Aukin bjartsýni vegna hitaveituholunnar á Ísafirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2024 13:57 Elías Jónatansson, orkubússtjóri á Vestfjörðum og aðrir starfsmenn. Aukinnar bjartsýni gætir hjá forsvarsmönnum Orkubús Vestfjarða varðandi nýtingu jarðhita til upphitunar húsa á Ísafirði. Jarðhitaleit í Tungudal miðar ágætlega og hefur borholan nú verið dýpkuð niður á 762 metra dýpi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum Orkubúsins. Eins og fram hefur komið er nærri sextíu stiga heitt vatn fundið á Ísafirði. Vatnið fannst í lok maí. Fundurinn einstakur enda neyddist Orkubú Vestfjarða í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. Afkastameiri en talið var í fyrstu, með fyrirvara „Í síðustu viku var lokið við að rýma holuna niður á 584 m dýpi og var í kjölfarið farið í hitamælingu og svokallað blásturspróf, sem er skammtímamæling á afkastagetu holunnar. Reiknað er með að vinnsluhitastig holunnar geti orðið 56 til 57°C. Blástursprófanir sem gerðar voru á holunni gáfu til kynna að hún væri talsvert afkastameiri en talið var í fyrstu og augnabliksdæling skilaði 45 til 50 l/sek við ásættanlegan niðurdrátt í holunni.“ Þó er tekið fram í tilkynningunni að þetta séu þó engan veginn staðfestar tölur um langtímaafkost holunnar. Langtímadæling sé nauðsynleg til að meta varanlega afkastagetu hennar. Þá kemur fram að verið sé að útbúa borplan fyrir nýja rannsóknarholu í grennd við hina. Reiknað er með að hún verði boruð niður á fimmhundruð metra dýpi. Vænst er að holan muni gefa frekari upplýsingar um staðsetningu heitavatnsæðarinnar, umfang svæðisins og afkastagetu þess. Þær upplýsingar liggi vonandi fyrir innan fárra vikna. „Aukinnar bjartsýni gætir því hjá Orkubúinu varðandi nýtingu jarðhita til upphitunar húsa á Ísafirði, en að öllum líkindum verður notuð varmadæla til að skerpa á hitanum og nýta jarðhitann sem best þegar þar að kemur.“ Ísafjarðarbær Jarðhiti Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum Orkubúsins. Eins og fram hefur komið er nærri sextíu stiga heitt vatn fundið á Ísafirði. Vatnið fannst í lok maí. Fundurinn einstakur enda neyddist Orkubú Vestfjarða í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. Afkastameiri en talið var í fyrstu, með fyrirvara „Í síðustu viku var lokið við að rýma holuna niður á 584 m dýpi og var í kjölfarið farið í hitamælingu og svokallað blásturspróf, sem er skammtímamæling á afkastagetu holunnar. Reiknað er með að vinnsluhitastig holunnar geti orðið 56 til 57°C. Blástursprófanir sem gerðar voru á holunni gáfu til kynna að hún væri talsvert afkastameiri en talið var í fyrstu og augnabliksdæling skilaði 45 til 50 l/sek við ásættanlegan niðurdrátt í holunni.“ Þó er tekið fram í tilkynningunni að þetta séu þó engan veginn staðfestar tölur um langtímaafkost holunnar. Langtímadæling sé nauðsynleg til að meta varanlega afkastagetu hennar. Þá kemur fram að verið sé að útbúa borplan fyrir nýja rannsóknarholu í grennd við hina. Reiknað er með að hún verði boruð niður á fimmhundruð metra dýpi. Vænst er að holan muni gefa frekari upplýsingar um staðsetningu heitavatnsæðarinnar, umfang svæðisins og afkastagetu þess. Þær upplýsingar liggi vonandi fyrir innan fárra vikna. „Aukinnar bjartsýni gætir því hjá Orkubúinu varðandi nýtingu jarðhita til upphitunar húsa á Ísafirði, en að öllum líkindum verður notuð varmadæla til að skerpa á hitanum og nýta jarðhitann sem best þegar þar að kemur.“
Ísafjarðarbær Jarðhiti Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira