Virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 20:18 Birgir Ármannsson er forseti Alþingis og hefur virkjað ákvæði um leyniherbergi fyrir þingmenn sem vilja skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpi um veitingu ríkisborgararéttar. Vísir/Vilhelm Ákveðið var í dag að virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt. Þingmönnum verður í samræmi við það heimilt að skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpinu í sérstöku herbergi, undir eftirliti, fram að afgreiðslu málsins. Ekki má skrifa niður eða taka myndir af gögnunum. Í tölvupósti frá skrifstofu Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að í samræmi við starfsreglur fastanefnda geti forseti Alþingis ákveðið „ef sérstakar ástæður mæla með því og eftir því er leitað, að aðgangur verði veittur þegar fyrir liggja trúnaðarupplýsingar í máli sem nefnd hefur haft til athugunar enda sé þá ljóst að málið muni koma til atkvæðagreiðslu á þingfundi.“ Í tölvupóstinum kemur enn fremur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum málsins og að forseti hafi ákveðið, í samræmi við starfsreglur, að veita þeim þingmönnum sem þess óska kost á að kynna sér gögn þeirra umsækjenda sem tillaga allsherjar- og menntamálanefndar tekur til. „Það er þannig að við eigum von á því afgreiða frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd á morgun eða hinn. Það höfðu borist óskir frá öðrum þingmönnum en þeim sem sitja í nefndinni um aðgang að gögnum,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við fréttastofu um málið. Allir verði að taka afstöðu Erindið hafi borist fyrir nokkru til skrifstofu og þau viti ekki hvort einhver ætli að nýta sér þessa heimild sem nú hefur verið virkjuð. En að í ljósi þess allir þingmenn þurfi að taka afstöðu í málinu hafi hann ekki talið sér stætt að neita þeim um aðgang að þeim gögnum sem fylgja í málinu. Hægt verður að skoða gögnin í sérstöku herbergi í Smiðju.Vísir/Steingrímur Dúi „En hann er bundinn fyllsta trúnaði,“ segir Birgir og vísar í starfsreglur fastanefnda þar sem kemur fram að þingmönnum sé heimilt að skoða trúnaðargögn í sérstöku herbergi innan þingsins. Áður hefur reynt á ákvæðið en ekki í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar segir Birgir. „Þetta eru trúnaðargögn sem varða þessa umsækjendur og þess vegna er mikill trúnaður,“ segir Birgir og að gögnin séu í mörgum tilvikum afar persónuleg. Þess vegna séu skýr fyrirmæli um skoðun þeirra. Bundnir stífum trúnaði „Reglurnar eru alveg skýrar að ef menn kynna sér þessi gögn þá eru þeir bundnir stífum trúnaði um það sem þar kemur fram,“ segir Birgir að lokum. Þingmönnum verður boðið að skoða gögnin í herberginu fram að afgreiðslu málsins í þingsal. Hægt verður að skoða gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. „Óheimilt er að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti, svo sem með því að skrifa niður upplýsingar úr þeim,“ segir í tölvupóstinum og að halda skuli skrá um alla sem koma að skoða gögnin og hvenær þau geri það. Þingmönnum sem vilja skoða gögnin er í tölvupóstinum bent á að boða komu sína til að taka frá tíma. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Í tölvupósti frá skrifstofu Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að í samræmi við starfsreglur fastanefnda geti forseti Alþingis ákveðið „ef sérstakar ástæður mæla með því og eftir því er leitað, að aðgangur verði veittur þegar fyrir liggja trúnaðarupplýsingar í máli sem nefnd hefur haft til athugunar enda sé þá ljóst að málið muni koma til atkvæðagreiðslu á þingfundi.“ Í tölvupóstinum kemur enn fremur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum málsins og að forseti hafi ákveðið, í samræmi við starfsreglur, að veita þeim þingmönnum sem þess óska kost á að kynna sér gögn þeirra umsækjenda sem tillaga allsherjar- og menntamálanefndar tekur til. „Það er þannig að við eigum von á því afgreiða frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd á morgun eða hinn. Það höfðu borist óskir frá öðrum þingmönnum en þeim sem sitja í nefndinni um aðgang að gögnum,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við fréttastofu um málið. Allir verði að taka afstöðu Erindið hafi borist fyrir nokkru til skrifstofu og þau viti ekki hvort einhver ætli að nýta sér þessa heimild sem nú hefur verið virkjuð. En að í ljósi þess allir þingmenn þurfi að taka afstöðu í málinu hafi hann ekki talið sér stætt að neita þeim um aðgang að þeim gögnum sem fylgja í málinu. Hægt verður að skoða gögnin í sérstöku herbergi í Smiðju.Vísir/Steingrímur Dúi „En hann er bundinn fyllsta trúnaði,“ segir Birgir og vísar í starfsreglur fastanefnda þar sem kemur fram að þingmönnum sé heimilt að skoða trúnaðargögn í sérstöku herbergi innan þingsins. Áður hefur reynt á ákvæðið en ekki í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar segir Birgir. „Þetta eru trúnaðargögn sem varða þessa umsækjendur og þess vegna er mikill trúnaður,“ segir Birgir og að gögnin séu í mörgum tilvikum afar persónuleg. Þess vegna séu skýr fyrirmæli um skoðun þeirra. Bundnir stífum trúnaði „Reglurnar eru alveg skýrar að ef menn kynna sér þessi gögn þá eru þeir bundnir stífum trúnaði um það sem þar kemur fram,“ segir Birgir að lokum. Þingmönnum verður boðið að skoða gögnin í herberginu fram að afgreiðslu málsins í þingsal. Hægt verður að skoða gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. „Óheimilt er að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti, svo sem með því að skrifa niður upplýsingar úr þeim,“ segir í tölvupóstinum og að halda skuli skrá um alla sem koma að skoða gögnin og hvenær þau geri það. Þingmönnum sem vilja skoða gögnin er í tölvupóstinum bent á að boða komu sína til að taka frá tíma.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30