Alþingi slátrar jafnræðisreglunni Ólafur Stephensen skrifar 24. maí 2024 13:16 Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald. Í opinberri umræðu er þessum innflutningi oft stillt upp sem ógn við innlenda búvöruframleiðslu, en staðreyndin er þó sú að innlendir framleiðendur, einkum kjötafurðastöðvar, flytja inn drjúgan hluta tollkvótans. Frá ársbyrjun 2022 hafa innlendar afurðastöðvar, sláturhús og tengd fyrirtæki, flutt inn 90% tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB, 46% tollkvóta fyrir alifuglakjöt ræktað með hefðbundnum hætti og 24% nautakjötskvótans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, stór aðildarfélög Alþýðusambandins og fleiri samtök hafa bent á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar keppi við innflutningsfyrirtæki um tollkvótana. Með því að bjóða hátt í kvótana tryggja afurðastöðvarnar hlutdeild sína í innflutningnum, en stuðla jafnframt að hækkun á verði innfluttu vörunnar og þar með að því að hægt sé að halda uppi verði innlendrar framleiðslu, sem fær minni samkeppni fyrir vikið. Stjórnvöld hafa í engu sinnt ítrekuðum ábendingum um að með þessu sé innlendum framleiðendum í raun gert kleift að hindra þá samkeppni við sjálfa sig, sem tollkvótarnir áttu að skapa. Sumir undanþegnir refsingu, aðrir ekki Nú hefur ríkisvaldið þvert á móti bætt um betur, með því að veita kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum með nýlegum breytingum Alþingis á búvörulögum. Í bréfi matvælaráðuneytisins til atvinnuveganefndar þingsins 8. apríl sl. segist ráðuneytið meta það svo að undanþága afurðastöðvanna nái einnig til annars rekstrar þeirra en slátrunar og vinnslu kjötafurða, t.d. til innflutnings landbúnaðarafurða. Samráð afurðastöðvanna um tilboð í tollkvóta er þá líka undanþegið bannákvæðum samkeppnislaganna. Þetta þýðir að stjórnendur afurðastöðvanna geta átt með sér samráð um tilboð í tollkvóta til að tryggja sér enn stærri hluta af honum og hækka á honum verðið til að draga úr samkeppni innflutnings við eigin framleiðslu. Slíkt samráð hefði engar afleiðingar fyrir þá, af því að samkeppnislögin og refsiákvæði þeirra hafa verið tekin úr sambandi. Stjórnendur kjötinnflutningsfyrirtækja, sem eru ekki afurðastöðvar, mega hins vegar ekki hafa með sér slíkt samráð. Við slíku athæfi þeirra liggur allt að sex ára fangelsisrefsing, skv. tölulið d. í 41. grein a. í samkeppislögum. Jafnræðisreglan er formfesting á hornsteini allrar réttlætiskenndar. Í henni felst að sömu reglur eigi við um þá sem eru í sömu stöðu. Sérstaklega er jafnræðisreglan mikilvæg þegar kemur að því að ákveða hvaða háttsemi sé refsiverð í samfélagi okkar. Þegar ákveðið er að einum hópi fyrirtækja sé heimilt að fremja verknað sem öðrum væri refsað fyrir, við nákvæmlega sömu aðstæður, er almennri réttlætiskennd misboðið. Einmitt það hefur Alþingi gert með því að koma á ástandi, þar sem hópur stjórnenda fyrirtækja er undanþeginn refsingu fyrir brot, sem keppinautar þeirra á sama markaði geta fengið sekt eða sex ára fangelsi fyrir. Þetta er eitt af mörgum atriðum í hinni nýlegu breytingu á búvörulögunum sem gerir hana að ólögum, sem þarf að hnekkja eða draga til baka. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Alþingi Evrópusambandið Neytendur Atvinnurekendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald. Í opinberri umræðu er þessum innflutningi oft stillt upp sem ógn við innlenda búvöruframleiðslu, en staðreyndin er þó sú að innlendir framleiðendur, einkum kjötafurðastöðvar, flytja inn drjúgan hluta tollkvótans. Frá ársbyrjun 2022 hafa innlendar afurðastöðvar, sláturhús og tengd fyrirtæki, flutt inn 90% tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB, 46% tollkvóta fyrir alifuglakjöt ræktað með hefðbundnum hætti og 24% nautakjötskvótans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, stór aðildarfélög Alþýðusambandins og fleiri samtök hafa bent á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar keppi við innflutningsfyrirtæki um tollkvótana. Með því að bjóða hátt í kvótana tryggja afurðastöðvarnar hlutdeild sína í innflutningnum, en stuðla jafnframt að hækkun á verði innfluttu vörunnar og þar með að því að hægt sé að halda uppi verði innlendrar framleiðslu, sem fær minni samkeppni fyrir vikið. Stjórnvöld hafa í engu sinnt ítrekuðum ábendingum um að með þessu sé innlendum framleiðendum í raun gert kleift að hindra þá samkeppni við sjálfa sig, sem tollkvótarnir áttu að skapa. Sumir undanþegnir refsingu, aðrir ekki Nú hefur ríkisvaldið þvert á móti bætt um betur, með því að veita kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum með nýlegum breytingum Alþingis á búvörulögum. Í bréfi matvælaráðuneytisins til atvinnuveganefndar þingsins 8. apríl sl. segist ráðuneytið meta það svo að undanþága afurðastöðvanna nái einnig til annars rekstrar þeirra en slátrunar og vinnslu kjötafurða, t.d. til innflutnings landbúnaðarafurða. Samráð afurðastöðvanna um tilboð í tollkvóta er þá líka undanþegið bannákvæðum samkeppnislaganna. Þetta þýðir að stjórnendur afurðastöðvanna geta átt með sér samráð um tilboð í tollkvóta til að tryggja sér enn stærri hluta af honum og hækka á honum verðið til að draga úr samkeppni innflutnings við eigin framleiðslu. Slíkt samráð hefði engar afleiðingar fyrir þá, af því að samkeppnislögin og refsiákvæði þeirra hafa verið tekin úr sambandi. Stjórnendur kjötinnflutningsfyrirtækja, sem eru ekki afurðastöðvar, mega hins vegar ekki hafa með sér slíkt samráð. Við slíku athæfi þeirra liggur allt að sex ára fangelsisrefsing, skv. tölulið d. í 41. grein a. í samkeppislögum. Jafnræðisreglan er formfesting á hornsteini allrar réttlætiskenndar. Í henni felst að sömu reglur eigi við um þá sem eru í sömu stöðu. Sérstaklega er jafnræðisreglan mikilvæg þegar kemur að því að ákveða hvaða háttsemi sé refsiverð í samfélagi okkar. Þegar ákveðið er að einum hópi fyrirtækja sé heimilt að fremja verknað sem öðrum væri refsað fyrir, við nákvæmlega sömu aðstæður, er almennri réttlætiskennd misboðið. Einmitt það hefur Alþingi gert með því að koma á ástandi, þar sem hópur stjórnenda fyrirtækja er undanþeginn refsingu fyrir brot, sem keppinautar þeirra á sama markaði geta fengið sekt eða sex ára fangelsi fyrir. Þetta er eitt af mörgum atriðum í hinni nýlegu breytingu á búvörulögunum sem gerir hana að ólögum, sem þarf að hnekkja eða draga til baka. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun