Margrét Erla Maack með magadans fyrir þýska handboltalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 09:31 Dagur Sigurðsson gerði Þýskaland að Evrópumeisturum árið 2016 og fór þá með liðið í athyglisverða æfingaferð til Íslands. Getty/Jean Catuffe Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum og ein af stærstu fréttum síðustu viku var það að Dagur Sigurðsson tók við króatíska landsliðinu í handbolta. „Hann er fyrsti útlendingurinn sem tekur við króatíska landsliðinu. Hætti bara hjá Japan eins og ekkert væri eðlilegra. Svo var eitthvað ‚lost in translation' og Japanar gáfu þetta út án þess að það væri búið að gera einhvern starfslokasamning,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það var ekki fyrr en Dagur hefur samband og segir: Eigum við ekki að ganga frá þessu. Japanir eru svo kurteisir að þeir ætluðu bara að leyfa honum að fara án þess að gengið væri frá nokkrum sköpuðu hlut. Þetta er risafrétt í handboltanum,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir „Það var áhugavert að sjá viðbrögðin. Litið fram hjá öllum króatísku stjörnunum sem hefðu viljað taka við liðinu. Fyrsti útlendingurinn og þannig að það varð allt tryllt í Króatíu. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Það verður gaman að sjá. Hann er að fara beint í Ólympíuforkeppni og það er ekkert grín að fara beint inn í það með hóp sem þú þekkir ekki og þú kannt ekki tungumálið. Önnur sprengja er síðan [Luka] Cindric sem hann sleppti að velja í hópinn,“ sagði Valur. „Ég ætla að vera fyrsti útlendingurinn og ég ætla bara að skilja eftir besta leikmanninn. Það er allt undir hjá mér en besta að ég skilji Cindric eftir,“ sagði Henry. „Cindric hefur verið mjög mikið gagnrýndur undanfarin en það gæti komið í bakið á honum,“ sagði Stefán Árni. Þetta er þvílík yfirlýsing „Þetta er þvílík yfirlýsing. Ég er mættur, ég er útlendingur og ef að þið ætlið að vera með einhverja stæla og einhver heldur að hann eigi áskrift í þessu liði. Gleymdu því,“ sagði Henry. „Bak við eyrað á Degi er líka að það er innan gæsalappa nokkuð þægilegt að komast inn en í gegnum þessa forkeppni. Hann er að senda svo ævintýralega sterk skilaboð út í kosmósið þarna í Króatíu,“ sagði Henry. Dagur Sigurðsson er vanur að fara öðruvísi leiðir og þannig var það einnig þegar hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þá stóð hann uppi með hálfgert B-landslið en náði samt að vinna Evrópugullið. „Við munum líka eftir því að þegar Dagur gerir Þjóðverja að Evrópumeisturum þá voru brjáluð meiðslavandræði í gangi hjá liðinu. Hann nær að fá Margréti Erlu Maack til að skapa góða liðsheild hér á Ísland,“ sagði Stefán Árni en Henry kom af fjöllum Henry Birgir mundi ekki eftir því „Margréti Erlu Maack. Var hún í því. Ég man ekki eftir því,“ sagði Henry. „Hún tók þá í Beyonce dans á Kex. Þeir voru á Kex í einhverja viku og Margrét Erla tók þá alla í Beyonce dans,“ sagði Stefán. „Bara magadans og læti,“ sagði Henry og Stefán játti því. „Það var bara mynduð þar alvöru liðsheild,“ sagði Stefán. „Þetta var lykillinn að sigri. Við þurfum að fara að gera þetta með íslenska liðið,“ sagði Valur Páll léttur. Það má heyra þessu sögu og margar aðrar í nýjast þættinum af Besta sætinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Króatía Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Besta sætið Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira
Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum og ein af stærstu fréttum síðustu viku var það að Dagur Sigurðsson tók við króatíska landsliðinu í handbolta. „Hann er fyrsti útlendingurinn sem tekur við króatíska landsliðinu. Hætti bara hjá Japan eins og ekkert væri eðlilegra. Svo var eitthvað ‚lost in translation' og Japanar gáfu þetta út án þess að það væri búið að gera einhvern starfslokasamning,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það var ekki fyrr en Dagur hefur samband og segir: Eigum við ekki að ganga frá þessu. Japanir eru svo kurteisir að þeir ætluðu bara að leyfa honum að fara án þess að gengið væri frá nokkrum sköpuðu hlut. Þetta er risafrétt í handboltanum,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir „Það var áhugavert að sjá viðbrögðin. Litið fram hjá öllum króatísku stjörnunum sem hefðu viljað taka við liðinu. Fyrsti útlendingurinn og þannig að það varð allt tryllt í Króatíu. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Það verður gaman að sjá. Hann er að fara beint í Ólympíuforkeppni og það er ekkert grín að fara beint inn í það með hóp sem þú þekkir ekki og þú kannt ekki tungumálið. Önnur sprengja er síðan [Luka] Cindric sem hann sleppti að velja í hópinn,“ sagði Valur. „Ég ætla að vera fyrsti útlendingurinn og ég ætla bara að skilja eftir besta leikmanninn. Það er allt undir hjá mér en besta að ég skilji Cindric eftir,“ sagði Henry. „Cindric hefur verið mjög mikið gagnrýndur undanfarin en það gæti komið í bakið á honum,“ sagði Stefán Árni. Þetta er þvílík yfirlýsing „Þetta er þvílík yfirlýsing. Ég er mættur, ég er útlendingur og ef að þið ætlið að vera með einhverja stæla og einhver heldur að hann eigi áskrift í þessu liði. Gleymdu því,“ sagði Henry. „Bak við eyrað á Degi er líka að það er innan gæsalappa nokkuð þægilegt að komast inn en í gegnum þessa forkeppni. Hann er að senda svo ævintýralega sterk skilaboð út í kosmósið þarna í Króatíu,“ sagði Henry. Dagur Sigurðsson er vanur að fara öðruvísi leiðir og þannig var það einnig þegar hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þá stóð hann uppi með hálfgert B-landslið en náði samt að vinna Evrópugullið. „Við munum líka eftir því að þegar Dagur gerir Þjóðverja að Evrópumeisturum þá voru brjáluð meiðslavandræði í gangi hjá liðinu. Hann nær að fá Margréti Erlu Maack til að skapa góða liðsheild hér á Ísland,“ sagði Stefán Árni en Henry kom af fjöllum Henry Birgir mundi ekki eftir því „Margréti Erlu Maack. Var hún í því. Ég man ekki eftir því,“ sagði Henry. „Hún tók þá í Beyonce dans á Kex. Þeir voru á Kex í einhverja viku og Margrét Erla tók þá alla í Beyonce dans,“ sagði Stefán. „Bara magadans og læti,“ sagði Henry og Stefán játti því. „Það var bara mynduð þar alvöru liðsheild,“ sagði Stefán. „Þetta var lykillinn að sigri. Við þurfum að fara að gera þetta með íslenska liðið,“ sagði Valur Páll léttur. Það má heyra þessu sögu og margar aðrar í nýjast þættinum af Besta sætinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Króatía Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Besta sætið Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira