„Ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. mars 2024 07:00 Ástrós Traustadóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki týpa sem pæli mikið í því hvað öðrum finnst,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Ástrós í heild sinni: Brýtur niður frontinn Ástrós segist oft lenda í því að fólk sé með fyrir fram ákveðnar hugmyndir um hana. „Ég lendi rosalega oft í því að heyra að fólk haldi að ég sé á einhvern ákveðinn veg. Ég var í mikilli keppnisíþrótt í samkvæmisdansinum, þar er maður stöðugt í keppni en ég hef verið að fjarlægja mig frá því. Í dansinum var mér kennt að vera með front og þá væri frekar betra að fólk héldi að ég væri einhvern veginn í staðinn fyrir að það sjái inn fyrir. Ég er vissulega búin að vera mjög dugleg, kannski of dugleg, að sleppa tökum á þessu hugarfari. Til dæmis með því að vera í raunveruleikasjónvarpi og með hlaðvarpið Mömmulífið. Þannig að ég er búin að brjóta þennan vegg svolítið niður.“ Sjálfsvirðingin langt og öflugt ferðalag Ástrós hefur á undanförnum árum farið í mikla sjálfsvinnu sem hún segir að hafi sannarlega skilað sér. „Ég ber mikla virðingu fyrir sjálfri mér og því sem ég geri. Það tók mig langan tíma að komast á þann stað. Ég er manneskja sem elska fjölskylduna mína meira en allt og set hana fram fyrir allt. Það skiptir mig máli hvernig manneskja er, miklu meira máli en það gerði nokkurn tíma þegar ég var yngri. Þá var allt keppni og tengdist náið útliti og fronti. Ég set rosa lítið vald í það hvað öðrum finnst um mig. Það sem skiptir mig máli er það hvað mínu fólki finnst og hvað mér sjálfri finnst.“ Ástrós Traustadóttir ræddi um líf sitt í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Ein af fáum sem fékk ekki Instagram aðganginn til baka frá hakkaranum Ástrós hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum í dágóðan tíma. Sumarið 2021 varð hún fyrir erlendum hakkara sem tók yfir Instagram aðgang hennar. „Þetta var náttúrulega rosalega óþægilegt og setti hlutina í ákveðið sjónarhorn, það er einhver annar sem á þetta forrit sem er mín aðal tekjulind. Það fór allt í biðstöðu en sem betur fer stóðu samstarfsaðilar mínir við bakið á mér, sem var ekki hjá öllum. Þetta var alveg erfitt og mjög kvíðavaldandi og það er vond tilfinning að eitthvað sem er þitt sé svona tekið af þér.“ Ástrós var ein af örfáum sem endurheimti að lokum ekki aðganginn sinn. „Ég lenti svo í því að vera aftur hökkuð eftir að ég hafði fengið aðganginn minn til baka. Ég byrjaði því með nýjan Instagram reikning. Það var líka frelsandi en ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur. Ég get sagt það núna að þetta hafi verið frelsandi en þetta fór alveg inn á sálina manns.“ Hakkarinn gekk ansi langt og bjó meðal annars til gervi samtöl undir nafni Ástrósar. „Þetta var ekki vel photoshoppað þannig að maður var ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. En það er ákveðinn trigger fyrir mig þegar fólk segir að ég sé að gera eitthvað sem ég er ekki að gera eða snúa sannleikanum í eitthvað annað. Ég hafði þó ekki miklar áhyggjur af þessu en ég vissi ekkert hvað maður ætti að gera í þessu, hvort ég ætti að leita til lögreglu eða hvað.“ Ástrós Traustadóttir vissi ekki hvert hún ætti að leita þegar hakkarinn tók yfir Instagram aðgang hennar. Vísir/Vilhelm Pælir ekki í áliti annarra Viðbrögð fólks við þessu voru misjöfn og var meðal annars umræða á Twitter á sínum tíma um það hversu auðvelt það væri fyrir marga að gera lítið úr þessu. „Fólk skilur ekki það sem það þekkir ekki. Ég er ekki týpa sem pæli mikið í hvað öðrum finnst.“ Aðspurð hvort hún verði eitthvað vör við mikið áreiti á samfélagsmiðlum segir Ástrós ekki svo vera. Þó hiki hún ekki við að ýta á block takkann. „Ég blokka bara, sérstaklega ef það tengist dóttur minni á einhvern hátt.“ Ástrós segist sömuleiðis alltaf leggja upp úr því að vera samkvæm sjálfri sér. „Fólk vill mynda sér skoðun á manni og telur sig geta það því það hefur átt í einhverjum mjög litlum samskiptum við þig. Mér finnst það eiginlega bara fyndið. Að fólk telji sig geta myndað sér skoðun á einhverjum þegar það þekkir manneskjuna ekki neitt. En þegar að fólk vill eiga eitthvað á þig eða fá eitthvað frá þér, það er kannski svona óþægilegast.“ Einkalífið Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 17. mars 2024 07:01 Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 14. mars 2024 07:00 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Ástrós í heild sinni: Brýtur niður frontinn Ástrós segist oft lenda í því að fólk sé með fyrir fram ákveðnar hugmyndir um hana. „Ég lendi rosalega oft í því að heyra að fólk haldi að ég sé á einhvern ákveðinn veg. Ég var í mikilli keppnisíþrótt í samkvæmisdansinum, þar er maður stöðugt í keppni en ég hef verið að fjarlægja mig frá því. Í dansinum var mér kennt að vera með front og þá væri frekar betra að fólk héldi að ég væri einhvern veginn í staðinn fyrir að það sjái inn fyrir. Ég er vissulega búin að vera mjög dugleg, kannski of dugleg, að sleppa tökum á þessu hugarfari. Til dæmis með því að vera í raunveruleikasjónvarpi og með hlaðvarpið Mömmulífið. Þannig að ég er búin að brjóta þennan vegg svolítið niður.“ Sjálfsvirðingin langt og öflugt ferðalag Ástrós hefur á undanförnum árum farið í mikla sjálfsvinnu sem hún segir að hafi sannarlega skilað sér. „Ég ber mikla virðingu fyrir sjálfri mér og því sem ég geri. Það tók mig langan tíma að komast á þann stað. Ég er manneskja sem elska fjölskylduna mína meira en allt og set hana fram fyrir allt. Það skiptir mig máli hvernig manneskja er, miklu meira máli en það gerði nokkurn tíma þegar ég var yngri. Þá var allt keppni og tengdist náið útliti og fronti. Ég set rosa lítið vald í það hvað öðrum finnst um mig. Það sem skiptir mig máli er það hvað mínu fólki finnst og hvað mér sjálfri finnst.“ Ástrós Traustadóttir ræddi um líf sitt í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Ein af fáum sem fékk ekki Instagram aðganginn til baka frá hakkaranum Ástrós hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum í dágóðan tíma. Sumarið 2021 varð hún fyrir erlendum hakkara sem tók yfir Instagram aðgang hennar. „Þetta var náttúrulega rosalega óþægilegt og setti hlutina í ákveðið sjónarhorn, það er einhver annar sem á þetta forrit sem er mín aðal tekjulind. Það fór allt í biðstöðu en sem betur fer stóðu samstarfsaðilar mínir við bakið á mér, sem var ekki hjá öllum. Þetta var alveg erfitt og mjög kvíðavaldandi og það er vond tilfinning að eitthvað sem er þitt sé svona tekið af þér.“ Ástrós var ein af örfáum sem endurheimti að lokum ekki aðganginn sinn. „Ég lenti svo í því að vera aftur hökkuð eftir að ég hafði fengið aðganginn minn til baka. Ég byrjaði því með nýjan Instagram reikning. Það var líka frelsandi en ég myndi aldrei vilja lenda í þessu aftur. Ég get sagt það núna að þetta hafi verið frelsandi en þetta fór alveg inn á sálina manns.“ Hakkarinn gekk ansi langt og bjó meðal annars til gervi samtöl undir nafni Ástrósar. „Þetta var ekki vel photoshoppað þannig að maður var ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. En það er ákveðinn trigger fyrir mig þegar fólk segir að ég sé að gera eitthvað sem ég er ekki að gera eða snúa sannleikanum í eitthvað annað. Ég hafði þó ekki miklar áhyggjur af þessu en ég vissi ekkert hvað maður ætti að gera í þessu, hvort ég ætti að leita til lögreglu eða hvað.“ Ástrós Traustadóttir vissi ekki hvert hún ætti að leita þegar hakkarinn tók yfir Instagram aðgang hennar. Vísir/Vilhelm Pælir ekki í áliti annarra Viðbrögð fólks við þessu voru misjöfn og var meðal annars umræða á Twitter á sínum tíma um það hversu auðvelt það væri fyrir marga að gera lítið úr þessu. „Fólk skilur ekki það sem það þekkir ekki. Ég er ekki týpa sem pæli mikið í hvað öðrum finnst.“ Aðspurð hvort hún verði eitthvað vör við mikið áreiti á samfélagsmiðlum segir Ástrós ekki svo vera. Þó hiki hún ekki við að ýta á block takkann. „Ég blokka bara, sérstaklega ef það tengist dóttur minni á einhvern hátt.“ Ástrós segist sömuleiðis alltaf leggja upp úr því að vera samkvæm sjálfri sér. „Fólk vill mynda sér skoðun á manni og telur sig geta það því það hefur átt í einhverjum mjög litlum samskiptum við þig. Mér finnst það eiginlega bara fyndið. Að fólk telji sig geta myndað sér skoðun á einhverjum þegar það þekkir manneskjuna ekki neitt. En þegar að fólk vill eiga eitthvað á þig eða fá eitthvað frá þér, það er kannski svona óþægilegast.“
Einkalífið Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 17. mars 2024 07:01 Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 14. mars 2024 07:00 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 17. mars 2024 07:01
Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 14. mars 2024 07:00