Óskar um nýja starfið hjá KR: „Ég er ekki ógn við Gregg Ryder“ Aron Guðmundsson skrifar 10. júní 2024 13:20 Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn til starfa hjá KR. Þó ekki sem aðalþjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta eins og hvíslað hafði verið um. Gregg Ryder er aðalþjálfari liðsins. Vísir/Samsett mynd Knattspyrnudeild KR greindi frá því í hádeginu að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu. Óskar Hrafn mun verða deildinni innan handar en þó ekki í starfi aðalþjálfara karlaliðs félagsins eins og hefur verið hvíslað um undanfarnar vikur. Óskar sjálfur segist ekki vera ógn við núverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Gregg Ryder. Starf Óskars verður meira skrifstofubundið og hann mun „veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar.” „Ég er bara að koma þarna inn að hjálpa til,“ segir KR-ingurinn Óskar Hrafn í samtali við Vísi. „Að styðja við bakið á þeim sem eru þarna fyrir. Hvort sem að það er hjá meistaraflokki karla, meistaraflokki kvenna eða yngri flokkunum. Svo sjáum við hvernig þetta þróast.“ Tíðindin koma á tímapunkti þar sem mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfarastöðuna hjá karlaliði KR. Allt frá því að Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund fóru af stað sögusagnir um að hann gæti tekið við þjálfarastöðunni hjá KR af Gregg Ryder sem var ráðinn inn fyrir tímabilið. Ekki fór minna fyrir þeim sögusögnum þegar Óskar Hrafn fór að mæta á leiki hjá KR. Óréttlátt og ekki gott Óskar segir þessar sögusagnir ekki hafa snert sig eitthvað sérstaklega. „Það var alveg ljóst að Gregg Ryder er mannlegur maður og þessar sögusagnir hafa ábyggilega snert hann. Mögulega sett aukna pressu á hann. Það er óréttlátt og ekki gott. Það hefur aldrei komið til tals hjá mér eða einhverjum öðrum að ég taki við KR liðinu. Gregg Ryder var ráðinn þarna. Menn hafa fulla trú á honum. Það var aldrei í myndinni. Ég er náttúrulega bara KR-ingur. Bý þarna þrjátíu metrum frá KR-vellinum og það væri skrítið ef að ég færi ekki á leiki hjá liðinu mínu. Það er ekkert til í þessu annað en að menn hafa gaman af því að blanda saman einhverri rökréttri blaðamennsku og svo skapandi skrifum. Sem við þekkjum svo vel úr fjölmiðlabransanum.“ Ekki rætt við Ryder Óskar hefur ekki rætt við Ryder sjálfan um þessi nýjustu tíðindi. Að hann stígi þarna inn í starf hjá knattspyrnudeild KR. Heldurðu að þetta sé ekki smá óþægileg staða fyrir hann? „Ég veit það ekki. Ég er ekki búinn að tala við hann en geri nú ráð fyrir því að aðrir menn innan félagsins hafi gert það. Ég á ekki von á því. Ég er ekki ógn við Gregg Ryder og hef því enga trú á því að hann líti á það þannig.“ Gregg Ryder, þjálfari KR og Pálmi Rafn PálmasonVísir/Anton Brink „Allir í félaginu átta sig á því að hver sem kemur þarna inn er með það eitt að leiðarljósi að óska þess besta fyrir KR. Félagið snýst um miklu meira en bara einstaka manneskjur. Hvort sem um ræðir mig eða einhvern annan. Það er summa vinnunnar sem fólk leggur á sig sem gerir félagið öflugt.“ Óskar Hrafn, sem hefur reynslu úr þjálfun liða í efstu deild og gerði lið Breiðabliks að Íslandsmeisturum árið 2022, á ekki von á því að vera á hliðarlínunni í leikjum hjá KR á næstunni. „Ég held að það yrði fljótt skrýtið ef að ég færi á hliðarlínuna. Nei, ég sé ekki fyrir mér að verða eitthvað á hliðarlínunni. Við erum með þjálfara í því. Þeir eru fullfærir um að sjá um það. En að einhverju leiti, alla daga, mun ég styðja við bakið á þeim.“ Hann er spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu sem hann samsvarar sig hvað mest við. „Það er alltaf gaman að vinna fyrir KR. Þegar að talað var við mig á sínum tíma þá rann manni blóðið til skyldunnar. Maður hefur ekki alltaf verið í þeirri stöðu að geta svarað kallinu þegar að það hefur komið frá KR. En staðan er svona núna og þá er mér bæði skylt og ljúft að svara kallinu og reyna að hjálpa til.“ Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Starf Óskars verður meira skrifstofubundið og hann mun „veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar.” „Ég er bara að koma þarna inn að hjálpa til,“ segir KR-ingurinn Óskar Hrafn í samtali við Vísi. „Að styðja við bakið á þeim sem eru þarna fyrir. Hvort sem að það er hjá meistaraflokki karla, meistaraflokki kvenna eða yngri flokkunum. Svo sjáum við hvernig þetta þróast.“ Tíðindin koma á tímapunkti þar sem mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfarastöðuna hjá karlaliði KR. Allt frá því að Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund fóru af stað sögusagnir um að hann gæti tekið við þjálfarastöðunni hjá KR af Gregg Ryder sem var ráðinn inn fyrir tímabilið. Ekki fór minna fyrir þeim sögusögnum þegar Óskar Hrafn fór að mæta á leiki hjá KR. Óréttlátt og ekki gott Óskar segir þessar sögusagnir ekki hafa snert sig eitthvað sérstaklega. „Það var alveg ljóst að Gregg Ryder er mannlegur maður og þessar sögusagnir hafa ábyggilega snert hann. Mögulega sett aukna pressu á hann. Það er óréttlátt og ekki gott. Það hefur aldrei komið til tals hjá mér eða einhverjum öðrum að ég taki við KR liðinu. Gregg Ryder var ráðinn þarna. Menn hafa fulla trú á honum. Það var aldrei í myndinni. Ég er náttúrulega bara KR-ingur. Bý þarna þrjátíu metrum frá KR-vellinum og það væri skrítið ef að ég færi ekki á leiki hjá liðinu mínu. Það er ekkert til í þessu annað en að menn hafa gaman af því að blanda saman einhverri rökréttri blaðamennsku og svo skapandi skrifum. Sem við þekkjum svo vel úr fjölmiðlabransanum.“ Ekki rætt við Ryder Óskar hefur ekki rætt við Ryder sjálfan um þessi nýjustu tíðindi. Að hann stígi þarna inn í starf hjá knattspyrnudeild KR. Heldurðu að þetta sé ekki smá óþægileg staða fyrir hann? „Ég veit það ekki. Ég er ekki búinn að tala við hann en geri nú ráð fyrir því að aðrir menn innan félagsins hafi gert það. Ég á ekki von á því. Ég er ekki ógn við Gregg Ryder og hef því enga trú á því að hann líti á það þannig.“ Gregg Ryder, þjálfari KR og Pálmi Rafn PálmasonVísir/Anton Brink „Allir í félaginu átta sig á því að hver sem kemur þarna inn er með það eitt að leiðarljósi að óska þess besta fyrir KR. Félagið snýst um miklu meira en bara einstaka manneskjur. Hvort sem um ræðir mig eða einhvern annan. Það er summa vinnunnar sem fólk leggur á sig sem gerir félagið öflugt.“ Óskar Hrafn, sem hefur reynslu úr þjálfun liða í efstu deild og gerði lið Breiðabliks að Íslandsmeisturum árið 2022, á ekki von á því að vera á hliðarlínunni í leikjum hjá KR á næstunni. „Ég held að það yrði fljótt skrýtið ef að ég færi á hliðarlínuna. Nei, ég sé ekki fyrir mér að verða eitthvað á hliðarlínunni. Við erum með þjálfara í því. Þeir eru fullfærir um að sjá um það. En að einhverju leiti, alla daga, mun ég styðja við bakið á þeim.“ Hann er spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu sem hann samsvarar sig hvað mest við. „Það er alltaf gaman að vinna fyrir KR. Þegar að talað var við mig á sínum tíma þá rann manni blóðið til skyldunnar. Maður hefur ekki alltaf verið í þeirri stöðu að geta svarað kallinu þegar að það hefur komið frá KR. En staðan er svona núna og þá er mér bæði skylt og ljúft að svara kallinu og reyna að hjálpa til.“
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira