Fleiri munu geta sótt um greiðsluaðlögun eftir breytingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2024 09:00 Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir breytingarnar mikla búbót. einar árnason Fleiri munu geta leitað greiðsluaðlögunar en áður þegar skilyrði fyrir úrræðinu verða rýmkuð með nýjum lögum. Þetta segir yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara sem fagnar breytingunum. Lagabreytingarnar taka gildi þann fyrsta apríl en markmið þeirra er að bæta úrræði um greiðsluaðlögun og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari. „Embættið fær nú heimild til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðlánum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir við ákveðnar aðstæður. Og þá fær embættið jafnframt rýmri heimildir til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja lægri afborganir,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Á meðan samningaviðræður standa yfir geti skuldari að uppfylltum ákveðnum skilyrðum einnig óskað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar. „Og þá er verið að lækka veðskuldir niður að markaðsverðmæti eignarinnar.“ Lovísa Ósk er yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara.aðsend Þá verða skilyrði greiðsluaðlögunar rýmkuð og munu fleiri geta leitað í úrræðið eftir breytingarnar. „Til að mynda geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis farið í úrræðið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Í tilkynningu sem umboðsmaður skuldara sendi á fjölmiðla í dag kemur fram að þeim sem leita til embættisins vegna fjárhagsvanda fari fjölgandi. Umboðsmaður sagði ljóst að efnahagsástandið sé farið að bitna á fólki en umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað hjá embættinu. Lovísa segir þessar nýju lagabreytingar taki að miklu leyti á því efnahagsástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu í kjölfar tíðra vaxtahækkana. „Við erum að fá betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum og þá erum við jafnframt að horfa til þess hóps sem mögulega mun glíma við yfirveðsetningu í framtíðinni.“ Fjármál heimilisins Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Lagabreytingarnar taka gildi þann fyrsta apríl en markmið þeirra er að bæta úrræði um greiðsluaðlögun og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari. „Embættið fær nú heimild til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðlánum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir við ákveðnar aðstæður. Og þá fær embættið jafnframt rýmri heimildir til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja lægri afborganir,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Á meðan samningaviðræður standa yfir geti skuldari að uppfylltum ákveðnum skilyrðum einnig óskað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar. „Og þá er verið að lækka veðskuldir niður að markaðsverðmæti eignarinnar.“ Lovísa Ósk er yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara.aðsend Þá verða skilyrði greiðsluaðlögunar rýmkuð og munu fleiri geta leitað í úrræðið eftir breytingarnar. „Til að mynda geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis farið í úrræðið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Í tilkynningu sem umboðsmaður skuldara sendi á fjölmiðla í dag kemur fram að þeim sem leita til embættisins vegna fjárhagsvanda fari fjölgandi. Umboðsmaður sagði ljóst að efnahagsástandið sé farið að bitna á fólki en umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað hjá embættinu. Lovísa segir þessar nýju lagabreytingar taki að miklu leyti á því efnahagsástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu í kjölfar tíðra vaxtahækkana. „Við erum að fá betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum og þá erum við jafnframt að horfa til þess hóps sem mögulega mun glíma við yfirveðsetningu í framtíðinni.“
Fjármál heimilisins Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira