Cristiano Ronaldo grét eftir tap í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 11:30 Cristiano Ronaldo átti mjög erfitt með sætta sig við tap Al-Nassr í bikarúrslitaleiknum. Getty/Elie Hokayem Cristiano Ronaldo sat grátandi á varamannbekknum eftir að Al Nassr tapaði sádi-arabíska bikarúrslitaleiknum í gær. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Al Hilal hafði betur 5-4. Sjálfum leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Ronaldo féll í grasið í leikslok og virtist hreinlega vera alveg óhuggandi. Þetta tap þýðir að hann vinnur engan titil á þessu tímabili. Þrátt fyrir að hafa unnið fjölda titla á ferlinum, þar á meðal Meistaradeildina fimm sinnum, þá var eins og Ronaldo væri að missa af stærsta titli ferilsins, slík voru vonbrigðin. In every high and every low, we stand with you @Cristiano. pic.twitter.com/xbolcqsGIH— TCR. (@TeamCRonaldo) June 1, 2024 Al Nassr endaði einnig í öðru sæti í deildinni en þar setti hinn 39 ára gamli Ronaldo markamet með því að skora 35 mörk. Ronaldo náði ekki að skora í leiknum. Aleksandar Mitrovic skoraði mark Al Hilal en Aiman Yahya jafnaði fyrir Al Nassr. Þrjú rauð spjöld fóru á loft. David Ospina hjá Al Nassr fékk rautt en þeir Ali Al-Bulayhi og Kalidou Koulibaly hjá Al Hilal voru líka sendir snemma í sturtu. Yassine Bounou, markvörður Al Hilal, var hetjan í vítakeppninni, því hann varði tvær síðustu vítaspyrnur leikmanna Al Nassr. Ronaldo tók aðra spyrnu síns liðs og skoraði. Al Hilal vinnur því tvöfalt á leiktíðinni þrátt fyrir að missa brasilísku stórstjörnina Neymar í krossbandsslit fyrir tímabilið. Hann missti af allri leiktíðinni. Neymar var meðal áhorfenda í gær. Cristiano Ronaldo est INCONSOLABLE après la défaite aux tirs au but d'Al Nassr face à Al Hilal en finale de Coupe du roi des champions 🥺#AlHilalAlNassr pic.twitter.com/xLozSBYr9T— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) May 31, 2024 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira
Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Al Hilal hafði betur 5-4. Sjálfum leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Ronaldo féll í grasið í leikslok og virtist hreinlega vera alveg óhuggandi. Þetta tap þýðir að hann vinnur engan titil á þessu tímabili. Þrátt fyrir að hafa unnið fjölda titla á ferlinum, þar á meðal Meistaradeildina fimm sinnum, þá var eins og Ronaldo væri að missa af stærsta titli ferilsins, slík voru vonbrigðin. In every high and every low, we stand with you @Cristiano. pic.twitter.com/xbolcqsGIH— TCR. (@TeamCRonaldo) June 1, 2024 Al Nassr endaði einnig í öðru sæti í deildinni en þar setti hinn 39 ára gamli Ronaldo markamet með því að skora 35 mörk. Ronaldo náði ekki að skora í leiknum. Aleksandar Mitrovic skoraði mark Al Hilal en Aiman Yahya jafnaði fyrir Al Nassr. Þrjú rauð spjöld fóru á loft. David Ospina hjá Al Nassr fékk rautt en þeir Ali Al-Bulayhi og Kalidou Koulibaly hjá Al Hilal voru líka sendir snemma í sturtu. Yassine Bounou, markvörður Al Hilal, var hetjan í vítakeppninni, því hann varði tvær síðustu vítaspyrnur leikmanna Al Nassr. Ronaldo tók aðra spyrnu síns liðs og skoraði. Al Hilal vinnur því tvöfalt á leiktíðinni þrátt fyrir að missa brasilísku stórstjörnina Neymar í krossbandsslit fyrir tímabilið. Hann missti af allri leiktíðinni. Neymar var meðal áhorfenda í gær. Cristiano Ronaldo est INCONSOLABLE après la défaite aux tirs au but d'Al Nassr face à Al Hilal en finale de Coupe du roi des champions 🥺#AlHilalAlNassr pic.twitter.com/xLozSBYr9T— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) May 31, 2024
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira