Lýkur Gylfi markaþurrð Vals á Kópavogsvelli? Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 15:45 Valsmenn hafa gert öll þrjú mörk sín til þessa á heimavelli en tókst ekki að skora í Garðabæ og Árbæ. vísir/Diego Valsmönnum hefur gengið illa að skora á Kópavogsvelli síðustu ár og þurfa að bæta úr því í kvöld þegar þeir mæta Blikum, eftir slæma byrjun á leiktíðinni í Bestu deild karla í fótbolta. Valsmenn eru aðeins með fimm stig eftir fjóra leiki, og hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni eða þrjú. Það eru því ekki góðar fréttir að liðið þurfi að bæta úr markaleysinu á Kópavogsvelli, því þar hefur Valur ekki skorað mark í síðustu þremur heimsóknum í Bestu deildinni. Þessu ætla gestirnir að breyta í kvöld en leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu og ljóst að færri komast að en vilja. Uppselt er í nýju stúkuna fyrir leikinn á móti Val í kvöld en eingöngu eru laus sæti í gesta hólfið. Verið er að opna fyrir sölu í gömlu stúkuna og stefnir í að það verði hratt uppselt þar líka💚Miðar eru hér: https://t.co/rhWO6cYhHz pic.twitter.com/BegsaU6Jcp— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 6, 2024 Breiðablik hélt marki sínu hreinu í aðeins tveimur heimaleikjum í Bestu deildinni í fyrra en annar þeirra var 1-0 sigurinn gegn Val fyrir ári síðan, þar sem Stefán Ingi Sigurðarson gerði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. Árið 2022 var það Ísak Snær Þorvaldsson sem skoraði eina markið í sigri Blika, og árið 2021 vann Breiðablik 3-0 sigur þar sem Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Kristinn Steindórsson eitt. Blikar haldið hreinu heima í sumar Í þessum leikjum var Valur vissulega ekki með Gylfa Þór Sigurðsson í sínum röðum, eða Jónatan Inga Jónsson. Þeir hafa þó ekki verið heitir uppi við mark andstæðinganna en Gylfi skorað eitt mark. Hin tvö deildarmörk Vals hafa komið frá Patrick Pedersen. Það eru heldur ekki góðar fréttir fyrir Val að Breiðablik hefur haldið markinu hreinu í báðum heimaleikjum sínum í sumar, og þannig nú þegar jafnað þann árangur sinn frá því í fyrra, en liðið vann FH 2-0 í fyrsta heimaleik og svo Vestra 4-0. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og bein útsending á Stöð 2 Sport hefst korteri fyrr. Leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum 5. umferðar í Stúkunni fljótlega eftir leik. Besta deild karla Breiðablik Valur Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Valsmenn eru aðeins með fimm stig eftir fjóra leiki, og hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni eða þrjú. Það eru því ekki góðar fréttir að liðið þurfi að bæta úr markaleysinu á Kópavogsvelli, því þar hefur Valur ekki skorað mark í síðustu þremur heimsóknum í Bestu deildinni. Þessu ætla gestirnir að breyta í kvöld en leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu og ljóst að færri komast að en vilja. Uppselt er í nýju stúkuna fyrir leikinn á móti Val í kvöld en eingöngu eru laus sæti í gesta hólfið. Verið er að opna fyrir sölu í gömlu stúkuna og stefnir í að það verði hratt uppselt þar líka💚Miðar eru hér: https://t.co/rhWO6cYhHz pic.twitter.com/BegsaU6Jcp— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 6, 2024 Breiðablik hélt marki sínu hreinu í aðeins tveimur heimaleikjum í Bestu deildinni í fyrra en annar þeirra var 1-0 sigurinn gegn Val fyrir ári síðan, þar sem Stefán Ingi Sigurðarson gerði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. Árið 2022 var það Ísak Snær Þorvaldsson sem skoraði eina markið í sigri Blika, og árið 2021 vann Breiðablik 3-0 sigur þar sem Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Kristinn Steindórsson eitt. Blikar haldið hreinu heima í sumar Í þessum leikjum var Valur vissulega ekki með Gylfa Þór Sigurðsson í sínum röðum, eða Jónatan Inga Jónsson. Þeir hafa þó ekki verið heitir uppi við mark andstæðinganna en Gylfi skorað eitt mark. Hin tvö deildarmörk Vals hafa komið frá Patrick Pedersen. Það eru heldur ekki góðar fréttir fyrir Val að Breiðablik hefur haldið markinu hreinu í báðum heimaleikjum sínum í sumar, og þannig nú þegar jafnað þann árangur sinn frá því í fyrra, en liðið vann FH 2-0 í fyrsta heimaleik og svo Vestra 4-0. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og bein útsending á Stöð 2 Sport hefst korteri fyrr. Leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum 5. umferðar í Stúkunni fljótlega eftir leik.
Besta deild karla Breiðablik Valur Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira