Real Madrid vill spila „innanhúss“ á móti Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 11:00 Pep Guardiola og lærisveinar hans gætu spilað við nýjar aðstæður á Santiago Bernabeu í kvöld. Getty/Alberto Gardin/Angel Martinez Spænska félagið Real Madrid hefur sent inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að fá að loka þakinu á Santiago Bernabeu leikvanginum þegar liðið mætir Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin mætast í fyrri leik sínum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma og verður sýndur beint á Vodafone Sport stöðinni. Þetta verður þriðja árið í röð sem liðin mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og það lið sem hefur unnið í hinum viðureignum hefur farið alla leið og unnið titilinn. Manchester City sló Real Madrid út 5-1 samanlagt í fyrra og hefndi þar fyrir grátlegt tap árið á undan. Real Madrid er nýbúið að gera upp Santiago Bernabeu leikvanginn og meðal nýjunganna er að nú er hægt að loka þakinu á vellinum. Real Madrid want Santiago Bernabeu roof shut against Man City - sources https://t.co/WVZ78qKbW8— ESPN (@espnvipweb) April 9, 2024 ESPN hefur heimildir fyrir því að Real Madrid vilji einmitt loka þakinu fyrir City leikinn og spila því „innanhúss“ í þessum mikilvæga leik. Ekki er ástæðan þó að verja leikmenn og áhorfendur fyrir verði og vindum því spáin í Madrid í kvöld er heiðskírt og fimmtán gráðu hiti. Real Madrid vill aftur á móti auka lætin og stemmninguna með því að loka leikvanginum en hann tekur 85 þúsund manns í sæti eftir breytingarnar. UEFA mun taka endanlega ákvörðum um beiðni Real Madrid á tæknifundi fyrir leikinn en hann er haldinn klukkan 15.30 í dag. Dómari leiksins, Francois Letexier, mun koma að þeirri ákvörðun. Stóra reglan er að leikvangurinn verður að vera eins í lok leiks og þegar leikurinn byrjaði. Eina undantekningin ef vont veður þvingar fólk til að loka þaki á leikvangi. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Liðin mætast í fyrri leik sínum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma og verður sýndur beint á Vodafone Sport stöðinni. Þetta verður þriðja árið í röð sem liðin mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og það lið sem hefur unnið í hinum viðureignum hefur farið alla leið og unnið titilinn. Manchester City sló Real Madrid út 5-1 samanlagt í fyrra og hefndi þar fyrir grátlegt tap árið á undan. Real Madrid er nýbúið að gera upp Santiago Bernabeu leikvanginn og meðal nýjunganna er að nú er hægt að loka þakinu á vellinum. Real Madrid want Santiago Bernabeu roof shut against Man City - sources https://t.co/WVZ78qKbW8— ESPN (@espnvipweb) April 9, 2024 ESPN hefur heimildir fyrir því að Real Madrid vilji einmitt loka þakinu fyrir City leikinn og spila því „innanhúss“ í þessum mikilvæga leik. Ekki er ástæðan þó að verja leikmenn og áhorfendur fyrir verði og vindum því spáin í Madrid í kvöld er heiðskírt og fimmtán gráðu hiti. Real Madrid vill aftur á móti auka lætin og stemmninguna með því að loka leikvanginum en hann tekur 85 þúsund manns í sæti eftir breytingarnar. UEFA mun taka endanlega ákvörðum um beiðni Real Madrid á tæknifundi fyrir leikinn en hann er haldinn klukkan 15.30 í dag. Dómari leiksins, Francois Letexier, mun koma að þeirri ákvörðun. Stóra reglan er að leikvangurinn verður að vera eins í lok leiks og þegar leikurinn byrjaði. Eina undantekningin ef vont veður þvingar fólk til að loka þaki á leikvangi.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira