? „Vinna vinnuna alla daga og vera í samtali við fólk. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þú ert viss um að fylgið muni ná sér aftur á strik fyrir næstu kosningar? „Er ég viss? Við ætlum bara að gera okkar besta,“ segir Bjarni. Hluti af þróun sem hefur verið í gangi Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir niðurstöður könnunarinnar stórmerkilegar. „Þó þetta sé bara ein könnun, þá er þetta augljóslega hluti af fylgisþróun sem við höfum verið að sjá hjá Maskínu og fleiri könnunarfyrirtækjum undanfarna mánuði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að minnka verulega, Samfylkingin að auka fylgi og Miðflokkurinn sömuleiðis að sækja á,“ segir Viktor Orri. Viktor Orri Valgarðsson er doktor í stjórnmálafræði.Vísir/Hannes Sjálfstæðismenn þurfi að fara að ákveða sig hvert þeir ætli að sækja fylgið sem flokkurinn hefur tapað. „Hvort þau vilja reyna að berjast við Miðflokkinn til hægri eða við Samfylkinguna, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, til vinstri. Hingað til sýnist mér þau hafa kosið fyrri kostinn og þá verður áhugavert að sjá hvernig það hefur áhrif á málflutning og stefnu flokksins en líka á hver verður næsti formaður ef ekki núverandi,“ segir Viktor. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Í nýlegri könnun Maskínu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega lítið fylgi, rétt undir fimmtán prósentum. Yrði gengið til kosninga í dag myndi flokkurinn einungis fá níu þingmenn, samkvæmt lauslegum útreikningum fréttastofu. Svona myndu þingmannasætin skiptast á milli flokka.Vísir/Hjalti Nítján af 38 kæmust inn Stjórnarflokkarnir fengju sameiginlega aðeins nítján þingmenn, eru með 38 í dag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnun Maskínu sjö þingmenn og Vinstri græn þrjá. Samfylkingin mælist stærst flokka og fengi 17 þingmenn og Miðflokkurinn, sem nú er þriðji stærsti flokkurinn, og fengi átta þingmenn. Miðað við þennan fjölda þingmanna gætu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Reykjavíkurborg, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar, myndað meirihluta á þingi með 36 þingmenn. Hægt væri að skipta Pírötum út fyrir Vinstri græn og hefði slík stjórn 33 þingmenn. Taka fylgistapinu alvarlega Flokkar vilja yfirleitt mynda ríkisstjórn með sem fæstum flokkum. Ætla má að Samfylkingin vildi helst mynda stjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki, en stjórn þessara flokka hefði aðeins þrjátíu þingmenn, vantaði tvo til að mynda lágmarksmeirihluta. Svona væri hægt að mynda ríkisstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Hjalti Það myndi heldur ekki duga Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að skipta Vinstri grænum út fyrir Miðflokkinn, því sú stjórn hefði einungis 24 þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystuna taka fylgistapinu alvarlega. Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar „Við erum auðvitað ekki ánægð með að mælast svona. En það er ekki kosið á morgun og við ætlum bara að vinna okkar vinnu áfram og trúum því að það muni skila sínu þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Hver eru næstu skref hjá Sjálfstæðisflokknum til að vinna þetta fylgi til baka? „Vinna vinnuna alla daga og vera í samtali við fólk. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þú ert viss um að fylgið muni ná sér aftur á strik fyrir næstu kosningar? „Er ég viss? Við ætlum bara að gera okkar besta,“ segir Bjarni. Hluti af þróun sem hefur verið í gangi Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir niðurstöður könnunarinnar stórmerkilegar. „Þó þetta sé bara ein könnun, þá er þetta augljóslega hluti af fylgisþróun sem við höfum verið að sjá hjá Maskínu og fleiri könnunarfyrirtækjum undanfarna mánuði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að minnka verulega, Samfylkingin að auka fylgi og Miðflokkurinn sömuleiðis að sækja á,“ segir Viktor Orri. Viktor Orri Valgarðsson er doktor í stjórnmálafræði.Vísir/Hannes Sjálfstæðismenn þurfi að fara að ákveða sig hvert þeir ætli að sækja fylgið sem flokkurinn hefur tapað. „Hvort þau vilja reyna að berjast við Miðflokkinn til hægri eða við Samfylkinguna, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, til vinstri. Hingað til sýnist mér þau hafa kosið fyrri kostinn og þá verður áhugavert að sjá hvernig það hefur áhrif á málflutning og stefnu flokksins en líka á hver verður næsti formaður ef ekki núverandi,“ segir Viktor.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira