Höfnum óeðlilegri hagnýtingu sjálfboðaliða Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 18. apríl 2024 18:31 Á hverjum degi eru auglýst ótal störf á vinnumarkaði. Ætla má að atvinnulífið sé í sókn og er það vel. Eins og með allt sem er vel eru einnig atriði sem er ábótavant. Á liðnum árum höfuð við séð í auknu mæli atvinnurekendur sem fá til sín fólk í sjálfboðastörf. Það sem er átt við með sjálfboðastöfum eru þau störf þar sem ekki eru greidd laun en innihalda mögulega fæði, uppihald og vasapeninga fyrir störfin. Algengast er að um sé að ræða ungt fólk af erlendu bergi brotið sem er í leit að ævintýrum og upplifun. En ævintýrið getur fljótt orðið að martröð og upplifunin neikvæð. Dæmi eru um að sjálfboðaliðar séu notaðir í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi. Slík notkun á sjálfboðaliðum skekkir heilbirgðan samkeppnismarkað og er á skjön við kjarasamninga og þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Það er ekki undir neinum kringumstæðum eðlilegt að hagnýta sjálfboðaliða til starfa í ferðaþjónustu, á hestaleigum eða til blandaðra starfa á sveitabýlum, svo dæmi séu tekin. Séu sjálfboðaliðar fengnir til starfa í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi, ber að virða þær leikreglur sem gilda á vinnumarkaði. Það ber að greiða laun í samræmi við kjarasamninga, gera ráðningarsamning og launaseðla. Jafnframt að skilað sé vinnuréttargjöldum, lífeyrissjóð og sköttum til hins opinbera. Því miður verðum við oft vitni að því sem störfum innan verkalýðshreyfingarinar að sannarlega er verið að hlunnfara fólk og eru sjálfboðaliðastörf þar á meðal. Dugir í þeim efnum að nefna vefsíður eins og workaway.info þar sem oft á tíðum má sjá auglýst eftir sjálfboðaliðum, til þess að sinna virðisaukandi störfum, án þess að til standi að greiða laun og fara að leikreglum vinnumarkaðarins. Ekki þarf að dvelja við málefnið lengi til þess að sjá þann skaða sem íslenskt samfélag ber af svona athæfi. Þetta grefur undan réttindum vinnandi fólks, hinu opinbera verður af tekjum sem meðal annars eru notaðar til þess að halda hér uppi samfélagi og innviðum og eðlileg samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist. Á sama tíma og atvinnulífið er í vexti ættum við að horfa til þess að hafna óeðlilegri hagnýtingu sjálfboðaliða sem og öðrum félagslegun undirboðum á vinnumarkaði. Rétt eins og með önnur brot á vinnumarkaði þá vantar að eftirlitsaðilar fái ríkari heimildir og fjármagn og að við eflum eftirlitsstofnanir en frekar í stað þess að draga úr þeim. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Boltinn liggur hjá ríkisvaldinu en við sem samfélag getum tekið meðvitaða ákvörðun um að taka ekki þátt í undirboðum á vinnumarkaði. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi eru auglýst ótal störf á vinnumarkaði. Ætla má að atvinnulífið sé í sókn og er það vel. Eins og með allt sem er vel eru einnig atriði sem er ábótavant. Á liðnum árum höfuð við séð í auknu mæli atvinnurekendur sem fá til sín fólk í sjálfboðastörf. Það sem er átt við með sjálfboðastöfum eru þau störf þar sem ekki eru greidd laun en innihalda mögulega fæði, uppihald og vasapeninga fyrir störfin. Algengast er að um sé að ræða ungt fólk af erlendu bergi brotið sem er í leit að ævintýrum og upplifun. En ævintýrið getur fljótt orðið að martröð og upplifunin neikvæð. Dæmi eru um að sjálfboðaliðar séu notaðir í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi. Slík notkun á sjálfboðaliðum skekkir heilbirgðan samkeppnismarkað og er á skjön við kjarasamninga og þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Það er ekki undir neinum kringumstæðum eðlilegt að hagnýta sjálfboðaliða til starfa í ferðaþjónustu, á hestaleigum eða til blandaðra starfa á sveitabýlum, svo dæmi séu tekin. Séu sjálfboðaliðar fengnir til starfa í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi, ber að virða þær leikreglur sem gilda á vinnumarkaði. Það ber að greiða laun í samræmi við kjarasamninga, gera ráðningarsamning og launaseðla. Jafnframt að skilað sé vinnuréttargjöldum, lífeyrissjóð og sköttum til hins opinbera. Því miður verðum við oft vitni að því sem störfum innan verkalýðshreyfingarinar að sannarlega er verið að hlunnfara fólk og eru sjálfboðaliðastörf þar á meðal. Dugir í þeim efnum að nefna vefsíður eins og workaway.info þar sem oft á tíðum má sjá auglýst eftir sjálfboðaliðum, til þess að sinna virðisaukandi störfum, án þess að til standi að greiða laun og fara að leikreglum vinnumarkaðarins. Ekki þarf að dvelja við málefnið lengi til þess að sjá þann skaða sem íslenskt samfélag ber af svona athæfi. Þetta grefur undan réttindum vinnandi fólks, hinu opinbera verður af tekjum sem meðal annars eru notaðar til þess að halda hér uppi samfélagi og innviðum og eðlileg samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist. Á sama tíma og atvinnulífið er í vexti ættum við að horfa til þess að hafna óeðlilegri hagnýtingu sjálfboðaliða sem og öðrum félagslegun undirboðum á vinnumarkaði. Rétt eins og með önnur brot á vinnumarkaði þá vantar að eftirlitsaðilar fái ríkari heimildir og fjármagn og að við eflum eftirlitsstofnanir en frekar í stað þess að draga úr þeim. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Boltinn liggur hjá ríkisvaldinu en við sem samfélag getum tekið meðvitaða ákvörðun um að taka ekki þátt í undirboðum á vinnumarkaði. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun