Þegar múslimi bað í beinni á Rás 1 Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 9. mars 2024 17:00 Ég starfaði í Neskirkju við Hagatorg í nær 10 ár, hóf þar störf að loknu guðfræðinámi haustið 2006 og lauk störfum vorið 2016 þegar ég fór til framhaldsnáms erlendis. Þau ár voru góð og ég þakklátur fyrir og stoltur af því starfi sem ég vann í Neskirkju, að eiga hlutdeild í lífi barna- og unglinga sem æskulýðsprestur og að taka þátt í safnaðarstarfinu sem þar fer fram. Eftirminnilegastur samstarfsmanna, að öðrum ólöstuðum, er þó líklega prestur innflytjenda Toshiki Toma sem var með aðsetur í Neskirkju en þjónaði landinu öllu í sérþjónustu sinni. Toshiki er hæglátur maður en eldprédikari og greinar hans um innflytjendamál voru langt á undan sinni samtíð, enda maður í framlínuþjónustu við hælisleitendur á Íslandi. Upp úr aldamótum var Toshiki Toma farinn að skrifa greinar þar sem fjallað er með gagnrýnum hætti um orðnotkun Íslendinga, t.d. um orðið nýbúi sem þá heyrðist mikið, og um málefni hælisleitanda. Á þessum árum var jafnframt mikið rætt um þjónustu hans innan kirkjunnar og hann fékk reglulega að heyra að hægt væri að spara í eða skera niður þessa þjónustu. Þá upplifði hann hótanir fyrir störf sín frá Íslendingum sem sáu þjónustu hans við útlendinga sem ógn við menningu okkar. Þær raddir hafa allar þagnað enda er þjónusta við innflytjendur og hælisleitendur mikilvægasta starf sem unnið er í kirkjulegri þjónustu í dag. Toshiki hefur hlotið verðlaun fyrir störf sín og umfjöllun um samstöðu hans með hælisleitendum var ljósmynduð af Heiðu Helgadóttur hjá Heimildinni (Stundinni) 2017 og var valin besta fréttaljósmynd ársins það ár. Toshiki var á þeim árum sem ég starfaði í Neskirkju í víðtæku samstarfi við félagasamtök og ég naut þeirrar gæfu að tengjast frá upphafi samstarfi hans við Félag Horizon, en það eru menningarsamtök múslima af tyrkneskum uppruna sem hafa það að markmiði að minnka fordóma og auka skilning í samfélaginu. Toshiki og Neskirkja hófu víðtækt samstarf við Félag Horizon. Það voru haldnar hátíðir að tyrkneskum sið í Neskirkju, æskulýðsfélagið NeDó skoraði á Horizon í Brennó fyrir friði og ég skrifaði greinar með félögum úr Horizon. Þáverandi formaður félagsins, Ersan Koyuncu, lýsti því yfir í viðtali með okkur 2014, hann „aldrei verða fyrir fordómum vegna trúar sinnar á Íslandi“ en tók þó fram að hann þekkti til fordóma í samfélaginu. Sjálfur upplifði ég einungis gleði og falleg viðbrögð við samstarfi okkar, þar til við héldum útvarpsguðsþjónustu. Í mars 2015 fékk ég það verkefni að leiða útvarpsguðþjónustu á Rás 1, ásamt organista og kór Neskirkju, og ég bauð Toshiki Toma og Muhammed Emin Kizilkaya að biðja með mér í guðsþjónustunni. Þetta er í fyrsta sinn sem bæn múslima hefur heyrst opinberlega í útvarpsmessu á Rás 1 og Muhammed bað til Guðs, Allah, sem er sami Guð og gyðingar og kristnir menn biðja til, á arabísku og íslensku í messunni. Prédikunin fjallaði um systurtrúarbrögðin, íslam og kristni, og hvað þau eiga sameiginlegt. Ég hef enn ekki deilt með vini mínum þeim neikvæðu viðbrögðum sem ég fékk við messunni en það er í fyrsta sinn sem ég hef upplifað hatursorðræðu á eigin skinni. Innan kirkjunnar var gleði og stuðningur, enda höfðum við beðið saman í Neskirkju um nokkurt skeið þegar messan var haldin, Horizon og NeDó, múslimar og kristnir, systur og bræður. Í dag starfa ég í Fríkirkjunni í Reykjavík en þar hefur verið staðið með fjölmenningu á Íslandi um árabil. Sem dæmi um það hýsti Fríkirkjan Menningarsetur múslima í föstumánuðinum, Ramadan, árið 2016 og fyrir vikið skráði nokkur fjöldi sig úr söfnuðinum en fleiri skráðu sig í Fríkirkjuna. Þau eru nefnilega fleiri sem skilja þegar svona er gert en þau sem setja sig upp á móti, sem betur fer. Síðan ég kom til starfa í Fríkirkjunni hef ég boðið vinum mínum úr Horizon að vinna með okkur, Derya Özdilek kom fram í jólaþætti Fríkirkjunnar á RÚV 2022 og óskaði þjóðinni gleðilegra jóla og Muhammed Emin Kizilkaya bað með okkur fyrir friði í páskaþætti og jólaþætti Fríkirkjunnar á síðasta ári, á íslensku og arabísku. Það er enda raunveruleg fjölmenning, að menningarblæbrigði séu sýnileg og að trúarbrögðin geti sameinast í trúariðkun sinni fyrir æðri málstað, friði, jákvæðri forvitni og gagnkvæmri virðingu. Því miður er það þó svo að framtak okkar hefur mætt andstöðu og á miðlum kirkjunnar hefur verið settur inn hatursáróður sem þurft hefur að fjarlægja. Alhæfingar í garð kristni og trúar hafa verið hluti af okkar orðræðu um nokkurt skeið, en ég greini aukinn þunga í alhæfingum í garð múslima í almannarýminu. Athugasemdir í garð Bashar Murad, er tók þátt í Söngvakeppninni, og eftirmálar þeirra eru einungis eitt dæmi um slík ummæli. Ef farið er yfir skoðanagreinar á þessu ári má víða finna alhæfingar í garð múslima, sem og raunar gyðinga, sem settar eru fram án ígrundunar. Fjölmenning á Íslandi er staðreynd. Jafnvel þótt landamærum okkar yrði lokað á morgun og enginn annar flytti hingað til lands er sú fjölbreytni sem auðgar samfélag okkar í dag óafturkræf. Á Íslandi starfa trúfélög sem tilheyra öllum helstu trúarhefðum heims, það eru töluð á annað hundrað móðurmál í íslenskum skólum og Íslendingar bera allan mögulegan húðlit mannkyns. Það er hinsvegar okkar að velja hvort fjölmenning okkar verður farsæl eða feigðarboði. Farsæl fjölmenning lítur jákvæðum augum á fjölbreytileika mannsins og fagnar því að við séum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Það gerum við með því að opna dyr og hjörtu okkar fyrir þeim sem eru öðruvísi en við sjálf, fara með þeim í brennó og biðja með þeim fyrir þeim friði og þeirri farsæld sem við þráum öll. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég starfaði í Neskirkju við Hagatorg í nær 10 ár, hóf þar störf að loknu guðfræðinámi haustið 2006 og lauk störfum vorið 2016 þegar ég fór til framhaldsnáms erlendis. Þau ár voru góð og ég þakklátur fyrir og stoltur af því starfi sem ég vann í Neskirkju, að eiga hlutdeild í lífi barna- og unglinga sem æskulýðsprestur og að taka þátt í safnaðarstarfinu sem þar fer fram. Eftirminnilegastur samstarfsmanna, að öðrum ólöstuðum, er þó líklega prestur innflytjenda Toshiki Toma sem var með aðsetur í Neskirkju en þjónaði landinu öllu í sérþjónustu sinni. Toshiki er hæglátur maður en eldprédikari og greinar hans um innflytjendamál voru langt á undan sinni samtíð, enda maður í framlínuþjónustu við hælisleitendur á Íslandi. Upp úr aldamótum var Toshiki Toma farinn að skrifa greinar þar sem fjallað er með gagnrýnum hætti um orðnotkun Íslendinga, t.d. um orðið nýbúi sem þá heyrðist mikið, og um málefni hælisleitanda. Á þessum árum var jafnframt mikið rætt um þjónustu hans innan kirkjunnar og hann fékk reglulega að heyra að hægt væri að spara í eða skera niður þessa þjónustu. Þá upplifði hann hótanir fyrir störf sín frá Íslendingum sem sáu þjónustu hans við útlendinga sem ógn við menningu okkar. Þær raddir hafa allar þagnað enda er þjónusta við innflytjendur og hælisleitendur mikilvægasta starf sem unnið er í kirkjulegri þjónustu í dag. Toshiki hefur hlotið verðlaun fyrir störf sín og umfjöllun um samstöðu hans með hælisleitendum var ljósmynduð af Heiðu Helgadóttur hjá Heimildinni (Stundinni) 2017 og var valin besta fréttaljósmynd ársins það ár. Toshiki var á þeim árum sem ég starfaði í Neskirkju í víðtæku samstarfi við félagasamtök og ég naut þeirrar gæfu að tengjast frá upphafi samstarfi hans við Félag Horizon, en það eru menningarsamtök múslima af tyrkneskum uppruna sem hafa það að markmiði að minnka fordóma og auka skilning í samfélaginu. Toshiki og Neskirkja hófu víðtækt samstarf við Félag Horizon. Það voru haldnar hátíðir að tyrkneskum sið í Neskirkju, æskulýðsfélagið NeDó skoraði á Horizon í Brennó fyrir friði og ég skrifaði greinar með félögum úr Horizon. Þáverandi formaður félagsins, Ersan Koyuncu, lýsti því yfir í viðtali með okkur 2014, hann „aldrei verða fyrir fordómum vegna trúar sinnar á Íslandi“ en tók þó fram að hann þekkti til fordóma í samfélaginu. Sjálfur upplifði ég einungis gleði og falleg viðbrögð við samstarfi okkar, þar til við héldum útvarpsguðsþjónustu. Í mars 2015 fékk ég það verkefni að leiða útvarpsguðþjónustu á Rás 1, ásamt organista og kór Neskirkju, og ég bauð Toshiki Toma og Muhammed Emin Kizilkaya að biðja með mér í guðsþjónustunni. Þetta er í fyrsta sinn sem bæn múslima hefur heyrst opinberlega í útvarpsmessu á Rás 1 og Muhammed bað til Guðs, Allah, sem er sami Guð og gyðingar og kristnir menn biðja til, á arabísku og íslensku í messunni. Prédikunin fjallaði um systurtrúarbrögðin, íslam og kristni, og hvað þau eiga sameiginlegt. Ég hef enn ekki deilt með vini mínum þeim neikvæðu viðbrögðum sem ég fékk við messunni en það er í fyrsta sinn sem ég hef upplifað hatursorðræðu á eigin skinni. Innan kirkjunnar var gleði og stuðningur, enda höfðum við beðið saman í Neskirkju um nokkurt skeið þegar messan var haldin, Horizon og NeDó, múslimar og kristnir, systur og bræður. Í dag starfa ég í Fríkirkjunni í Reykjavík en þar hefur verið staðið með fjölmenningu á Íslandi um árabil. Sem dæmi um það hýsti Fríkirkjan Menningarsetur múslima í föstumánuðinum, Ramadan, árið 2016 og fyrir vikið skráði nokkur fjöldi sig úr söfnuðinum en fleiri skráðu sig í Fríkirkjuna. Þau eru nefnilega fleiri sem skilja þegar svona er gert en þau sem setja sig upp á móti, sem betur fer. Síðan ég kom til starfa í Fríkirkjunni hef ég boðið vinum mínum úr Horizon að vinna með okkur, Derya Özdilek kom fram í jólaþætti Fríkirkjunnar á RÚV 2022 og óskaði þjóðinni gleðilegra jóla og Muhammed Emin Kizilkaya bað með okkur fyrir friði í páskaþætti og jólaþætti Fríkirkjunnar á síðasta ári, á íslensku og arabísku. Það er enda raunveruleg fjölmenning, að menningarblæbrigði séu sýnileg og að trúarbrögðin geti sameinast í trúariðkun sinni fyrir æðri málstað, friði, jákvæðri forvitni og gagnkvæmri virðingu. Því miður er það þó svo að framtak okkar hefur mætt andstöðu og á miðlum kirkjunnar hefur verið settur inn hatursáróður sem þurft hefur að fjarlægja. Alhæfingar í garð kristni og trúar hafa verið hluti af okkar orðræðu um nokkurt skeið, en ég greini aukinn þunga í alhæfingum í garð múslima í almannarýminu. Athugasemdir í garð Bashar Murad, er tók þátt í Söngvakeppninni, og eftirmálar þeirra eru einungis eitt dæmi um slík ummæli. Ef farið er yfir skoðanagreinar á þessu ári má víða finna alhæfingar í garð múslima, sem og raunar gyðinga, sem settar eru fram án ígrundunar. Fjölmenning á Íslandi er staðreynd. Jafnvel þótt landamærum okkar yrði lokað á morgun og enginn annar flytti hingað til lands er sú fjölbreytni sem auðgar samfélag okkar í dag óafturkræf. Á Íslandi starfa trúfélög sem tilheyra öllum helstu trúarhefðum heims, það eru töluð á annað hundrað móðurmál í íslenskum skólum og Íslendingar bera allan mögulegan húðlit mannkyns. Það er hinsvegar okkar að velja hvort fjölmenning okkar verður farsæl eða feigðarboði. Farsæl fjölmenning lítur jákvæðum augum á fjölbreytileika mannsins og fagnar því að við séum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Það gerum við með því að opna dyr og hjörtu okkar fyrir þeim sem eru öðruvísi en við sjálf, fara með þeim í brennó og biðja með þeim fyrir þeim friði og þeirri farsæld sem við þráum öll. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun