Emma Hayes vann fyrsta leikinn og Cloé Eyja skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 12:41 Cloé Eyja Lacasse fagnar marki sínu sem var það fimmta hjá henni með A-landsliði Kanada. AP/Graham Hughes Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar vel undir stjórn Emmu Hayes og Cloé Eyja Lacasse var á skotskónum með kanadíska landsliðinu. Bandarísku stelpurnar unnu 4-0 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik Hayes. Hayes gerði Chelsea að enskum meisturum í vetur en hætti með liðið eftir tímabilið. Hún fær það stóra verkefni að koma bandaríska landsliðinu aftur á toppinn og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað vel. Mallory Swanson skoraði í leiknum sitt fyrsta mark í fimmtán mánuði fyrir landsliðið en hún sleit hnéskeljarsin á síðasta ári og missti af HM 2023. The USWNT defeat Korea Republic 4-0 in Emma Hayes' first game in charge 🇺🇸 pic.twitter.com/oDNc8xLxfg— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Swanson opnaði markareikninginn á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Sophiu Smith. Hún skoraði einnig fjórða markið á 74. mínútu en þá eftir sendingu frá Rose Lavelle. Tvö mörk í frábærri endurkomu hennar. Miðvörðurinn Tierna Davidson skoraði einnig tvö mörk í leiknum og í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu. Catarina Macario og Swanson lögðu upp mörk hennar, það fyrra á 38. mínútu og það síðasta á 48. mínútu. Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið en Hayes mun í framhaldinu líklegast velja átján manna hóp fyrir Ólympíuleikana í París. Eftir það mun liðið síðan spila vináttulandsleiki við Mexíkó og Kosta Ríka í júlí. Mallory Swanson scores the first goal of the Emma Hayes era 🇺🇸Watch USA vs. Korea Republic on TNT, TruTV and Max 📺 pic.twitter.com/zkVYgBeWkK— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse skoraði seinna mark Kanada í 2-0 sigri á Mexíkó. Þetta var hennar fimmta landsliðsmark fyrir Kanada. Lacasse kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í stöðunni 0-0. Adriana Leon skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Cloé það síðara á 86. mínútu. Hún slapp þá í gegn og skoraði af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan. Evelyne Viens, fyrrum leikmaður Íslendingaliðsins Kristianstad, lagði upp bæði mörkin. GOAL🍁🍁Cloé Lacasse doubles Canada's lead over Mexico with a patient finish after another perfect pass from Evelyne Viens🔴Watch the #CanWNT LIVE on OneSoccer pic.twitter.com/jp1qG60QCP— OneSoccer (@onesoccer) June 1, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Bandarísku stelpurnar unnu 4-0 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik Hayes. Hayes gerði Chelsea að enskum meisturum í vetur en hætti með liðið eftir tímabilið. Hún fær það stóra verkefni að koma bandaríska landsliðinu aftur á toppinn og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað vel. Mallory Swanson skoraði í leiknum sitt fyrsta mark í fimmtán mánuði fyrir landsliðið en hún sleit hnéskeljarsin á síðasta ári og missti af HM 2023. The USWNT defeat Korea Republic 4-0 in Emma Hayes' first game in charge 🇺🇸 pic.twitter.com/oDNc8xLxfg— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Swanson opnaði markareikninginn á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Sophiu Smith. Hún skoraði einnig fjórða markið á 74. mínútu en þá eftir sendingu frá Rose Lavelle. Tvö mörk í frábærri endurkomu hennar. Miðvörðurinn Tierna Davidson skoraði einnig tvö mörk í leiknum og í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu. Catarina Macario og Swanson lögðu upp mörk hennar, það fyrra á 38. mínútu og það síðasta á 48. mínútu. Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið en Hayes mun í framhaldinu líklegast velja átján manna hóp fyrir Ólympíuleikana í París. Eftir það mun liðið síðan spila vináttulandsleiki við Mexíkó og Kosta Ríka í júlí. Mallory Swanson scores the first goal of the Emma Hayes era 🇺🇸Watch USA vs. Korea Republic on TNT, TruTV and Max 📺 pic.twitter.com/zkVYgBeWkK— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse skoraði seinna mark Kanada í 2-0 sigri á Mexíkó. Þetta var hennar fimmta landsliðsmark fyrir Kanada. Lacasse kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í stöðunni 0-0. Adriana Leon skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Cloé það síðara á 86. mínútu. Hún slapp þá í gegn og skoraði af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan. Evelyne Viens, fyrrum leikmaður Íslendingaliðsins Kristianstad, lagði upp bæði mörkin. GOAL🍁🍁Cloé Lacasse doubles Canada's lead over Mexico with a patient finish after another perfect pass from Evelyne Viens🔴Watch the #CanWNT LIVE on OneSoccer pic.twitter.com/jp1qG60QCP— OneSoccer (@onesoccer) June 1, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn