Mótmæli knattspyrnukvennanna báru árangur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 07:01 Leikmenn Corinthians stóðu með leikmönnum í liði mótherjanna. Kleiton Lima hefur sagt starfi sínu lausu. Getty&@corinthiansfutebolfeminino Kleiton Lima, þjálfari brasilíska félagsins Santos, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að mótmæli leikmanna annarra liða báru árangur. Lima fékk að snúa aftur til starfa þrátt fyrir að nítján leikmenn hans höfðu sakað hann um áreitni. Það gerðu þær í nafnlausum bréfum í brasilíska fjölmiðlinum Globo Ge. Leikmenn ásökuðu Lima um stöðuga áreitni (e. harrassment). Eftir innanhússrannsókn hjá félaginu þá var ekkert gert í málinu og Lima fékk að setjast á ný í þjálfarastólinn. OFFICIAL: Santos Women's manager Kleiton Lima has stepped down, the club confirms.The move comes after Women's Brazilian top flight players protested his return to the club after he was accused of bullying and sexual harassment by 19 players. pic.twitter.com/dTvYI47RVk— Attacking Third (@AttackingThird) April 15, 2024 Þetta voru ekki einn eða tveir leikmenn heldur næstum því tuttugu. Því skildu fáir í því hvernig rannsókn á málinu hafði engu breytt fyrir hans stöðu sem þjálfari liðsins. Lima var mættur aftur á hliðarlínuna í leik á móti Corinthians á föstudagskvöldið. Til að mótmæla þessu þá héldu leikmenn Corinthians, andstæðinga Santos í leiknum, fyrir eyru sín og munn á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. Mótmæli knattspyrnukvennanna vöktu heimsathygli og þau báru líka árangur. „Til að verja fjölskyldu sína, heilindi sín sjálfs og Santos félagið þá hefur Kleiton Lima beðið um að fá lausn frá störfum sínum,“ sagði í yfirlýsingu frá Santos. Santos sagði einnig frá því að Lima hefði fengið morðhótanir vegna ásakananna en að málinu væri lokið. Wesly Otoni mun taka við þjálfun liðsins tímabundið. Einn íslenskur leikmaður hefur spilað undir stjórn Lima hjá Santos en Þórunn Helga Jónsdóttir lék fyrir Santos liðið frá 2008 til 2011. Hún vann nokkra titla með brasilíska félaginu þar á meðal Suður-Ameríkumeistari í tvígang. Las jugadoras brasileñas protestan antes del partido por el regreso del entrenador del Santos Kleiton Lima, denunciado por 19 futbolistas por acoso sexual y tratos vejatorios pic.twitter.com/wrFzA9Q7xc— Irati Vidal (@iratividal) April 14, 2024 Brasilía Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Sjá meira
Lima fékk að snúa aftur til starfa þrátt fyrir að nítján leikmenn hans höfðu sakað hann um áreitni. Það gerðu þær í nafnlausum bréfum í brasilíska fjölmiðlinum Globo Ge. Leikmenn ásökuðu Lima um stöðuga áreitni (e. harrassment). Eftir innanhússrannsókn hjá félaginu þá var ekkert gert í málinu og Lima fékk að setjast á ný í þjálfarastólinn. OFFICIAL: Santos Women's manager Kleiton Lima has stepped down, the club confirms.The move comes after Women's Brazilian top flight players protested his return to the club after he was accused of bullying and sexual harassment by 19 players. pic.twitter.com/dTvYI47RVk— Attacking Third (@AttackingThird) April 15, 2024 Þetta voru ekki einn eða tveir leikmenn heldur næstum því tuttugu. Því skildu fáir í því hvernig rannsókn á málinu hafði engu breytt fyrir hans stöðu sem þjálfari liðsins. Lima var mættur aftur á hliðarlínuna í leik á móti Corinthians á föstudagskvöldið. Til að mótmæla þessu þá héldu leikmenn Corinthians, andstæðinga Santos í leiknum, fyrir eyru sín og munn á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. Mótmæli knattspyrnukvennanna vöktu heimsathygli og þau báru líka árangur. „Til að verja fjölskyldu sína, heilindi sín sjálfs og Santos félagið þá hefur Kleiton Lima beðið um að fá lausn frá störfum sínum,“ sagði í yfirlýsingu frá Santos. Santos sagði einnig frá því að Lima hefði fengið morðhótanir vegna ásakananna en að málinu væri lokið. Wesly Otoni mun taka við þjálfun liðsins tímabundið. Einn íslenskur leikmaður hefur spilað undir stjórn Lima hjá Santos en Þórunn Helga Jónsdóttir lék fyrir Santos liðið frá 2008 til 2011. Hún vann nokkra titla með brasilíska félaginu þar á meðal Suður-Ameríkumeistari í tvígang. Las jugadoras brasileñas protestan antes del partido por el regreso del entrenador del Santos Kleiton Lima, denunciado por 19 futbolistas por acoso sexual y tratos vejatorios pic.twitter.com/wrFzA9Q7xc— Irati Vidal (@iratividal) April 14, 2024
Brasilía Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Sjá meira