„Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Jón Þór Stefánsson skrifar 15. júní 2024 19:54 Kristján Loftsson framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. „Þeir ættu þá að vinna eftir þessum lögum,“ sagði Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þessa skoðun Vinstri grænna. „Þeir hanga hér frá því í janúar þangað til núna. Það sýnir bara hvað þetta fólk er framtakssamt.“ Kristján segir að allt hafi verið gert til að setja Hval stólinn fyrir dyrnar. „Þetta byrjar á Katrínu Jakobsdóttur, hún er þarna lengst ráðherra matvælaráðuneytisins, síðan er Svandís Svavarsdóttir í einhverja daga, og svo kemur Olsen þarna í restina. Ef það er svona þá eru þau ekki að fara eftir lögum. Þau draga tímann því þetta er bara þeirra stefna.“ Munu ekki hreyfa sig í sumar Kristján segir að það veiðileyfi sem hafi verið gefið út gangi ekki. Það þurfi miklu lengri tíma til að undirbúa hvalveiðar. „Það er alveg vonlaust dæmi. Bæði að fá vant fólk og ná í ýmislegt sem þarf til þess. En þetta er gert af ásettu ráði.“ Þannig það verða ekki hvalveiðar? „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar.“ Hvernig líður þér með það? „Þetta er bara Ísland í dag.“ Hann segist ætla að sækja um hvalveiðileyfi aftur á næsta ári og þá telur hann að það hljóti að taka minni tíma að samþykkja veiðarnar en í ár, vegna þess að lögin séu þannig að sögn Vinstri grænna. Part of the game Kristján segist stefna ótrauður áfram og ætlar ekki að láta mótmæli stoppa sig. „Mótmæli, þau hafa verið alltaf. Þetta eru einhverjir nokkrir aðilar. Þetta er alltaf sama fólkið. Þetta er eins og ég segi: Part of the game. Það væri eitthvað skrýtið ef þetta væri ekki.“ Skoðanakönnun frá Maskínu frá því maí sýndi að rétttæpur helmingur þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum en rúmur þriðjungur hlynntur þeim. Kristján segist ekki botna í andstöðu fólks á veiðunum. Þá segir hann að fólk sé oft spurt hvort það sé á móti hvalveiðum, en aldrei hvers vegna það sé á móti þeim. „Ef þú gerir skoðanakönnun á íslandi þá muntu aldrei fá alla til að vera samþykka öllu sem gert er. Það eru alltaf einhverjir á móti einhversstaðar.“ Stjórnvöldum alveg sama um lögin í landinu Kristján segir stjórnvöld virða lögin í landinu að vettugi. „Þetta fólk kann ekki annað. Svandís Svavarsdóttir fékk nú heldur betur rassskellingu frá umboðsmanni. En þessu fólki er nákvæmlega sama. Það skiptir engu máli“ Munuð þið leita réttar ykkar? „Eflaust. En við erum nú ekkert farnir að spá í það enn þá.“ Hann segir lagaumhverfið þó erfitt og nefnir sem dæmi að Hvalur hf. hafi sent ríkislögmanni bréf í janúar og að fyrirtækinu hafi enn ekki borist svör. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
„Þeir ættu þá að vinna eftir þessum lögum,“ sagði Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þessa skoðun Vinstri grænna. „Þeir hanga hér frá því í janúar þangað til núna. Það sýnir bara hvað þetta fólk er framtakssamt.“ Kristján segir að allt hafi verið gert til að setja Hval stólinn fyrir dyrnar. „Þetta byrjar á Katrínu Jakobsdóttur, hún er þarna lengst ráðherra matvælaráðuneytisins, síðan er Svandís Svavarsdóttir í einhverja daga, og svo kemur Olsen þarna í restina. Ef það er svona þá eru þau ekki að fara eftir lögum. Þau draga tímann því þetta er bara þeirra stefna.“ Munu ekki hreyfa sig í sumar Kristján segir að það veiðileyfi sem hafi verið gefið út gangi ekki. Það þurfi miklu lengri tíma til að undirbúa hvalveiðar. „Það er alveg vonlaust dæmi. Bæði að fá vant fólk og ná í ýmislegt sem þarf til þess. En þetta er gert af ásettu ráði.“ Þannig það verða ekki hvalveiðar? „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar.“ Hvernig líður þér með það? „Þetta er bara Ísland í dag.“ Hann segist ætla að sækja um hvalveiðileyfi aftur á næsta ári og þá telur hann að það hljóti að taka minni tíma að samþykkja veiðarnar en í ár, vegna þess að lögin séu þannig að sögn Vinstri grænna. Part of the game Kristján segist stefna ótrauður áfram og ætlar ekki að láta mótmæli stoppa sig. „Mótmæli, þau hafa verið alltaf. Þetta eru einhverjir nokkrir aðilar. Þetta er alltaf sama fólkið. Þetta er eins og ég segi: Part of the game. Það væri eitthvað skrýtið ef þetta væri ekki.“ Skoðanakönnun frá Maskínu frá því maí sýndi að rétttæpur helmingur þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum en rúmur þriðjungur hlynntur þeim. Kristján segist ekki botna í andstöðu fólks á veiðunum. Þá segir hann að fólk sé oft spurt hvort það sé á móti hvalveiðum, en aldrei hvers vegna það sé á móti þeim. „Ef þú gerir skoðanakönnun á íslandi þá muntu aldrei fá alla til að vera samþykka öllu sem gert er. Það eru alltaf einhverjir á móti einhversstaðar.“ Stjórnvöldum alveg sama um lögin í landinu Kristján segir stjórnvöld virða lögin í landinu að vettugi. „Þetta fólk kann ekki annað. Svandís Svavarsdóttir fékk nú heldur betur rassskellingu frá umboðsmanni. En þessu fólki er nákvæmlega sama. Það skiptir engu máli“ Munuð þið leita réttar ykkar? „Eflaust. En við erum nú ekkert farnir að spá í það enn þá.“ Hann segir lagaumhverfið þó erfitt og nefnir sem dæmi að Hvalur hf. hafi sent ríkislögmanni bréf í janúar og að fyrirtækinu hafi enn ekki borist svör.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira