Sökktu enn einu herskipinu Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 10:28 Myndbandið sýnir að minnsta kosti tveimur drónum siglt upp að skipinu, þar sem þeir sprungu í loft upp. Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. Notast var við svokallaða Magura V5 sjálfsprengidróna. Það eru fjarstýrðir drónar sem bera mikið magn sprengiefna og eru hannaðir til að vera notaðir saman í árásum. Mörgum þeirra er siglt að sama skotmarkinu á sama tíma og komast þeir þannig í gegnum varnir herskipa. Úkraínumenn segjast hafa siglt drónunum upp að báðum síðum Sergei Kotov og þar hafi þeir verið sprengdir. Skipið er af gerðinni Project 22160 og eru þessi skip um 94 metra löng og geta borið stýriflaugar. Þau voru fyrst tekin í notkun árið 2018. Um sextíu eru í áhöfn þessara skipa en ekki liggja fyrir upplýsingar um afdrif áhafnarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn átt undir högg að sækja á landi. Það sama er ekki upp á teningnum á Svartahafi þar sem þeir hafa notað dróna með góðum árangri. Í síðasta mánuði birtu Úkraínumenn tvö myndbönd sem sýndu sambærilegar árásir á rússnesk herskip, að virðist, með sambærilegum árangri. Frá því í febrúar 2022 hafa Úkraínumenn grandað fjórum skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu, einu beitiskipi, kafbát, birgðaflutningaskipi, nokkrum eftirlitsbátum og minnst tveimur eldflauga-korvettum. Samkvæmt frétt Forbes samsvarar þetta um fjórðungi Svartahafsflota Rússlands. Ekki er hægt að senda liðsauka til Svartahafs þar sem yfirvöld í Tyrklandi hafa bannað siglingu herskipa um Bosporussund. Russian military channels confirm that Sergei Kotov was sunk in waters near Feodosiya, occupied Crimea. Russia is not allowed by Turkey to bring new warships to the Black Sea, and each such loss is irreplaceable. pic.twitter.com/yt5oRsKxKF— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) March 5, 2024 Árásirnar eru mikilvægar þar sem stórum hluta þeirra stýri- og eldflauga sem skotið er að Úkraínu er skotið á loft frá herskipum á Svartahafi. Þær hafa einnig gert Rússum ómögulegt að stöðva útflutning Úkraínumanna um Svartahafið. Árásin mun hafa verið gerð nærri höfninni í Fedosia á Krímskaga. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest að árásirnar hafi átt sér stað eða viðurkennt að skipunum hafi verið sökkt. Nærri því ár er síðan Úkraínumenn sökktu Moskvu, flaggskipi Rússa í Svartahafi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Notast var við svokallaða Magura V5 sjálfsprengidróna. Það eru fjarstýrðir drónar sem bera mikið magn sprengiefna og eru hannaðir til að vera notaðir saman í árásum. Mörgum þeirra er siglt að sama skotmarkinu á sama tíma og komast þeir þannig í gegnum varnir herskipa. Úkraínumenn segjast hafa siglt drónunum upp að báðum síðum Sergei Kotov og þar hafi þeir verið sprengdir. Skipið er af gerðinni Project 22160 og eru þessi skip um 94 metra löng og geta borið stýriflaugar. Þau voru fyrst tekin í notkun árið 2018. Um sextíu eru í áhöfn þessara skipa en ekki liggja fyrir upplýsingar um afdrif áhafnarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn átt undir högg að sækja á landi. Það sama er ekki upp á teningnum á Svartahafi þar sem þeir hafa notað dróna með góðum árangri. Í síðasta mánuði birtu Úkraínumenn tvö myndbönd sem sýndu sambærilegar árásir á rússnesk herskip, að virðist, með sambærilegum árangri. Frá því í febrúar 2022 hafa Úkraínumenn grandað fjórum skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu, einu beitiskipi, kafbát, birgðaflutningaskipi, nokkrum eftirlitsbátum og minnst tveimur eldflauga-korvettum. Samkvæmt frétt Forbes samsvarar þetta um fjórðungi Svartahafsflota Rússlands. Ekki er hægt að senda liðsauka til Svartahafs þar sem yfirvöld í Tyrklandi hafa bannað siglingu herskipa um Bosporussund. Russian military channels confirm that Sergei Kotov was sunk in waters near Feodosiya, occupied Crimea. Russia is not allowed by Turkey to bring new warships to the Black Sea, and each such loss is irreplaceable. pic.twitter.com/yt5oRsKxKF— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) March 5, 2024 Árásirnar eru mikilvægar þar sem stórum hluta þeirra stýri- og eldflauga sem skotið er að Úkraínu er skotið á loft frá herskipum á Svartahafi. Þær hafa einnig gert Rússum ómögulegt að stöðva útflutning Úkraínumanna um Svartahafið. Árásin mun hafa verið gerð nærri höfninni í Fedosia á Krímskaga. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest að árásirnar hafi átt sér stað eða viðurkennt að skipunum hafi verið sökkt. Nærri því ár er síðan Úkraínumenn sökktu Moskvu, flaggskipi Rússa í Svartahafi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46
Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01