Mótmælendur og gagnmótmælendur tókust á Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 10:51 Tjaldbúðir til stuðnings Palestínu hafa risið við háskóla víðs vegar um Bandaríkin. AP/Jae C. Hong Bandarískir stúdentar hafa mótmælt stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa af miklum móði undanfarnar vikur og hafa tjaldbúðir risið við háskóla um landið allt. Snemma morguns í dag sauð upp úr í einum slíkum tjaldbúðum sem reistar hafa verið við UCLA-háskóla í Kaliforníu þegar gagnmótmælendur gerðu tilraun til að rífa búðirnar niður. Myndefni frá AP-fréttaveitunni af vettvangi sýnir mótmælendur beggja megin munda spýtnabrak en aðrir spjöld eða regnhlífar til að skýla sér. Sprengdir voru flugeldar og aðskotahlutum grýtt á beggja vegu. Klippa: Mótmælendur og gagnmótmælendur takast á í Kaliforníu Stjórnendur háskólans höfðu fáeinum tímum áður lýst því yfir að tjaldbúðirnar hefðu verið ólöglega reistar og stríddu gegn reglum skólans. Hópur gagnmótmælenda svöruðu kalli stjórnenda og kom svartklæddur á vettvang með hvítar grímur. Sumir gerðu tilraun til að komast inn í búðirnar en mótmælendurnir mynduðu vegg úr regnhlífum og sveifluðu að þeim heimagerðum bareflum auk þess sem piparúða var beitt á gagnmótmælendur sem hættu sér of nálægt varnarveggnum. Eftir um tvo tíma af átökum kom lögregla á svæðið klædd í óeirðabúnað og hófu gagnmótmælendur þá að tínast í burtu. Þó héldu átök áfram við búðirnar í fleiri klukkustundir þrátt fyrir viðveru lögreglu. Tugir handteknir og vísað úr námi Tugir háskólanema hafa verið handteknir eða vísað úr námi vegna þátttöku þeirra í slíkum mótmælum og kennsla hefur verið lögð niður víðs vegar um Bandaríkin. Reuters greinir frá því að tugir mótmælenda sem setið höfðu um kennslubyggingu í Columbia-háskóla hefðu verið handteknir þegar lögreglumenn komust inn í bygginguna um glugga á annarri hæð. Tjaldbúðir sem risið höfðu þar voru rýmdar og tjöldin fjarlægð. Mary Osako, vararektor UCLA-háskóla segir stjórnendum skólans bjóða við ofbeldinu. „Hræðilegt ofbeldi átti sér stað á tjaldbúðunum í kvöld og við leituðum strax til lögreglu fyrir aðstoð. Slökkvilið og sjúkralið er á vettvangi. Okkur býður við þessu tilgangslausa ofbeldi og því verður að ljúka,“ segir hún í tilkynningu. Kröfur mótmælendanna eru meðal annars að bandarískir háskólar hætti að stunda viðskipti við ísraelsk fyrirtæki eða fyrirtæki sem stutt hafa stríðsrekstur Ísraela á Gasa á einn eða annan hátt. Ekki liggur fyrir hversu margir særðust í átökunum. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Myndefni frá AP-fréttaveitunni af vettvangi sýnir mótmælendur beggja megin munda spýtnabrak en aðrir spjöld eða regnhlífar til að skýla sér. Sprengdir voru flugeldar og aðskotahlutum grýtt á beggja vegu. Klippa: Mótmælendur og gagnmótmælendur takast á í Kaliforníu Stjórnendur háskólans höfðu fáeinum tímum áður lýst því yfir að tjaldbúðirnar hefðu verið ólöglega reistar og stríddu gegn reglum skólans. Hópur gagnmótmælenda svöruðu kalli stjórnenda og kom svartklæddur á vettvang með hvítar grímur. Sumir gerðu tilraun til að komast inn í búðirnar en mótmælendurnir mynduðu vegg úr regnhlífum og sveifluðu að þeim heimagerðum bareflum auk þess sem piparúða var beitt á gagnmótmælendur sem hættu sér of nálægt varnarveggnum. Eftir um tvo tíma af átökum kom lögregla á svæðið klædd í óeirðabúnað og hófu gagnmótmælendur þá að tínast í burtu. Þó héldu átök áfram við búðirnar í fleiri klukkustundir þrátt fyrir viðveru lögreglu. Tugir handteknir og vísað úr námi Tugir háskólanema hafa verið handteknir eða vísað úr námi vegna þátttöku þeirra í slíkum mótmælum og kennsla hefur verið lögð niður víðs vegar um Bandaríkin. Reuters greinir frá því að tugir mótmælenda sem setið höfðu um kennslubyggingu í Columbia-háskóla hefðu verið handteknir þegar lögreglumenn komust inn í bygginguna um glugga á annarri hæð. Tjaldbúðir sem risið höfðu þar voru rýmdar og tjöldin fjarlægð. Mary Osako, vararektor UCLA-háskóla segir stjórnendum skólans bjóða við ofbeldinu. „Hræðilegt ofbeldi átti sér stað á tjaldbúðunum í kvöld og við leituðum strax til lögreglu fyrir aðstoð. Slökkvilið og sjúkralið er á vettvangi. Okkur býður við þessu tilgangslausa ofbeldi og því verður að ljúka,“ segir hún í tilkynningu. Kröfur mótmælendanna eru meðal annars að bandarískir háskólar hætti að stunda viðskipti við ísraelsk fyrirtæki eða fyrirtæki sem stutt hafa stríðsrekstur Ísraela á Gasa á einn eða annan hátt. Ekki liggur fyrir hversu margir særðust í átökunum.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira