Ungbörn sem fá hnetusmjör fái mun síður hnetuofnæmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2024 18:20 Mikael segir að þegar barn er orðið fjögurra til sex mánaða sé hægt að byrja að gefa því jarðhnetusmjör til að fyrirbyggja ofnæmi. EPA Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að ungbörn sem fá ekki jarðhnetursmjör á fyrstu fimm árunum séu 71 prósent líklegri til að þróa með sér jarðhnetuofnæmi síðar á lífsleiðinni. Ofnæmislæknir segur Samkvæmt niðurstöðum nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var við King's College í Bretlandi eru börn undir fimm ára sem er gefið hnetusmjör síður líkleg til að greinast með hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Mikael Valur Clausen ofnæmislæknir barna ræddi rannsóknina í Reykjavík Síðdegis. Hann segir kveikjuna að rannsókninni, sem hófst fyrir fimmtán árum, þá að sýnilegur munur var á börnum sem ólust upp í Bretlandi og Ísrael í tengslum við greiningar á hnetuofnæmi. „Þau voru með tvo hópa, annar fékk jarðhnetusmjöt mjög snemma og hinir fengu ekki. Og það var haldið áfram til fimm ára aldurs og það sýndi sig þá að þau fengu síður jarðhnetuofnæmi, sem byrjuðu snemma að fá jarðhnetur.“ Hann segir algengið á jarðhnetuofnæmi hafa minnkað um 71 prósent hjá þeim börnum sem fengu jarðhnetur snemma. Nýlega hafi verið prófað fyrir jarðhnetuofnæmi hjá sömu börnum, sem nú eru komin á unglingsaldur, og algengið verið það sama. Mikilvægt að byrja snemma Aðspurður segir Mikael að búist sé við að vörnin sem felst í því að gefa ungbörnum jarðhnetur haldi fyrir líftíð. Er það ekki mikill ábati í ljósi þess að jarðhnetuofnæmi er erfitt ofnæmi? „Jú, það er náttúrlega mjög erfitt að vera með ofnæmi yfir höfuð, og jarðhnetur eru ekki voðalega skemmtilegar því þær eru mjög víða,“ segir Mikael. Er einhver ákveðinn gluggi sem best er að nýta? „Mjög mörg börn eru búin að fá ofnæmið sitt á fyrsta æviárinu. Það er mjög algengt og eggjaofnæmið er langalgengasta ofnæmið. Og þegar þú ert kominn með eitt ofnæmi ertu líklegri til þess að fá annað. Þannig að þetta þarf að byrja snemma. Þú þarft að byrja þegar barnið er fjögurra til sex mánaða,“ segir Mikael. Þá sé hæfilegt að gefa barninu sínu jarðhnetusmjör. Hann segir það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum að sjá til þess að barn fái örvun í formi þeirra fyrirbæra sem það getur þróað ofnæmi fyrir. „Barnið vantar örvun á fyrstu ævimánuðunum fyrir ónæmiskerfið sitt frá umhverfisþáttum sem eru ákveðin efni sem koma úr bakteríum sem eru eðlilegur hlutur af umhverfinu. Og það á að örva ónæmiskerfið til að mynda þol. Og þegar það fær ekki þessa örvun, þá ertu líklegri til að mynda ofnæmi,“ segir Mikael. Hér er einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Matur Börn og uppeldi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var við King's College í Bretlandi eru börn undir fimm ára sem er gefið hnetusmjör síður líkleg til að greinast með hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Mikael Valur Clausen ofnæmislæknir barna ræddi rannsóknina í Reykjavík Síðdegis. Hann segir kveikjuna að rannsókninni, sem hófst fyrir fimmtán árum, þá að sýnilegur munur var á börnum sem ólust upp í Bretlandi og Ísrael í tengslum við greiningar á hnetuofnæmi. „Þau voru með tvo hópa, annar fékk jarðhnetusmjöt mjög snemma og hinir fengu ekki. Og það var haldið áfram til fimm ára aldurs og það sýndi sig þá að þau fengu síður jarðhnetuofnæmi, sem byrjuðu snemma að fá jarðhnetur.“ Hann segir algengið á jarðhnetuofnæmi hafa minnkað um 71 prósent hjá þeim börnum sem fengu jarðhnetur snemma. Nýlega hafi verið prófað fyrir jarðhnetuofnæmi hjá sömu börnum, sem nú eru komin á unglingsaldur, og algengið verið það sama. Mikilvægt að byrja snemma Aðspurður segir Mikael að búist sé við að vörnin sem felst í því að gefa ungbörnum jarðhnetur haldi fyrir líftíð. Er það ekki mikill ábati í ljósi þess að jarðhnetuofnæmi er erfitt ofnæmi? „Jú, það er náttúrlega mjög erfitt að vera með ofnæmi yfir höfuð, og jarðhnetur eru ekki voðalega skemmtilegar því þær eru mjög víða,“ segir Mikael. Er einhver ákveðinn gluggi sem best er að nýta? „Mjög mörg börn eru búin að fá ofnæmið sitt á fyrsta æviárinu. Það er mjög algengt og eggjaofnæmið er langalgengasta ofnæmið. Og þegar þú ert kominn með eitt ofnæmi ertu líklegri til þess að fá annað. Þannig að þetta þarf að byrja snemma. Þú þarft að byrja þegar barnið er fjögurra til sex mánaða,“ segir Mikael. Þá sé hæfilegt að gefa barninu sínu jarðhnetusmjör. Hann segir það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum að sjá til þess að barn fái örvun í formi þeirra fyrirbæra sem það getur þróað ofnæmi fyrir. „Barnið vantar örvun á fyrstu ævimánuðunum fyrir ónæmiskerfið sitt frá umhverfisþáttum sem eru ákveðin efni sem koma úr bakteríum sem eru eðlilegur hlutur af umhverfinu. Og það á að örva ónæmiskerfið til að mynda þol. Og þegar það fær ekki þessa örvun, þá ertu líklegri til að mynda ofnæmi,“ segir Mikael. Hér er einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Matur Börn og uppeldi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira