Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 11:13 Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með ísraelskum ráðamönnum í Tel Aviv í morgun. Hann segir viðbrögð fulltrua Hamas vekja vonir. AP/Jack Guez Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. Öryggisráðið samþykkti tillögu Ísraelsmanna að vopnahléi í þremur áföngum sem Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Hún felur meðal annars í sér að Ísraelar dragi herlið sitt frá Gasa og að gíslum Hamas verði skilað í skiptum fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður Hamas utan Gasa, segir samtökin fallast á tillöguna og að þau sé tilbúin til viðræðna um frekari útfærslu á henni. Það sé upp á stjórnvöld í Washington komið að tryggja að Ísraelar fari eftir tillögunni hefur Reuters-fréttastofan eftir honum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Zuhri vekja vonir um framhaldið en lokaorðið hafi þó leiðtogar Hamas á Gasaströndinni sjálfri. „Það er það sem skiptir máli og það er það sem við höfum ekki í hendi ennþá,“ sagði ráðherrann sem fundaði með ísraelskum ráðamönnum til þess að þrýsta á um vopnahlé í dag. Aðeins eitt vopnahlé til þessa Vopnahléstillagan hefur valdið nokkrum usla innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar en hún fellur harðlínumönnum þar ekki í geð. Ísraelar segja að vopnahlé verði aðeins tímabundin á meðan Hamas-samtökin eru enn ósigruð. Hamas-samtökin hafa á móti sagt að þau taki engum friðarumleitunum sem tryggi ekki lok stríðsins sem hefur geisað í rúma átta mánuði. Aðeins eitt vopnahlé hefur verið gert í átökunum. Það var í nóvember og þá voru um hundrað gíslar, sem Hamas-liðar tóku höndum í hryðjuverkaárás sinni á Ísrael 7. október, frelsaðir í skiptum fyrir um 240 palestínska fanga. Átökin halda áfram. Palestínumenn segja að 274 manns hafi fallið í rassíu sem Ísraelsher gerði í Nuseiret-flóttamannabúðunum á Gasa þar sem fjórir gíslar voru frelsaðir á laugardag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að aðgerir beggja aðila þar kunni að teljast sem stríðsglæpir. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12 Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Öryggisráðið samþykkti tillögu Ísraelsmanna að vopnahléi í þremur áföngum sem Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Hún felur meðal annars í sér að Ísraelar dragi herlið sitt frá Gasa og að gíslum Hamas verði skilað í skiptum fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður Hamas utan Gasa, segir samtökin fallast á tillöguna og að þau sé tilbúin til viðræðna um frekari útfærslu á henni. Það sé upp á stjórnvöld í Washington komið að tryggja að Ísraelar fari eftir tillögunni hefur Reuters-fréttastofan eftir honum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Zuhri vekja vonir um framhaldið en lokaorðið hafi þó leiðtogar Hamas á Gasaströndinni sjálfri. „Það er það sem skiptir máli og það er það sem við höfum ekki í hendi ennþá,“ sagði ráðherrann sem fundaði með ísraelskum ráðamönnum til þess að þrýsta á um vopnahlé í dag. Aðeins eitt vopnahlé til þessa Vopnahléstillagan hefur valdið nokkrum usla innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar en hún fellur harðlínumönnum þar ekki í geð. Ísraelar segja að vopnahlé verði aðeins tímabundin á meðan Hamas-samtökin eru enn ósigruð. Hamas-samtökin hafa á móti sagt að þau taki engum friðarumleitunum sem tryggi ekki lok stríðsins sem hefur geisað í rúma átta mánuði. Aðeins eitt vopnahlé hefur verið gert í átökunum. Það var í nóvember og þá voru um hundrað gíslar, sem Hamas-liðar tóku höndum í hryðjuverkaárás sinni á Ísrael 7. október, frelsaðir í skiptum fyrir um 240 palestínska fanga. Átökin halda áfram. Palestínumenn segja að 274 manns hafi fallið í rassíu sem Ísraelsher gerði í Nuseiret-flóttamannabúðunum á Gasa þar sem fjórir gíslar voru frelsaðir á laugardag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að aðgerir beggja aðila þar kunni að teljast sem stríðsglæpir.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12 Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11
Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12
Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14