Torsótt hjá Tottenham, sex mörk í seinni hálfleik og jafnræði í Skírisskógi Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2024 17:13 Heung Min-Son fagnaði sigurmarki sínu af mikilli innlifun, Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í ensku úrvalsdeildinni síðdegis í dag. Tottenham lenti í erfiðleikum með Luton en unnu að endingu 2-1. Tahith Chong kom Luton Town óvænt yfir strax á 3. mínútu gegn Tottenham. Andros Townsend, fyrrum leikmaður Tottenham, náði þar góðum spretti upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir á Ross Barkley, hann áframsendi á Chong sem kláraði færið af öryggi. Issa Kaboré setti boltann óvart í eigið net í upphafi seinni hálfleiks eftir fyrirgjöf Brennan Johnson og jafnaði leikinn fyrir Tottenham. Luton voru ekki að baki brotnir og komust mjög nálægt því að taka forystuna aftur skömmu síðar eftir hornspyrnu, en Vicario markvörður Tottenham varði vel. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Heung Min-Son skoraði sigurmarkið fyrir Tottenham á 86. mínútu eftir hraða skyndisókn eftir hornspyrnu Luton hinum megin. Aftur var það eftir fyrirgjöf varamannsins Brennan Johnson sem boltinn endaði í netinu. Gaf sigur með sjálfsmarki í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Everton og hampaði 2-1 sigri eftir spennandi lokamínútur. Heimamenn voru hættulegri aðilinn lengst af í leiknum og uppskáru loksins mark um miðjan seinni hálfleik. Dominic Solanke stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá varamanninum Lloyd Kelly. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Everton jafnaði á 86. mínútu þegar Neto, markvörður Bournemouth, missti boltann frá sér á Beto, framherja Everton, sem setti hann í netið. Everton tókst þó ekki að sækja stig því Seamus Coleman setti boltann óvart í eigið net í uppbótartíma. Sex mörk í seinni hálfleik Sheffield United komst grátlega nálægt sigri en þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Fulham. Lokatölur 3-3 en öll sex mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Ben Brereton Díaz kom heimamönnum yfir á 58. mínútu, Joao Palhinha jafnaði fyrir gestina örskömmu síðar. Tvö mörk til viðbótar frá Oliver McBurnie og Ben Brereton Díaz komu Sheffield 3-1 yfir. Gestirnir gáfust ekki upp. Bobby Reid minnkaði muninn á 86. mínútu og Rodrigo Muniz jafnaði leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Skildu jöfn í Skírisskógi Crystal Palace heimsótti Nottingham Forest, liðin skildu jöfn að leik loknum, 1-1. Jean-Phillipe Mateta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Palace á 10. mínútu eftir frábæran spilkafla hjá liðinu og stoðsendingu frá Eberechi Eze. Eze komst svo sjálfur í gott færi í upphafi seinni hálfleiks en hitti í stöngina og tókst ekki að tvöfalda forystuna. Christian Wood jafnaði leikinn fyrir Nottingham Forest á 60. mínútu með góðum skalla sem sveif yfir markvörð Palace. Stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Tottenham lenti í erfiðleikum með Luton en unnu að endingu 2-1. Tahith Chong kom Luton Town óvænt yfir strax á 3. mínútu gegn Tottenham. Andros Townsend, fyrrum leikmaður Tottenham, náði þar góðum spretti upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir á Ross Barkley, hann áframsendi á Chong sem kláraði færið af öryggi. Issa Kaboré setti boltann óvart í eigið net í upphafi seinni hálfleiks eftir fyrirgjöf Brennan Johnson og jafnaði leikinn fyrir Tottenham. Luton voru ekki að baki brotnir og komust mjög nálægt því að taka forystuna aftur skömmu síðar eftir hornspyrnu, en Vicario markvörður Tottenham varði vel. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Heung Min-Son skoraði sigurmarkið fyrir Tottenham á 86. mínútu eftir hraða skyndisókn eftir hornspyrnu Luton hinum megin. Aftur var það eftir fyrirgjöf varamannsins Brennan Johnson sem boltinn endaði í netinu. Gaf sigur með sjálfsmarki í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Everton og hampaði 2-1 sigri eftir spennandi lokamínútur. Heimamenn voru hættulegri aðilinn lengst af í leiknum og uppskáru loksins mark um miðjan seinni hálfleik. Dominic Solanke stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá varamanninum Lloyd Kelly. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Everton jafnaði á 86. mínútu þegar Neto, markvörður Bournemouth, missti boltann frá sér á Beto, framherja Everton, sem setti hann í netið. Everton tókst þó ekki að sækja stig því Seamus Coleman setti boltann óvart í eigið net í uppbótartíma. Sex mörk í seinni hálfleik Sheffield United komst grátlega nálægt sigri en þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Fulham. Lokatölur 3-3 en öll sex mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Ben Brereton Díaz kom heimamönnum yfir á 58. mínútu, Joao Palhinha jafnaði fyrir gestina örskömmu síðar. Tvö mörk til viðbótar frá Oliver McBurnie og Ben Brereton Díaz komu Sheffield 3-1 yfir. Gestirnir gáfust ekki upp. Bobby Reid minnkaði muninn á 86. mínútu og Rodrigo Muniz jafnaði leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Skildu jöfn í Skírisskógi Crystal Palace heimsótti Nottingham Forest, liðin skildu jöfn að leik loknum, 1-1. Jean-Phillipe Mateta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Palace á 10. mínútu eftir frábæran spilkafla hjá liðinu og stoðsendingu frá Eberechi Eze. Eze komst svo sjálfur í gott færi í upphafi seinni hálfleiks en hitti í stöngina og tókst ekki að tvöfalda forystuna. Christian Wood jafnaði leikinn fyrir Nottingham Forest á 60. mínútu með góðum skalla sem sveif yfir markvörð Palace. Stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira