Ströng innflytjendalög í Texas samþykkt af hæstarétti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. mars 2024 00:08 Repúblikanar hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir aðgerðaleysi í innflytjendamálum sem snerta ólöglegar komur fólks inn í landið. AP Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í dag gildistöku laga sem heimila lögregluyfirvöldum í Texas-ríki að handtaka fólk sem grunað er um að hafa farið ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Lögin voru samþykkt með sex atkvæðum Repúblikana gegn þremur atkvæðum Demókrata en hæstaréttardómararnir eru alls níu. Tilgangur laganna er sagður vera að sporna gegn mikilli fjölgun innflytjenda sem koma til Bandaríkjanna í gegn um landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti auk dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna andmæltu lagafrumvarpinu, sem ber nafnið SB 4, en lögin áttu upphaflega að taka gildi 5. mars. Samkvæmt ráðuneytinu brjóta lögin í bága við bæði stjórnarskrá Bandaríkjanna og alríkislög að því leyti að þau stangast á við vald bandarískra stjórnvalda yfir innflytjendamálum. Reuters hefur eftir Karine Jean-Pierre upplýsingafulltrúa Hvíta hússins að lögin komi til með að valda óreiðu og ringulreið á sunnanverðum landamærum Texas og Mexíkó. Þá sagði Greg Abbott ríkisstjóri Texas að úrskurðurinn kæmi til með að stuðla að jákvæðri þróun í innflytjendamálum. Hann samþykkti frumvarpið í desember síðastliðnum. Þá sagði hann Biden ekki hafa framfylgt alríkislögum að refsivert sé að koma ólöglega inn í landið og því væri þörf á að lögin yrðu tekin í gildi. Samkvæmt lögunum verður refsivert að koma inn í Texas-ríki ólöglega. Sé einstaklingur gripinn við að reyna að komast yfir landamærin getur hann átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Ef einstaklingur neitar að yfirgefa landið getur hann átt yfir höfði sér tuttugu ár í fangelsi. Sem áður segir verður lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem grunaður er um að hafa komið inn í ríkið með ólöglegum hætti. Ítarlega umfjöllun um málið má nálgast á vef Reuters. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Lögin voru samþykkt með sex atkvæðum Repúblikana gegn þremur atkvæðum Demókrata en hæstaréttardómararnir eru alls níu. Tilgangur laganna er sagður vera að sporna gegn mikilli fjölgun innflytjenda sem koma til Bandaríkjanna í gegn um landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti auk dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna andmæltu lagafrumvarpinu, sem ber nafnið SB 4, en lögin áttu upphaflega að taka gildi 5. mars. Samkvæmt ráðuneytinu brjóta lögin í bága við bæði stjórnarskrá Bandaríkjanna og alríkislög að því leyti að þau stangast á við vald bandarískra stjórnvalda yfir innflytjendamálum. Reuters hefur eftir Karine Jean-Pierre upplýsingafulltrúa Hvíta hússins að lögin komi til með að valda óreiðu og ringulreið á sunnanverðum landamærum Texas og Mexíkó. Þá sagði Greg Abbott ríkisstjóri Texas að úrskurðurinn kæmi til með að stuðla að jákvæðri þróun í innflytjendamálum. Hann samþykkti frumvarpið í desember síðastliðnum. Þá sagði hann Biden ekki hafa framfylgt alríkislögum að refsivert sé að koma ólöglega inn í landið og því væri þörf á að lögin yrðu tekin í gildi. Samkvæmt lögunum verður refsivert að koma inn í Texas-ríki ólöglega. Sé einstaklingur gripinn við að reyna að komast yfir landamærin getur hann átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Ef einstaklingur neitar að yfirgefa landið getur hann átt yfir höfði sér tuttugu ár í fangelsi. Sem áður segir verður lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem grunaður er um að hafa komið inn í ríkið með ólöglegum hætti. Ítarlega umfjöllun um málið má nálgast á vef Reuters.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira