Þröng á þingi í Bayern: „Auðvitað hugsar maður um þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 17:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á hóteli landsliðsins fyrir leik við Pólland. vísir/Sigurjón Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður væntanlega í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum við Pólland á föstudag og Þýskaland næsta þriðjudag, í undankeppni EM í fótbolta. Karólína hefur átt mjög gott tímabil með Leverkusen í Þýskalandi í vetur, sem lánsmaður frá ríkjandi meisturum Bayern. Hún segist enn eiga eftir að gera upp við sig hvað hún geri eftir tímabilið í vor. „Mér líður rosalega vel, fæ að spila nánast allar mínútur og þess vegna er maður í fótbolta. Ég er í mjög stóru hlutverki, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Karólína sem er sókndjarfur miðjumaður og frábær spyrnumaður: „Við spilum mikinn sóknarbolta. Ég er í rauninni „hægri tía“, og fíla mig mjög vel þar. Ég fæ að spila mjög mikinn sóknarleik og það er mikið leitað til mín, sem er skemmtilegt og ég fæ að njóta mín. Ég var búin að vera í Bayern í nokkur ár og ekki búin að spila mikið, svo maður var gríðarlega hungraður í að fá loksins að spila,“ segir Karólína. Klippa: Karólína íhugar sína kosti En hvað með næsta tímabil? Hvar spilar Karólína þá? „Maður vill ekki láta þetta taka fókusinn en auðvitað hugsar maður um þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt, er með einhverjar pælingar en eins og staðan er núna er ég leikmaður Leverkusen og ætla að klára tímabilið þar.“ Samkeppnin mikil hjá Bayern En vill hún þá ekki snúa aftur til Bayern og spila þar? „Jú, en það er bara mjög „crowded“ þarna í minni stöðu,“ segir Karólína og á við að Bayern hafi á að skipa mjög góðum leikmönnum sem keppt gætu við hana um stöðu. „Við sjáum bara hvað mér býðst og tökum góða ákvörðun.“ Lykilatriði að loka á Ewu Pajor Ísland mætir Póllandi síðdegis á föstudaginn, í fyrsta leik í undankeppni EM, og svo Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. Fyrir fram er Pólland álitið lakasta liðið í riðlinum en ljóst er að engir leikir eru auðveldir í núgildandi fyrirkomulagi, þar sem Ísland leikur í A-deild. „Þetta verður hörkuleikur. Pólland er mjög gott lið, spilar 4-3-3 og er með marga sterka leikmenn. Marga úr bundesligunni. Með frábæran framherja sem þær spila mikið upp á, og það er lykilatriði að loka á hana. Hún getur skapað eitthvað úr engu,“ segir Karólína og á við markahrókinn Ewu Pajor sem leikur með Wolfsburg. „Hún er með ruglaða tölfræði í bundesligunni og það er klárlega okkar markmið að loka á hana.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Karólína hefur átt mjög gott tímabil með Leverkusen í Þýskalandi í vetur, sem lánsmaður frá ríkjandi meisturum Bayern. Hún segist enn eiga eftir að gera upp við sig hvað hún geri eftir tímabilið í vor. „Mér líður rosalega vel, fæ að spila nánast allar mínútur og þess vegna er maður í fótbolta. Ég er í mjög stóru hlutverki, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Karólína sem er sókndjarfur miðjumaður og frábær spyrnumaður: „Við spilum mikinn sóknarbolta. Ég er í rauninni „hægri tía“, og fíla mig mjög vel þar. Ég fæ að spila mjög mikinn sóknarleik og það er mikið leitað til mín, sem er skemmtilegt og ég fæ að njóta mín. Ég var búin að vera í Bayern í nokkur ár og ekki búin að spila mikið, svo maður var gríðarlega hungraður í að fá loksins að spila,“ segir Karólína. Klippa: Karólína íhugar sína kosti En hvað með næsta tímabil? Hvar spilar Karólína þá? „Maður vill ekki láta þetta taka fókusinn en auðvitað hugsar maður um þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt, er með einhverjar pælingar en eins og staðan er núna er ég leikmaður Leverkusen og ætla að klára tímabilið þar.“ Samkeppnin mikil hjá Bayern En vill hún þá ekki snúa aftur til Bayern og spila þar? „Jú, en það er bara mjög „crowded“ þarna í minni stöðu,“ segir Karólína og á við að Bayern hafi á að skipa mjög góðum leikmönnum sem keppt gætu við hana um stöðu. „Við sjáum bara hvað mér býðst og tökum góða ákvörðun.“ Lykilatriði að loka á Ewu Pajor Ísland mætir Póllandi síðdegis á föstudaginn, í fyrsta leik í undankeppni EM, og svo Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. Fyrir fram er Pólland álitið lakasta liðið í riðlinum en ljóst er að engir leikir eru auðveldir í núgildandi fyrirkomulagi, þar sem Ísland leikur í A-deild. „Þetta verður hörkuleikur. Pólland er mjög gott lið, spilar 4-3-3 og er með marga sterka leikmenn. Marga úr bundesligunni. Með frábæran framherja sem þær spila mikið upp á, og það er lykilatriði að loka á hana. Hún getur skapað eitthvað úr engu,“ segir Karólína og á við markahrókinn Ewu Pajor sem leikur með Wolfsburg. „Hún er með ruglaða tölfræði í bundesligunni og það er klárlega okkar markmið að loka á hana.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00