Aðalsöngvari The Commitments stígur á svið í Háskólabíói Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2024 20:00 Andrew Strong fór ungur að árum með aðalhlutverkið í The Commitments árið 1991. Hann segist hafa gripið tækifærið til að komast til Íslands þegar honum bauðst að syngja á heiðurstónleikum í Háskólabíói. Stöð 2/Arnar Það verður mikið fjör á tónleiksýningu í Háskólabíói þegar fjölmennur hópur íslenskra tónlistarmanna flytur lög úr kvikmyndinni The Commitments frá árinu 1991. Andrew Strong, sem var aðalleikari og söngvari kvikmyndarinnar, kemur fram á sýningunni. Fréttastofan leit við á lokaæfingu fjölskipaðrar sveitar íslenskra tónlistarmanna og Andrew Strong í dag. Nú eru liðin um 35 ár frá því kvikmyndin The Commitments í leikstjórn Alans Parkers kom út og gerði mikla lukku. Aðalsöngvarinn Andrew Strong segir tónlistina lifa eins og alla góða tónlist. Andrew Strong er hæstánægður með íslensku tónlistarmennina sem koma fram með honum.Stöð 2/Arnar „Já, hún er enn vinsæl. Ég var að tala um það áðan, hver hefði trúað því að fimmtugur væri ég enn að syngja þessi lög? Nei, en það er frábært að vera hérna," segir Gréta Salome er listrænn stjórnandi sýningarinnar. Hverju mega áhorfendur búast við annað kvöld? „Alveg ótrúlega miklu stuði. Fyrst og fremst alveg geggjaðri tónlist sem er tímalaus, klassísk og allir þekkja,“ segir Gréta. Andrew er mjög spenntur fyrir tónleikasýningunni. „Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona sýningu. Þegar ég var beðinn um að vera með … var aðalaðdráttaraflið fyrir mig að koma til Íslands. Því ég hafði aldrei komið til Íslands svo mér fannst það frábært,” segir Andrew. Gréta Salome listrænn stjórnandi sýningarinnar lofar kröftugri tónleikasýningu.Stöð 2/Arnar Sýningin er einhvers konar óður til kvikmyndarinnar. „Við erum með Björn Stefánsson sem mun leiða okkur í gegnum sögu the Commitments. Líma sýninguna saman. En annars er þetta fyrst og fremst tónlistin. Tónlistin talar algerlega sínu máli í þessari sýningu,“ segir Gréta. Og sýningin verður líka ný upplifun fyrir Andrew. „Ég hef aldrei áður verið í sýningu til heiðurs The Commitments. Ég syng auðvitað Commitments-lög í minni eigin hljómsveit. Ég verð að syngja Mustang Sally og þess háttar því fólk dáir það lag og væntir þess að ég syngi það,” segir írski söngvarinn kampakátur með hljómsveitina. „Allir hljóma frábærlega og allir eru hlýir og vinalegir. Ég hlakka til að koma fram annað kvöld. Ef þú ert ekki með miða drífðu þig,” skoraði hann á áhorfendur kvöldfrétta. Tónleikar á Íslandi Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
Fréttastofan leit við á lokaæfingu fjölskipaðrar sveitar íslenskra tónlistarmanna og Andrew Strong í dag. Nú eru liðin um 35 ár frá því kvikmyndin The Commitments í leikstjórn Alans Parkers kom út og gerði mikla lukku. Aðalsöngvarinn Andrew Strong segir tónlistina lifa eins og alla góða tónlist. Andrew Strong er hæstánægður með íslensku tónlistarmennina sem koma fram með honum.Stöð 2/Arnar „Já, hún er enn vinsæl. Ég var að tala um það áðan, hver hefði trúað því að fimmtugur væri ég enn að syngja þessi lög? Nei, en það er frábært að vera hérna," segir Gréta Salome er listrænn stjórnandi sýningarinnar. Hverju mega áhorfendur búast við annað kvöld? „Alveg ótrúlega miklu stuði. Fyrst og fremst alveg geggjaðri tónlist sem er tímalaus, klassísk og allir þekkja,“ segir Gréta. Andrew er mjög spenntur fyrir tónleikasýningunni. „Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona sýningu. Þegar ég var beðinn um að vera með … var aðalaðdráttaraflið fyrir mig að koma til Íslands. Því ég hafði aldrei komið til Íslands svo mér fannst það frábært,” segir Andrew. Gréta Salome listrænn stjórnandi sýningarinnar lofar kröftugri tónleikasýningu.Stöð 2/Arnar Sýningin er einhvers konar óður til kvikmyndarinnar. „Við erum með Björn Stefánsson sem mun leiða okkur í gegnum sögu the Commitments. Líma sýninguna saman. En annars er þetta fyrst og fremst tónlistin. Tónlistin talar algerlega sínu máli í þessari sýningu,“ segir Gréta. Og sýningin verður líka ný upplifun fyrir Andrew. „Ég hef aldrei áður verið í sýningu til heiðurs The Commitments. Ég syng auðvitað Commitments-lög í minni eigin hljómsveit. Ég verð að syngja Mustang Sally og þess háttar því fólk dáir það lag og væntir þess að ég syngi það,” segir írski söngvarinn kampakátur með hljómsveitina. „Allir hljóma frábærlega og allir eru hlýir og vinalegir. Ég hlakka til að koma fram annað kvöld. Ef þú ert ekki með miða drífðu þig,” skoraði hann á áhorfendur kvöldfrétta.
Tónleikar á Íslandi Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira