„Förum glaðir úr Lautinni“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:53 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Fylki í Lautinni í kvöld. Leikurinn var undarlegur fyrir margar sakir þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn framan af leik en Blikar náðu þessum þremur mörkum. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn eftir leik. „Það er auðvitað gott að koma hingað og taka þrjú stig á móti spræku Fylkisliði. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur. Sumt var gott en annað getum við bætt. Það að halda hreinu og skora þrjú mörk er mjög gott. Förum glaðir úr Lautinni.“ sagði Halldór. Fylkir voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en fá óvænt á sig mark í lok hálfleiksins sem kemur Blikum yfir. „Breytti mjög miklu að fá þetta mark. Fannst við skapa stöðu eftir stöðu þar sem við gátum búið til betri færi en vorum klaufar. Vantaði ákveðin gæði þegar við vorum komnir í ákveðnar stöður til að búa til afgerandi færi. En auðvitað breytti markið dínamíkinni í leiknum.“ Sagði Halldór um markið og bætti við um frammistöðuna. „Við komumst frá þessum leik án þess að fá á okkur færi. Höldum hreinu og skorum þrjú mörk. Að mínu mati fáum við stöður og færi til að skora fleiri mörk. Mér fannst við gera vel þegar Fylkismenn voru komnir framar á völlinn þar sem við gerðum við að spila í gegnum þá. Mér fannst við verjast vel neðar á vellinum. Hefðum getað pressað þá betur, féllum aðeins of langt niður í byrjun seinni hálfleiksins. Höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki.“ Aron Bjarnason skoraði fyrsta mark Breiðabliks á uppbótartíma fyrri hálfleiks en fór svo út af í hálfleiknum. Það átti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann var búinn að vera á annarri löppinni lengi. Þetta var spurning um að eyða stoppi í að taka hann útaf á 41. mínútur eða hvort hann næði að þrauka hálfleikinn. Sem betur fer gerðum við það og hann endar á að skora. Hann sneri sig snemma í leiknum og harkaði af sér.“ Breiðablik fer uppí tólf stig eftir sigurinn og stekkur upp töfluna. Halldór var bjartsýnn á framhaldið. „Það eru níu dagar í næstu leik, það er kærkomið frí. Okkur veitir ekkert að því. Hópurinn er búinn að vera þunnur í síðustu leikjum. Við erum með menn sem eru meiddir og þurfa að komast í betra form. Þurfum að nýta þetta frí vel.“ Fótbolti Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Sjá meira
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn eftir leik. „Það er auðvitað gott að koma hingað og taka þrjú stig á móti spræku Fylkisliði. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur. Sumt var gott en annað getum við bætt. Það að halda hreinu og skora þrjú mörk er mjög gott. Förum glaðir úr Lautinni.“ sagði Halldór. Fylkir voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en fá óvænt á sig mark í lok hálfleiksins sem kemur Blikum yfir. „Breytti mjög miklu að fá þetta mark. Fannst við skapa stöðu eftir stöðu þar sem við gátum búið til betri færi en vorum klaufar. Vantaði ákveðin gæði þegar við vorum komnir í ákveðnar stöður til að búa til afgerandi færi. En auðvitað breytti markið dínamíkinni í leiknum.“ Sagði Halldór um markið og bætti við um frammistöðuna. „Við komumst frá þessum leik án þess að fá á okkur færi. Höldum hreinu og skorum þrjú mörk. Að mínu mati fáum við stöður og færi til að skora fleiri mörk. Mér fannst við gera vel þegar Fylkismenn voru komnir framar á völlinn þar sem við gerðum við að spila í gegnum þá. Mér fannst við verjast vel neðar á vellinum. Hefðum getað pressað þá betur, féllum aðeins of langt niður í byrjun seinni hálfleiksins. Höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki.“ Aron Bjarnason skoraði fyrsta mark Breiðabliks á uppbótartíma fyrri hálfleiks en fór svo út af í hálfleiknum. Það átti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann var búinn að vera á annarri löppinni lengi. Þetta var spurning um að eyða stoppi í að taka hann útaf á 41. mínútur eða hvort hann næði að þrauka hálfleikinn. Sem betur fer gerðum við það og hann endar á að skora. Hann sneri sig snemma í leiknum og harkaði af sér.“ Breiðablik fer uppí tólf stig eftir sigurinn og stekkur upp töfluna. Halldór var bjartsýnn á framhaldið. „Það eru níu dagar í næstu leik, það er kærkomið frí. Okkur veitir ekkert að því. Hópurinn er búinn að vera þunnur í síðustu leikjum. Við erum með menn sem eru meiddir og þurfa að komast í betra form. Þurfum að nýta þetta frí vel.“
Fótbolti Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Sjá meira