Ráðherra ber mikla ábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 23. júní 2024 11:00 Það er mikil andstaða við sjókvíaeldi í Seyðisfirði. 75% íbúa eru andvíg því og það er staðfest í skoðanakönnun Múlaþings. VÁ – félag um vernd fjarðar hefur ítrekað bent á Farice-1 strenginn og helgunarsvæði hans í firðinum. Það má ekki ganga yfir þennan mikilvæga innvið. Farice-1 strengurinn er ekki einkmál Seyðfirðinga. Hann þjónar netöryggi þeirra ekkert öðruvísi en annarra landsmanna og frændum okkar Færeyinga. Strengurinn er Færeyingum mikilvægur fyrir fjarskiptasamband við umheiminn. Forstjóri Farice ehf sendi athugasemd strax 2020 til Skipulagsstofnunar um það að sjókvíar ættu ekki að vera í nánd við helgnarsvæði strengsins. Í frétt RÚV, Fjarskipti Færeyinga við umheiminn í húfi, https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-21-fjarskipti-faereyinga-vid-umheiminn-i-hufi-416115 er m.a. rætt við Þorvarð framkvæmdastjóra Farice ehf. Ráðherra og burðarþolsmat Sigurður Ingi var sjávarútvegsráðherra árin 2014 – 2016 þegar flestir firðirnir fóru í burðarþolsmat. Ég veit ekki af hverju ráðherra ákvað ekki þá strax að friða Seyðisfjörð út af Farice-1 strengnum og helgunarsvæði hans. Strengurinn þjónar netöryggi tveggja þjóða við umheiminn. Seyðisfjörður fór í burðarþolsmat og svört skýrsla Ríkisendurskoðanda, sem kom út í janúar 2023 staðfestir að burðarþolsmat í Seyðisfirði er gert á röngum forsendum. Það tekur ekki tillit til annarrar starfsemi í firðinum. Staðreyndir úr skýrslunni breyttu engu. Enn er verið að vinna að því að setja sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Stjórnsýslan lætur almannahagsmuni víkja fyrir einkahagsmunum Kaldvíkur. Skipulagsvinnan Fyrsta apríl 2019 var fyrsti fundur Strandsvæðaráðs Austfjarða og starfsmanna Skipulagsstofnunar, sem voru fengnir til að aðstoða svæðisráðið við skipulagsvinnuna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sat sem umhverfis- og auðlindaráðherra og fór með skipulagsmál. Ráðherra og skipulagsyfirvöld kveiktu ekki á perunni með strenginn, og áfram er Seyðisfjörður inni í skipulaginu á röngum forsendum. Árið 2021 Ríkisstjórnin fékk nægjanlegt fylgi til að halda samstarfinu áfram. Nýju ráðuneyti háskóla- iðnaðar- og nýsköpunar var bætt við. Ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur ekki brugðist við beiðni Farice ehf um endurskoðun fjarskiptalaga til að tryggja öryggi sæstrengja. Ráðherra fjarskiptamála og þrír ráðherrar í Þjóðaröryggisráði, forsætisráðherra, utanríksráðherra og dómsmálaráðherra hafa engar áhyggjur af hugsanlegum skemmdum á strengnum, vegna manngerðrar ógnar. Ráðherrar koma hins vegar reglulega í fjölmiðla með miklar áhyggjur af netöryggi vegna ógna af hryðjuverkum og stríðsátökum. Eftir stólaskipti og uppstokkun ráðuneyta varð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og fer með skipulags-, samgöngu og sveitarstjórnarmál. Þarna var komið tækifæri fyrir ráðherrann að leiðrétta mistökin, sem hann gerði sem sjávarútvegsráðherra þegar hann setti Seyðisfjörð í burðarþolsmat. Nei – áfram gakk, við ætlum ekki að virða almannahagsmuni og verja innviðina. Strandsvæðaskipulagsvinnunni lauk í desember 2022 án þess að tekin væri endanleg afstaða til Farice-1 og helgunarsvæðis hans, þrátt fyrir að fyrir lægju nægar og nauðsynlegar upplýsingar um að sjókvíaeldi komist ekki fyrir í Seyðisfirði vegna strengsins. Leyfisveitendum er ætlað að leita umsagnar Farice ehf. Það hefur verið gert og niðurstaða Farice ehf er á sama veg og áður. Sjókvíaeldi á ekki heima í nálægð við helgunarsvæði sæstrengsins. Sigurður Ingi innviðaráðherra samþykkti strandsvæðaskipulagið í mars 2023. Þá var kominn í ráðgjafarteymi ráðherrans skipulagsfræðingur, sem er annar af starfsmönnum Skipulagsstofnunar, sem mest vann skipulagið fyrir svæðisráð og innviðaráðherra. Þarna er vanhæfni starfsmannsins augljóst, hann metur eigin verk. Hvergi hefur skipulagsvinnan verið skilin eftir jafn illa unnin og ófrágengin eins og gert var í Seyðisfirði. Eins og áður kemur fram voru svæðisráð og Skipulagsstofnun fengin til að vinna strandsvæðaskipulag skv. skipulagslögum, og áttu að sjálfsögðu að klára verkið en ekki að skilja þrjú mikilvægustu atriðin eftir þ.a. Farice, ofanflóð og siglingaáhættumat. Fyrst svæðisráð og Skipulagsstofnun treystu sér ekki til að fullklára verkið átti innviðaráðherra ekki að samþykkja skipulagið. Kaldvík var aldrei aðili að vinnslu strandsvæðaskipulagsins en nú er úrvinnsla ofanflóðamats og áhættumats siglinga komin í þeirra hendur. Fyrirtækið mun aldrei bera ábyrgð á þessum áhættumötum ef eitthvað kemur uppá. Ráðherra og Skipulagsstofnun bera ábyrgð á skipulaginu og að fylgja því eftir. Þetta eru gjörsamlega óboðleg vinnubrögð hjá stjórnsýslunni. Sjö ráðuneyti koma að sjókvíaeldi í Seyðisfirði ef af því verður. Megi stjórnsýslunni ganga betur en hingað til að samhæfa vinnu stofnana til að gæta almannahagsmuna og taka þá alfarið fram fyrir hagsmuni gróðafyrirtækja. Það á og þarf að skila góðu búi og byggilegu landi til komandi kynslóða. Allir vilja hafa netöryggið í lagi hvar í flokki sem þeir standa og hvar í heiminum þeir búa. Ráðherrar ber mikla ábyrgð. Höfundur er félagsmaður í VÁ – félags um vernd fjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er mikil andstaða við sjókvíaeldi í Seyðisfirði. 75% íbúa eru andvíg því og það er staðfest í skoðanakönnun Múlaþings. VÁ – félag um vernd fjarðar hefur ítrekað bent á Farice-1 strenginn og helgunarsvæði hans í firðinum. Það má ekki ganga yfir þennan mikilvæga innvið. Farice-1 strengurinn er ekki einkmál Seyðfirðinga. Hann þjónar netöryggi þeirra ekkert öðruvísi en annarra landsmanna og frændum okkar Færeyinga. Strengurinn er Færeyingum mikilvægur fyrir fjarskiptasamband við umheiminn. Forstjóri Farice ehf sendi athugasemd strax 2020 til Skipulagsstofnunar um það að sjókvíar ættu ekki að vera í nánd við helgnarsvæði strengsins. Í frétt RÚV, Fjarskipti Færeyinga við umheiminn í húfi, https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-21-fjarskipti-faereyinga-vid-umheiminn-i-hufi-416115 er m.a. rætt við Þorvarð framkvæmdastjóra Farice ehf. Ráðherra og burðarþolsmat Sigurður Ingi var sjávarútvegsráðherra árin 2014 – 2016 þegar flestir firðirnir fóru í burðarþolsmat. Ég veit ekki af hverju ráðherra ákvað ekki þá strax að friða Seyðisfjörð út af Farice-1 strengnum og helgunarsvæði hans. Strengurinn þjónar netöryggi tveggja þjóða við umheiminn. Seyðisfjörður fór í burðarþolsmat og svört skýrsla Ríkisendurskoðanda, sem kom út í janúar 2023 staðfestir að burðarþolsmat í Seyðisfirði er gert á röngum forsendum. Það tekur ekki tillit til annarrar starfsemi í firðinum. Staðreyndir úr skýrslunni breyttu engu. Enn er verið að vinna að því að setja sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Stjórnsýslan lætur almannahagsmuni víkja fyrir einkahagsmunum Kaldvíkur. Skipulagsvinnan Fyrsta apríl 2019 var fyrsti fundur Strandsvæðaráðs Austfjarða og starfsmanna Skipulagsstofnunar, sem voru fengnir til að aðstoða svæðisráðið við skipulagsvinnuna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sat sem umhverfis- og auðlindaráðherra og fór með skipulagsmál. Ráðherra og skipulagsyfirvöld kveiktu ekki á perunni með strenginn, og áfram er Seyðisfjörður inni í skipulaginu á röngum forsendum. Árið 2021 Ríkisstjórnin fékk nægjanlegt fylgi til að halda samstarfinu áfram. Nýju ráðuneyti háskóla- iðnaðar- og nýsköpunar var bætt við. Ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur ekki brugðist við beiðni Farice ehf um endurskoðun fjarskiptalaga til að tryggja öryggi sæstrengja. Ráðherra fjarskiptamála og þrír ráðherrar í Þjóðaröryggisráði, forsætisráðherra, utanríksráðherra og dómsmálaráðherra hafa engar áhyggjur af hugsanlegum skemmdum á strengnum, vegna manngerðrar ógnar. Ráðherrar koma hins vegar reglulega í fjölmiðla með miklar áhyggjur af netöryggi vegna ógna af hryðjuverkum og stríðsátökum. Eftir stólaskipti og uppstokkun ráðuneyta varð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og fer með skipulags-, samgöngu og sveitarstjórnarmál. Þarna var komið tækifæri fyrir ráðherrann að leiðrétta mistökin, sem hann gerði sem sjávarútvegsráðherra þegar hann setti Seyðisfjörð í burðarþolsmat. Nei – áfram gakk, við ætlum ekki að virða almannahagsmuni og verja innviðina. Strandsvæðaskipulagsvinnunni lauk í desember 2022 án þess að tekin væri endanleg afstaða til Farice-1 og helgunarsvæðis hans, þrátt fyrir að fyrir lægju nægar og nauðsynlegar upplýsingar um að sjókvíaeldi komist ekki fyrir í Seyðisfirði vegna strengsins. Leyfisveitendum er ætlað að leita umsagnar Farice ehf. Það hefur verið gert og niðurstaða Farice ehf er á sama veg og áður. Sjókvíaeldi á ekki heima í nálægð við helgunarsvæði sæstrengsins. Sigurður Ingi innviðaráðherra samþykkti strandsvæðaskipulagið í mars 2023. Þá var kominn í ráðgjafarteymi ráðherrans skipulagsfræðingur, sem er annar af starfsmönnum Skipulagsstofnunar, sem mest vann skipulagið fyrir svæðisráð og innviðaráðherra. Þarna er vanhæfni starfsmannsins augljóst, hann metur eigin verk. Hvergi hefur skipulagsvinnan verið skilin eftir jafn illa unnin og ófrágengin eins og gert var í Seyðisfirði. Eins og áður kemur fram voru svæðisráð og Skipulagsstofnun fengin til að vinna strandsvæðaskipulag skv. skipulagslögum, og áttu að sjálfsögðu að klára verkið en ekki að skilja þrjú mikilvægustu atriðin eftir þ.a. Farice, ofanflóð og siglingaáhættumat. Fyrst svæðisráð og Skipulagsstofnun treystu sér ekki til að fullklára verkið átti innviðaráðherra ekki að samþykkja skipulagið. Kaldvík var aldrei aðili að vinnslu strandsvæðaskipulagsins en nú er úrvinnsla ofanflóðamats og áhættumats siglinga komin í þeirra hendur. Fyrirtækið mun aldrei bera ábyrgð á þessum áhættumötum ef eitthvað kemur uppá. Ráðherra og Skipulagsstofnun bera ábyrgð á skipulaginu og að fylgja því eftir. Þetta eru gjörsamlega óboðleg vinnubrögð hjá stjórnsýslunni. Sjö ráðuneyti koma að sjókvíaeldi í Seyðisfirði ef af því verður. Megi stjórnsýslunni ganga betur en hingað til að samhæfa vinnu stofnana til að gæta almannahagsmuna og taka þá alfarið fram fyrir hagsmuni gróðafyrirtækja. Það á og þarf að skila góðu búi og byggilegu landi til komandi kynslóða. Allir vilja hafa netöryggið í lagi hvar í flokki sem þeir standa og hvar í heiminum þeir búa. Ráðherrar ber mikla ábyrgð. Höfundur er félagsmaður í VÁ – félags um vernd fjarðar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun