„Skítkastið var ógeðslegt“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 11:22 Vigdís Hauksdóttir stóð í ströngu meðan hún starfaði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún var kærð fyrir einelti gegn starfsmönnum, hún barðist eins og ljón í braggamálinu svokallaða en ekkert jafnaðist þó á við bensínstöðvalóðamálið. Hún hrósar nú sigri, loksins. vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. „Loksins, loksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu. Hún segir að loks hafi stærsta málið sem hún tók á í borgarstjórn fengið almennilega umfjöllun í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. „Bragginn var smámál miðað við bensínstöðvadílinn. Ég sat undir árásum mánuðum saman en gaf ekkert eftir í þágu borgarbúa, skítkastið var ógeðslegt,“ segir Vigdís. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað eftir að María Sigrún birti umfjöllun sína sem hún ætlaði í Kveik en var færð yfir í Kastljósið. En þar fjallar hún um samning borgarinnar við bensínstöðvar en til stóð að fækka bensínstöðvum í borginni og var liður í þeim samningum, í sem skemmstu máli, að bensínfélögin fengu lóðirnar afhentar gegn því að hætta starfsemi. „Verðmæti dílsins er langtum meira virði en 10 milljarðar, þegar Hagar sem eiga og reka Olís hafa þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa,“ segir Vigdís. En Olís hafi fengið minnst út úr samningnum í fyrsta fasa. „Virðið er a.m.k. 20 milljarðar,“ segir Vigdís. Hún segir að þá hafi verið eftir framtíðarsamningarnir í fasa 2 og 3, sem voru undir samtímis. Þar hafi verið dulin ómetanleg verðmæti sem hlaupi á tugum milljarða. Vigdís segir ekkert sem heitir, þetta megi ekki gerast aftur. Eða … „eins og einn stjórnmálamaður orðaði það í gær – allur gjörningurinn er yfirstaðinn.“ Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Bensín og olía Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37 Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóra Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
„Loksins, loksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu. Hún segir að loks hafi stærsta málið sem hún tók á í borgarstjórn fengið almennilega umfjöllun í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. „Bragginn var smámál miðað við bensínstöðvadílinn. Ég sat undir árásum mánuðum saman en gaf ekkert eftir í þágu borgarbúa, skítkastið var ógeðslegt,“ segir Vigdís. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað eftir að María Sigrún birti umfjöllun sína sem hún ætlaði í Kveik en var færð yfir í Kastljósið. En þar fjallar hún um samning borgarinnar við bensínstöðvar en til stóð að fækka bensínstöðvum í borginni og var liður í þeim samningum, í sem skemmstu máli, að bensínfélögin fengu lóðirnar afhentar gegn því að hætta starfsemi. „Verðmæti dílsins er langtum meira virði en 10 milljarðar, þegar Hagar sem eiga og reka Olís hafa þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa,“ segir Vigdís. En Olís hafi fengið minnst út úr samningnum í fyrsta fasa. „Virðið er a.m.k. 20 milljarðar,“ segir Vigdís. Hún segir að þá hafi verið eftir framtíðarsamningarnir í fasa 2 og 3, sem voru undir samtímis. Þar hafi verið dulin ómetanleg verðmæti sem hlaupi á tugum milljarða. Vigdís segir ekkert sem heitir, þetta megi ekki gerast aftur. Eða … „eins og einn stjórnmálamaður orðaði það í gær – allur gjörningurinn er yfirstaðinn.“
Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Bensín og olía Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37 Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóra Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37
Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52
Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13
Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24