Rígur framtíðar eða valdaskipti: „Við munum snúa aftur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 23:30 Irene Paredes og Lucy Bronze með Lindsey Horan samlokaða á milli sín í úrslitaleiknum. EPA-EFE/LUIS TEJIDO Á laugardag vann Barcelona 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Barcelona hefur nú unnið Meistaradeildina tvö ár í röð, keppni sem Lyon einokaði lengi vel. Lyon var lengi vel langbesta lið Evrópu og jafnvel heims. Liðið vann keppnina fimm ár í röð en eftir að fyrirkomulagi hennar var breytt – úr eingöngu útsláttarkeppni yfir í riðlakeppni og útsláttarkeppni – hefur Barcelona stigið upp sem besta lið Evrópu, og heims. Barcelona hefur farið í úrslit undnafarin fjögur ár og orðið meistari þrívegis. Á sama tíma hefur liðið verið óstöðvandi heima fyrir sem og leikmenn þess hafa unnið síðustu þrjá Gullbolta (Ballon d´Or Féminin). Það er ef til vill lýsandi að Aitana Bonmatí - besta knattspyrnukona heims árið 2023 - hafi skorað fyrra mark Barcelona í úrslitunum, og Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims 2021 og 2022 – hafi komið af bekknum og skorað síðara markið. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá vann Lyon 3-1 sigur á Börsungum þegar liðin mættust í úrslitum vorið 2022 líkt. Sama var upp á teningnum þegar þau mættust vorið 2019. Raunar hafði Lyon aldrei tapað fyrir Barcelona, það er fyrr en á laugardaginn. Þá þurfti að fara áratug aftur í tímann til að finna síðasta tap liðsins í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að bæði Lyon og Barcelona hafa séð betri daga fjárhagslega þá virðist hafa hallað undir fæti hjá kvennaliði Lyon á meðan kvennalið Barcelona er svo gott sem ósigrandi. Hin bandaríska Lindsey Horan sagði í viðtali að hún hefði engar áhyggjur af Lyon og vitnaði í Tortímandann þegar hún sagði „við munum snúa aftur“ (e. We will be back). Barcelona won their third #UWCL in four years & beat Lyon for the first time ever. But with new investment, the French side insist they'll come back stronger.@charlotteharpur on a shifting of power & how the women's game needs more than one huge rivalryhttps://t.co/4JOziIJ778— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 26, 2024 Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þessum risa kvennaboltans en Jonatan Giráldez Costas, þjálfari Barcelona, mun færa sig til Washington Spirit í Bandaríkjunum í sumar. Þá er Sonia Bompastor, þjálfari Lyon, á leið til Chelsea og hver veit – mögulega mun hún gera Chelsea að því Evrópuafli sem liðinu dreymir um eftir að einoka enska meistaratitilinn til fjölda ára. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Lyon var lengi vel langbesta lið Evrópu og jafnvel heims. Liðið vann keppnina fimm ár í röð en eftir að fyrirkomulagi hennar var breytt – úr eingöngu útsláttarkeppni yfir í riðlakeppni og útsláttarkeppni – hefur Barcelona stigið upp sem besta lið Evrópu, og heims. Barcelona hefur farið í úrslit undnafarin fjögur ár og orðið meistari þrívegis. Á sama tíma hefur liðið verið óstöðvandi heima fyrir sem og leikmenn þess hafa unnið síðustu þrjá Gullbolta (Ballon d´Or Féminin). Það er ef til vill lýsandi að Aitana Bonmatí - besta knattspyrnukona heims árið 2023 - hafi skorað fyrra mark Barcelona í úrslitunum, og Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims 2021 og 2022 – hafi komið af bekknum og skorað síðara markið. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá vann Lyon 3-1 sigur á Börsungum þegar liðin mættust í úrslitum vorið 2022 líkt. Sama var upp á teningnum þegar þau mættust vorið 2019. Raunar hafði Lyon aldrei tapað fyrir Barcelona, það er fyrr en á laugardaginn. Þá þurfti að fara áratug aftur í tímann til að finna síðasta tap liðsins í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að bæði Lyon og Barcelona hafa séð betri daga fjárhagslega þá virðist hafa hallað undir fæti hjá kvennaliði Lyon á meðan kvennalið Barcelona er svo gott sem ósigrandi. Hin bandaríska Lindsey Horan sagði í viðtali að hún hefði engar áhyggjur af Lyon og vitnaði í Tortímandann þegar hún sagði „við munum snúa aftur“ (e. We will be back). Barcelona won their third #UWCL in four years & beat Lyon for the first time ever. But with new investment, the French side insist they'll come back stronger.@charlotteharpur on a shifting of power & how the women's game needs more than one huge rivalryhttps://t.co/4JOziIJ778— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 26, 2024 Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þessum risa kvennaboltans en Jonatan Giráldez Costas, þjálfari Barcelona, mun færa sig til Washington Spirit í Bandaríkjunum í sumar. Þá er Sonia Bompastor, þjálfari Lyon, á leið til Chelsea og hver veit – mögulega mun hún gera Chelsea að því Evrópuafli sem liðinu dreymir um eftir að einoka enska meistaratitilinn til fjölda ára.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15