Kirkja sem þorir Erna Kristín Stefánsdóttir og Sindri Geir Óskarsson skrifa 11. apríl 2024 10:01 Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni. Sem betur fer er það ekki lengur svo að biskup stjórni kirkjunni eða sé í forstjóra hlutverki. Biskup hefur hins vegar það mikilvæga hlutverk að vera hirðir kirkjunnar, vera leiðtogi sem setur tóninn fyrir þá stefnu sem þjóðkirkjan tekur og vera andlit þjóðkirkjunnar. Nú styttist í að nýr biskup verði kjörinn. Rúmlega 2000 manns af landinu öllu fá frá og með deginum í dag og næstu daga að velja þann biskup sem líklega mótar þjóðkirkjuna næsta áratuginn ef ekki lengur. Þau sem að valinu koma verða að horfa fram á veginn og eftir að hafa kynnt okkur vel þau þrjú sem eru í kjöri erum við sannfærð um að Guðrún Karls Helgudóttir sé sá biskup sem kirkjan þarfnast. Þjóðkirkjan þarf að eiga samfylgd með þjóðinni og því mikilvægt að huga að því hvernig við viljum að kirkjan birtist fólki og hvernig við þjónum fólkinu í landinu sem best. Kirkjan þarf því biskup sem er framsækinn og fær um að halda á lofti jákvæðri ásýnd kirkjunnar. Guðrún hefur sýnt að hún þorir að mæta samfélaginu eins og það er, hún notar samfélagsmiðla til að opna kirkjuna og leyfir sér að orða boðskapinn á skiljanlegri íslensku. Hún kemur til dyrana eins og hún er og brennur fyrir því að kirkjan sé samferða samfélaginu á þeirri vegferð að vaxa í kærleika og von. Það er algjörlega undir kirkjunni sjálfri komið hvort að sá dýrmæti boðskapur sem við viljum bera áfram komist til skila. Við þurfum að vera í sókn, og þar treystum við Guðrúnu til að leiða okkur. Ekki bara af því að hún hefur hæfileika og metnað til að nýta nýjar leiðir til að ná til fólks, heldur vegna þess að hún hefur ríka yfirsýn yfir málefnum kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar. Ekki síst er ljóst að hún hefur trú á kirkjunni og býr yfir þeim kjarki að vera tilbúin að mæta þeim áskorunum sem fylgja að vera kristin kirkja í samtímanum. Kristinn boðskapur er ummyndandi og á fullt erindi við íslenskt samfélag sem er klárlega andlega leitandi. En það þarf að bjóða upp á fjölbreytni í kirkjunni, við þurfum að þora að gera tilraunir, prófa okkur áfram, bjóða upp á ólíkar leiðir fyrir ólíkt fólk, það hefur Guðrún leyft sér að gera sem sóknarprestur í Grafarvogi. Ef að kirkjan á að vera trúverðug þarf hún að geta staðið með sínum boðskapi þegar á reynir. Þegar okkur mæta mannúðarkrísur, þegar samfélagið tekst á við bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, þá þarf biskup að þora að stíga fram og tala fyrir gildum Jesú Krists, kærleika, von, friði, náð og mannhelgi. Biskup þarf að vera óhræddur við að tala fyrir mannréttindum, tala fyrir friði og hvetja samfélagið til að feta friðar- og kærleiksveg. Þar vitum við að hjarta Guðrúnar er, orð hennar og verk hafa sýnt það þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir málefnum jaðarsamfélaga án þess að hika og staðið með þeim sem minna mega sín. Við þurfum biskup sem þorir, því samfélagið þarfnast kirkju sem þorir. Þorir að standa með sínum kjarnaboðskap þótt á móti blási, þorir að teygja sig í nýjar áttir og þorir að ganga í takti við samfélagið til móts við framtíðina. Friður Guðs sé með ykkur. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni. Sem betur fer er það ekki lengur svo að biskup stjórni kirkjunni eða sé í forstjóra hlutverki. Biskup hefur hins vegar það mikilvæga hlutverk að vera hirðir kirkjunnar, vera leiðtogi sem setur tóninn fyrir þá stefnu sem þjóðkirkjan tekur og vera andlit þjóðkirkjunnar. Nú styttist í að nýr biskup verði kjörinn. Rúmlega 2000 manns af landinu öllu fá frá og með deginum í dag og næstu daga að velja þann biskup sem líklega mótar þjóðkirkjuna næsta áratuginn ef ekki lengur. Þau sem að valinu koma verða að horfa fram á veginn og eftir að hafa kynnt okkur vel þau þrjú sem eru í kjöri erum við sannfærð um að Guðrún Karls Helgudóttir sé sá biskup sem kirkjan þarfnast. Þjóðkirkjan þarf að eiga samfylgd með þjóðinni og því mikilvægt að huga að því hvernig við viljum að kirkjan birtist fólki og hvernig við þjónum fólkinu í landinu sem best. Kirkjan þarf því biskup sem er framsækinn og fær um að halda á lofti jákvæðri ásýnd kirkjunnar. Guðrún hefur sýnt að hún þorir að mæta samfélaginu eins og það er, hún notar samfélagsmiðla til að opna kirkjuna og leyfir sér að orða boðskapinn á skiljanlegri íslensku. Hún kemur til dyrana eins og hún er og brennur fyrir því að kirkjan sé samferða samfélaginu á þeirri vegferð að vaxa í kærleika og von. Það er algjörlega undir kirkjunni sjálfri komið hvort að sá dýrmæti boðskapur sem við viljum bera áfram komist til skila. Við þurfum að vera í sókn, og þar treystum við Guðrúnu til að leiða okkur. Ekki bara af því að hún hefur hæfileika og metnað til að nýta nýjar leiðir til að ná til fólks, heldur vegna þess að hún hefur ríka yfirsýn yfir málefnum kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar. Ekki síst er ljóst að hún hefur trú á kirkjunni og býr yfir þeim kjarki að vera tilbúin að mæta þeim áskorunum sem fylgja að vera kristin kirkja í samtímanum. Kristinn boðskapur er ummyndandi og á fullt erindi við íslenskt samfélag sem er klárlega andlega leitandi. En það þarf að bjóða upp á fjölbreytni í kirkjunni, við þurfum að þora að gera tilraunir, prófa okkur áfram, bjóða upp á ólíkar leiðir fyrir ólíkt fólk, það hefur Guðrún leyft sér að gera sem sóknarprestur í Grafarvogi. Ef að kirkjan á að vera trúverðug þarf hún að geta staðið með sínum boðskapi þegar á reynir. Þegar okkur mæta mannúðarkrísur, þegar samfélagið tekst á við bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, þá þarf biskup að þora að stíga fram og tala fyrir gildum Jesú Krists, kærleika, von, friði, náð og mannhelgi. Biskup þarf að vera óhræddur við að tala fyrir mannréttindum, tala fyrir friði og hvetja samfélagið til að feta friðar- og kærleiksveg. Þar vitum við að hjarta Guðrúnar er, orð hennar og verk hafa sýnt það þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir málefnum jaðarsamfélaga án þess að hika og staðið með þeim sem minna mega sín. Við þurfum biskup sem þorir, því samfélagið þarfnast kirkju sem þorir. Þorir að standa með sínum kjarnaboðskap þótt á móti blási, þorir að teygja sig í nýjar áttir og þorir að ganga í takti við samfélagið til móts við framtíðina. Friður Guðs sé með ykkur. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun