Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. apríl 2024 23:37 Boeing 757-þota FarCargo lenti í fyrsta sinn á Vogaflugvelli þann 5. mars en á undanþágu. Jónis Albert Nielsen/jn.fo Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. FarCargo keypti þotuna í þeim megintilgangi að flytja ferskan eldislax úr sjókvíum Bakkafrosts, stærsta fyrirtækis Færeyinga, með sem skemmstum hætti á verðmæta markaði bæði í Evrópu og Ameríku. Var komu hennar fagnað með viðhöfn í byrjun marsmánaðar að viðstöddum helstu ráðamönnum eyjanna. Það þótti því heldur en ekki neyðarlegt þegar í ljós kom að flugvélin mátti ekki nota flugvöllinn þar sem vænghaf hennar var of breitt miðað við öryggisflokkun vallarins. Vogaflugvöllur var skráður með viðmiðunarkóða C, sem leyfir allt að 36 metra breitt vænghaf, en 757-þotan er með 41 metra vænghaf. Í C-flokki eru þotur eins og Airbus A-320 og Boeing 737. Þotan var upphaflega smíðuð til farþegaflugs árið 2001 en FarCargo lét breyta henni í fraktflugvél.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Málið var leyst til bráðabirgða með því að danska samgöngustofan veitti einskiptis undanþágu fyrir flugvélina svo hún mætti lenda í Færeyjum. Sú undanþága var síðan framlengd meðan leitað var varanlegrar lausnar en á meðan er vélin búin að fljúga fjölda ferða með lax, einkum til New York og Brussel. Kringvarp Færeyja greindi frá því í dag að dönsk samgönguyfirvöld væru núna búin að höggva á hnútinn. Niðurstaðan er sú að Vogaflugvöllur verður frá og með 1. maí færður upp í viðmiðunarkóða D. Það þýðir að flugvélar með allt að 52 metra vænghaf mega lenda í Færeyjum frá mánaðamótum. Í þeim flokki eru auk 757-þotunnar breiðþotur eins og Boeing 767 og Airbus A-330. Færeyjar Fréttir af flugi Boeing Airbus Danmörk Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
FarCargo keypti þotuna í þeim megintilgangi að flytja ferskan eldislax úr sjókvíum Bakkafrosts, stærsta fyrirtækis Færeyinga, með sem skemmstum hætti á verðmæta markaði bæði í Evrópu og Ameríku. Var komu hennar fagnað með viðhöfn í byrjun marsmánaðar að viðstöddum helstu ráðamönnum eyjanna. Það þótti því heldur en ekki neyðarlegt þegar í ljós kom að flugvélin mátti ekki nota flugvöllinn þar sem vænghaf hennar var of breitt miðað við öryggisflokkun vallarins. Vogaflugvöllur var skráður með viðmiðunarkóða C, sem leyfir allt að 36 metra breitt vænghaf, en 757-þotan er með 41 metra vænghaf. Í C-flokki eru þotur eins og Airbus A-320 og Boeing 737. Þotan var upphaflega smíðuð til farþegaflugs árið 2001 en FarCargo lét breyta henni í fraktflugvél.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Málið var leyst til bráðabirgða með því að danska samgöngustofan veitti einskiptis undanþágu fyrir flugvélina svo hún mætti lenda í Færeyjum. Sú undanþága var síðan framlengd meðan leitað var varanlegrar lausnar en á meðan er vélin búin að fljúga fjölda ferða með lax, einkum til New York og Brussel. Kringvarp Færeyja greindi frá því í dag að dönsk samgönguyfirvöld væru núna búin að höggva á hnútinn. Niðurstaðan er sú að Vogaflugvöllur verður frá og með 1. maí færður upp í viðmiðunarkóða D. Það þýðir að flugvélar með allt að 52 metra vænghaf mega lenda í Færeyjum frá mánaðamótum. Í þeim flokki eru auk 757-þotunnar breiðþotur eins og Boeing 767 og Airbus A-330.
Færeyjar Fréttir af flugi Boeing Airbus Danmörk Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48