Sumargjafir Gunnar Ingi Björnsson skrifar 8. maí 2024 18:30 Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa. Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að borgastjórn Reykjavíkur hafi kosið að afhenda borgarbúum styttri opnunartíma í sundlaugum sínum núna á vor mánuðum og sumarið rétt að ganga í garð. Einskonar öfugsnúin sumargjöf, með horn og hala. Aðhaldsaðgerðir og aukin þjónusta haldast reyndar oft í hendur líkt og fýsibelgur sem dregst inn og út. Opnunartími sundlauga hefur fylgt þeim takti í gegnum árin en fólk virtist blessunarlega hafa áttað sig á að farsælast væri að hafa opnunartíma eins rúma og hægt væri. Ekki flækja það sem ekki þarf að flækja. Enda er sundlaugin orðin samofin menningu okkar Íslendinga með sambærilegum hætti og Finnar eru þekktir fyrir sínar saunur og ameríkaninn er fyrir hamborgara. Þann 1. apríl síðastliðin voru klipptar tvær klukkustundir aftan af opnunartíma lauganna á laugardags og sunnudagskvöldum – klukkustund hvorn dag og þeim lokað 21:00 í stað 22:00 eins og virka daga. Af hverju urðu laugardags og sunnudagskvöld fyrir valinu? Oft er ekki þverfótað fyrir mannskap í laugunum á þeim tíma og þá kannski sérstaklega einmitt á sumrin. Sundlaugarnar eru nefnilega stór fjárfesting sem Reykjavík hefur komið sér upp fyrir útsvar okkar borgarbúa og eðlilegt er að nýta slíkar fjárfestingar vel og hafa þær opnar þegar borgarbúum hentar – eins lengi og skynsamlegt er. Ekki ætla ég að gerast svo yfirlætislegur að leggja til að laugarnar væru fremur opnaðar seinna á morgnanna. Þó rennur mér í grun að mótmæl hefðu orðið háværari ef ákveðið hefði verið að skerða opnunartíma lauganna að morgni til. Reyndar er ég nokkuð viss um að slíkt hefði ekki verið látið fram ganga. Sérstaklega ef það hefði komið fram að sparnaðurinn sem um ræðir næmi 20 milljónum króna í heildina, fyrir allar laugar Reykjavíkur. Hið merkilega er nefnilega að þessu fylgdu, að ég best get skilið, engar breytingar á vaktafyrirkomulagi fremur en að stytta vaktir starfsmanna og lausráðinna starfsmanna. Engar heildrænar breytingar sem skipt gætu máli, nei, bara styttri vaktir og greiða „örlítið“ minni laun. Flækja það sem ekki var sérlega flókið, sundlaugarnar opnar alla daga til 22:00 á kvöldin. Í samhengi við þetta má t.d. horfa til þess að Reykjavík ráðstafar árlega umtalsverðum fjármunum í íbúakosningar þar sem íbúar geta lagt hitt og þetta til sem er þá kosið um hvort af verður. Þar sjást tölur oft mun hærri en þessar tölur í hin ýmsu verkefni sem ég hef oft verulegar efasemdir um að séu í raun nýttar. Væri ekki nær lagi að setja peninginn þar sem við vitum að hann er nýttur? Efalaust eru einhverjir sem munu fetta fingur út í verið sé að fetta fingur út í þessa breytingar. Telja þá væntanlega að þetta sé slíkt smámál að það ekki eigi skilið athygli, þegar mun stærri mál blasa við. Þeim er frjálst að fetta alla sínar 10 fingur eins og þeir vilja. Í hinu stóra samhengi eru 20 milljónir nefnilega ekki tala sem mun skipta neinu höfuðmáli í rekstri Reykjavíkurborgar. Af fréttum að dæma eru mörg betri og stærri tækifæri sem gefast til þess að spara í rekstri borgarinnar. Þar ætti líka athyglin að vera. Nýr borgarstjóri tók við keflinu nú fyrr á árinu. Hans bíða mörg og stór verkefni og kannski best að hafa sem færst orð um það. Þeir sem veittu honum brautargöngu munu efalaust fylgjast vel með hvernig honum gengur að feta sig áfram í að leysa úr þeim verkefnum. Atkvæði þeirra í næstu kosningum byggist væntanlega á hvernig honum farnast. Svo verður einnig með mitt atkvæði. Ég ætla reyndar líka að horfa til þess hvaða skilaboð ég tel borgina almennt vera að senda almennum útsvarsgreiðendum eins og mér. Sem dæmi með aðgerðum eins og þessari ómerkilegu og vitlausu þjónustuskerðingu. Ég ætla líka að velta fyrir mér hvort ég hafi fengið einhverja sumargjöf þetta árið. Höfundur er reglufastur Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. 7. apríl 2024 17:01 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa. Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að borgastjórn Reykjavíkur hafi kosið að afhenda borgarbúum styttri opnunartíma í sundlaugum sínum núna á vor mánuðum og sumarið rétt að ganga í garð. Einskonar öfugsnúin sumargjöf, með horn og hala. Aðhaldsaðgerðir og aukin þjónusta haldast reyndar oft í hendur líkt og fýsibelgur sem dregst inn og út. Opnunartími sundlauga hefur fylgt þeim takti í gegnum árin en fólk virtist blessunarlega hafa áttað sig á að farsælast væri að hafa opnunartíma eins rúma og hægt væri. Ekki flækja það sem ekki þarf að flækja. Enda er sundlaugin orðin samofin menningu okkar Íslendinga með sambærilegum hætti og Finnar eru þekktir fyrir sínar saunur og ameríkaninn er fyrir hamborgara. Þann 1. apríl síðastliðin voru klipptar tvær klukkustundir aftan af opnunartíma lauganna á laugardags og sunnudagskvöldum – klukkustund hvorn dag og þeim lokað 21:00 í stað 22:00 eins og virka daga. Af hverju urðu laugardags og sunnudagskvöld fyrir valinu? Oft er ekki þverfótað fyrir mannskap í laugunum á þeim tíma og þá kannski sérstaklega einmitt á sumrin. Sundlaugarnar eru nefnilega stór fjárfesting sem Reykjavík hefur komið sér upp fyrir útsvar okkar borgarbúa og eðlilegt er að nýta slíkar fjárfestingar vel og hafa þær opnar þegar borgarbúum hentar – eins lengi og skynsamlegt er. Ekki ætla ég að gerast svo yfirlætislegur að leggja til að laugarnar væru fremur opnaðar seinna á morgnanna. Þó rennur mér í grun að mótmæl hefðu orðið háværari ef ákveðið hefði verið að skerða opnunartíma lauganna að morgni til. Reyndar er ég nokkuð viss um að slíkt hefði ekki verið látið fram ganga. Sérstaklega ef það hefði komið fram að sparnaðurinn sem um ræðir næmi 20 milljónum króna í heildina, fyrir allar laugar Reykjavíkur. Hið merkilega er nefnilega að þessu fylgdu, að ég best get skilið, engar breytingar á vaktafyrirkomulagi fremur en að stytta vaktir starfsmanna og lausráðinna starfsmanna. Engar heildrænar breytingar sem skipt gætu máli, nei, bara styttri vaktir og greiða „örlítið“ minni laun. Flækja það sem ekki var sérlega flókið, sundlaugarnar opnar alla daga til 22:00 á kvöldin. Í samhengi við þetta má t.d. horfa til þess að Reykjavík ráðstafar árlega umtalsverðum fjármunum í íbúakosningar þar sem íbúar geta lagt hitt og þetta til sem er þá kosið um hvort af verður. Þar sjást tölur oft mun hærri en þessar tölur í hin ýmsu verkefni sem ég hef oft verulegar efasemdir um að séu í raun nýttar. Væri ekki nær lagi að setja peninginn þar sem við vitum að hann er nýttur? Efalaust eru einhverjir sem munu fetta fingur út í verið sé að fetta fingur út í þessa breytingar. Telja þá væntanlega að þetta sé slíkt smámál að það ekki eigi skilið athygli, þegar mun stærri mál blasa við. Þeim er frjálst að fetta alla sínar 10 fingur eins og þeir vilja. Í hinu stóra samhengi eru 20 milljónir nefnilega ekki tala sem mun skipta neinu höfuðmáli í rekstri Reykjavíkurborgar. Af fréttum að dæma eru mörg betri og stærri tækifæri sem gefast til þess að spara í rekstri borgarinnar. Þar ætti líka athyglin að vera. Nýr borgarstjóri tók við keflinu nú fyrr á árinu. Hans bíða mörg og stór verkefni og kannski best að hafa sem færst orð um það. Þeir sem veittu honum brautargöngu munu efalaust fylgjast vel með hvernig honum gengur að feta sig áfram í að leysa úr þeim verkefnum. Atkvæði þeirra í næstu kosningum byggist væntanlega á hvernig honum farnast. Svo verður einnig með mitt atkvæði. Ég ætla reyndar líka að horfa til þess hvaða skilaboð ég tel borgina almennt vera að senda almennum útsvarsgreiðendum eins og mér. Sem dæmi með aðgerðum eins og þessari ómerkilegu og vitlausu þjónustuskerðingu. Ég ætla líka að velta fyrir mér hvort ég hafi fengið einhverja sumargjöf þetta árið. Höfundur er reglufastur Reykvíkingur
Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. 7. apríl 2024 17:01
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun