Boðaðir á fund með Sádunum á bakvið LIV-mótaröðina Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 20:45 Jordan Spieth og Tiger Woods verða kallaðir til fundar á næstunni. Vísir/Getty Samruni PGA og LIV-mótaraðanna í golfi hefur tekið lengri tíma en áætlað var. Nú þurfa kylfingarnir sjálfir að setjast niður við fundarborðið. Greint var frá fyrirhuguðum samruna mótaraðanna síðasta sumar en mikill ágreiningur hafði þá ríkt á milli kylfinga sem leikið höfðu á LIV-mótaröðinni og þeirra sem völdu að halda sig á hinni klassísku PGA-mótaröð. LIV-mótaröðin er styrkt af sádiarabískum yfirvöldum og margir kylfingar vildu ekki taka þátt í íþróttahvítþvottinum sem þeir vildu meina á mótaröðin væri. Það kom því nokkuð á óvart þegar tilkynnt var um samruna mótaraðanna í júní. Síðan þá hefur lítið gerst og á blaðamannafundi á þriðjudag sagði Jay Monahan, æðsti maður PGA-mótaraðarinnar, að lítið væri að frétta. „Viðræður standa yfir, meira en svo get ég ekki sagt. Ég skil að þið hafið vonast eftir frekari upplýsingum en ég get ekki farið í smáatriði akkúrat núna,“ sagði Monahan en þetta var í fyrsta skipti í sjö mánuði sem hann ræddi við fjölmiðla. Kylfingarnir til viðræðna Golfheimurinn er í raun klofinn þar sem stigin sem kylfingar á LIV-mótaröðinni vinna sér inn telja ekki á heimslistanum. Markmiðið er að finna lausn sem hentar báðum mótaröðum en enn er enginn samningur í höfn. Hingað til hafa kylfingarnir sjálfir ekki verið hluti af samningaviðræðum en það mun líklega breytast á næstunni. „Við höfum verið hvattir til að mögulega hitta þá,“ sagði Jordan Spieth sem er í stjórn nýrrar deildar PGA-mótaraðarinnar sem kallast PGA Tour Enterprises. Ásamt Spieth eru þeir Tiger Woods, Patrick Cantlay, Peter Malnati, Adam Scott og Webb Simpson í forsvari og búist er við að þeir verði kallaðir til fundar. „Ég veit ekki hvort ég get sagt mikið meira. Við teljum að við sem sitjum í stjórn ættum að vera upplýstir um gang mála,“ bætti Spieth við. Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Greint var frá fyrirhuguðum samruna mótaraðanna síðasta sumar en mikill ágreiningur hafði þá ríkt á milli kylfinga sem leikið höfðu á LIV-mótaröðinni og þeirra sem völdu að halda sig á hinni klassísku PGA-mótaröð. LIV-mótaröðin er styrkt af sádiarabískum yfirvöldum og margir kylfingar vildu ekki taka þátt í íþróttahvítþvottinum sem þeir vildu meina á mótaröðin væri. Það kom því nokkuð á óvart þegar tilkynnt var um samruna mótaraðanna í júní. Síðan þá hefur lítið gerst og á blaðamannafundi á þriðjudag sagði Jay Monahan, æðsti maður PGA-mótaraðarinnar, að lítið væri að frétta. „Viðræður standa yfir, meira en svo get ég ekki sagt. Ég skil að þið hafið vonast eftir frekari upplýsingum en ég get ekki farið í smáatriði akkúrat núna,“ sagði Monahan en þetta var í fyrsta skipti í sjö mánuði sem hann ræddi við fjölmiðla. Kylfingarnir til viðræðna Golfheimurinn er í raun klofinn þar sem stigin sem kylfingar á LIV-mótaröðinni vinna sér inn telja ekki á heimslistanum. Markmiðið er að finna lausn sem hentar báðum mótaröðum en enn er enginn samningur í höfn. Hingað til hafa kylfingarnir sjálfir ekki verið hluti af samningaviðræðum en það mun líklega breytast á næstunni. „Við höfum verið hvattir til að mögulega hitta þá,“ sagði Jordan Spieth sem er í stjórn nýrrar deildar PGA-mótaraðarinnar sem kallast PGA Tour Enterprises. Ásamt Spieth eru þeir Tiger Woods, Patrick Cantlay, Peter Malnati, Adam Scott og Webb Simpson í forsvari og búist er við að þeir verði kallaðir til fundar. „Ég veit ekki hvort ég get sagt mikið meira. Við teljum að við sem sitjum í stjórn ættum að vera upplýstir um gang mála,“ bætti Spieth við.
Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti