Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. apríl 2024 11:37 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Landsmenn á leið úr páskaferðalagi hafa víða lent í vandræðum þar sem ófært eða illfært er víða um land. Enn er ófært til Seyðisfjarðar vegna óveðurs á Fjarðarheiði, fimmta daginn í röð. Þá var veginum um Öxnadalsheiði lokað á ný innan við klukkustund eftir að hann var opnaður í morgun vegna áreksturs en hann hafði þá verið lokaður í tvo daga. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir lokanirnar óþægilegar, sérstaklega á stórri ferðahelgi. „Það líður engum vel þegar allt er ófært, reyndar var hægt að keyra í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð. En það er náttúrlega líka mjög hættulegur vegur að fara um og svo eru náttúrulega Múlagöngin einbreið,“ segir Ásthildur. Hún telur að huga þurfi alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, eins og göngum á fleiri stöðum á landinu. „Það ættu að vera í það minnsta tvenn gangaverkefni í gangi á hverjum tíma og ég held að við sem þjóð ættum að ráða við það. Samgöngubætur skipta gríðarlegu máli og það hefur verið skoðað að fara í göng undir Öxnadalsheiðina sem yrðu ellefu kílómetrar og svo styttri göng, svokölluð Bakkaselsgöng sem væru 3,7 kílómetrar. Ég held að við þurfum að fara að huga að því af skynsemi, hvernig megi bæta samgöngur yfir hæsta fjallveg þjóðvegar eitt sem er Öxnadalsheiðin.“ Heiðin of oft lokuð Hún ætlist ekki til þess að slíkt sé sett í forgang og fram fyrir til að mynda göng til Seyðisfjarðar, en telur að huga ætti að því að setja verkefni í einkaframkvæmd til þess að hraða uppbyggingu. „Við erum búin að sjá það síðustu ár að heiðin hefur verið of oft lokuð og það hefur verið erfitt með aðföng í báðar áttir, bæði hingað og síðan suður. Og það verður að skoða þetta, þetta er þjóðvegur eitt. Þetta snýst ekki bara um hagsuni Eyfirðinga eða Þingeyinga þetta snýst um hagsmuni alls landsins.“ Samgönguslys Skagafjörður Færð á vegum Akureyri Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Landsmenn á leið úr páskaferðalagi hafa víða lent í vandræðum þar sem ófært eða illfært er víða um land. Enn er ófært til Seyðisfjarðar vegna óveðurs á Fjarðarheiði, fimmta daginn í röð. Þá var veginum um Öxnadalsheiði lokað á ný innan við klukkustund eftir að hann var opnaður í morgun vegna áreksturs en hann hafði þá verið lokaður í tvo daga. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir lokanirnar óþægilegar, sérstaklega á stórri ferðahelgi. „Það líður engum vel þegar allt er ófært, reyndar var hægt að keyra í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð. En það er náttúrlega líka mjög hættulegur vegur að fara um og svo eru náttúrulega Múlagöngin einbreið,“ segir Ásthildur. Hún telur að huga þurfi alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, eins og göngum á fleiri stöðum á landinu. „Það ættu að vera í það minnsta tvenn gangaverkefni í gangi á hverjum tíma og ég held að við sem þjóð ættum að ráða við það. Samgöngubætur skipta gríðarlegu máli og það hefur verið skoðað að fara í göng undir Öxnadalsheiðina sem yrðu ellefu kílómetrar og svo styttri göng, svokölluð Bakkaselsgöng sem væru 3,7 kílómetrar. Ég held að við þurfum að fara að huga að því af skynsemi, hvernig megi bæta samgöngur yfir hæsta fjallveg þjóðvegar eitt sem er Öxnadalsheiðin.“ Heiðin of oft lokuð Hún ætlist ekki til þess að slíkt sé sett í forgang og fram fyrir til að mynda göng til Seyðisfjarðar, en telur að huga ætti að því að setja verkefni í einkaframkvæmd til þess að hraða uppbyggingu. „Við erum búin að sjá það síðustu ár að heiðin hefur verið of oft lokuð og það hefur verið erfitt með aðföng í báðar áttir, bæði hingað og síðan suður. Og það verður að skoða þetta, þetta er þjóðvegur eitt. Þetta snýst ekki bara um hagsuni Eyfirðinga eða Þingeyinga þetta snýst um hagsmuni alls landsins.“
Samgönguslys Skagafjörður Færð á vegum Akureyri Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira