Sandra María og Agla María með þrennur | Víkingar skoruðu fimm Ágúst Orri Arnarson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 2. mars 2024 21:06 Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag. Vísir/Hulda Margrét Fjöldinn allur af leikjum fór fram í A-deild Lengjubikar karla og kvenna í dag. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór. Lengjubikar karla Riðill 1 FH tók á móti Gróttu í Skessunni og hafði betur, 1-0, eftir mark frá fyrirliðanum Birni Daníel Sverrissyni. FH hefur nú leikið alla fimm leiki sína og er með 9 stig á meðan Grindavík er með 10 stig á toppnum eftir fimm leiki. Bæði Keflavík og Breiðablik geta náð toppsætinu en þau eiga einn og tvo leiki eftir. Seltirningar eru hins vegar á botninum án stiga eftir fjóra leiki. Riðill 2 Fram og ÍBV skildu jöfn 2-2 en leikið var í Úlfarsárdal. Heimamenn komust tveimur yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Jannik Pohl Holmsgaard og Guðmundi Magnússyni. Þetta var fyrsta stig ÍBV sem situr neðst í riðlinum, Fram er einu sæti ofar með 4 stig. Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Fram.vísir/Diego Riðill 3 Þór Akureyri tók á móti KR í riðli 3. Gestirnir mættu með ungt lið til Akureyrar og vantaði mörg af þeirra stærstu nöfnum. Það nýttu heimamenn sér en staðan var 3-0 Þór í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik hættu Þórsarar við einu mark til viðbótar og unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Aron Ingi Magnússon, Marc Rochester Sörensen, Fannar Daði Malmquist og Bjarki Þór Viðarsson. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki og eru í 1. og 2. sæti riðilsins. Þór Ak. á toppnum með fullt hús stiga og KR þar á eftir með 9 stig. Riðill 4 Íslands- og bikarmeistarar Víkings voru í heimsókn á Dalvík þar sem þeir mættu heimamönnum í Dalvík/Reyni. Daði Berg Jónsson kom Víkingum yfir og Danijel Dejan Djuric - sem er enn leikmaður Víkings - tvöfaldaði forystuna, staðan 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Ari Sigurpálsson tvívegis og Pablo Punyed einu sinni. Lokatölur 5-0 Víkingum í vil. Víkingur er á toppi riðilsins með 9 stig en hefur lokið leik. ÍA og KA eiga leik til góða og geta því náð toppsætinu. Dalvík/Reynir situr á botninum án stiga. Lengjubikar kvenna Riðill 1 Þar mættust Fylkir og Breiðablik í leik sem var eign gestanna úr Kópavogi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik og Birta Georgsdóttir bætti við fjórða markinu þegar klukkustund var liðin. Lokatölur í Árbænum 0-4. Birta Georgsdóttir skoraði eitt mark í dag.Vísir/Hulda Margrét Í sama riðli tók Tindastóll á móti Íslandsmeisturum Vals. Fór það svo að gestirnir unnu þægilegan 3-0 útisigur. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir braut ísinn, Amanda Jacobsen Andradóttir tvöfaldaði forystuna og Helena Ósk Hálfdánardóttir kórónaði góðan leik Vals með marki í blálokin. Valur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Blikar hafa leikið einum leik minna en unnið alla sína leiki. Fylkir er með fjögur stig að loknum 4 leikjum á meðan Tindastóll er með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Riðill 2 ÍBV sótti Víking heim en leiknum lauk með 4-2 sigri Víkings. Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir og Sigdís Eva Bárðardóttir tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sigdís Eva kom Víking 3-0 yfir áður en Kristín Klara Óskarsdóttir minnkaði muninn. Helena Hekla Hlynsdóttir minnkaði muninn enn frekar í uppbótartíma en örskömmu síðar bætti Bergdís við öðru marki sínu og fjórða marki Víkings. Þá mættust Þór/KA og Þróttur Reykjavík í Boganum. Vann heimaliðið stórsigur, lokatölur 6-2. Bríet Jóhannsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk heimaliðsins áður en Sandra María Jessen bætti því þriðja við. Sandra María skoraði þrennu í kvöld.VÍSIR/VILHELM Angela Mary Helgadóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 3-1 áður en Margrét Árnadóttir kom Þór/KA 4-1 yfir. Sandra María bætti við fimmta markinu og fullkomnaði þrennu sína á 81. mínútu. Freyja Karín Þorvarðardóttir minnkaði muninn skömmu síðar, lokatölur 6-2. Þór/KA er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Víkingar eru með sex stig eftir jafn marga leiki. Þróttur Reykjavík er með eitt stig og ÍBV er án stiga. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sjá meira
Lengjubikar karla Riðill 1 FH tók á móti Gróttu í Skessunni og hafði betur, 1-0, eftir mark frá fyrirliðanum Birni Daníel Sverrissyni. FH hefur nú leikið alla fimm leiki sína og er með 9 stig á meðan Grindavík er með 10 stig á toppnum eftir fimm leiki. Bæði Keflavík og Breiðablik geta náð toppsætinu en þau eiga einn og tvo leiki eftir. Seltirningar eru hins vegar á botninum án stiga eftir fjóra leiki. Riðill 2 Fram og ÍBV skildu jöfn 2-2 en leikið var í Úlfarsárdal. Heimamenn komust tveimur yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Jannik Pohl Holmsgaard og Guðmundi Magnússyni. Þetta var fyrsta stig ÍBV sem situr neðst í riðlinum, Fram er einu sæti ofar með 4 stig. Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Fram.vísir/Diego Riðill 3 Þór Akureyri tók á móti KR í riðli 3. Gestirnir mættu með ungt lið til Akureyrar og vantaði mörg af þeirra stærstu nöfnum. Það nýttu heimamenn sér en staðan var 3-0 Þór í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik hættu Þórsarar við einu mark til viðbótar og unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Aron Ingi Magnússon, Marc Rochester Sörensen, Fannar Daði Malmquist og Bjarki Þór Viðarsson. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki og eru í 1. og 2. sæti riðilsins. Þór Ak. á toppnum með fullt hús stiga og KR þar á eftir með 9 stig. Riðill 4 Íslands- og bikarmeistarar Víkings voru í heimsókn á Dalvík þar sem þeir mættu heimamönnum í Dalvík/Reyni. Daði Berg Jónsson kom Víkingum yfir og Danijel Dejan Djuric - sem er enn leikmaður Víkings - tvöfaldaði forystuna, staðan 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Ari Sigurpálsson tvívegis og Pablo Punyed einu sinni. Lokatölur 5-0 Víkingum í vil. Víkingur er á toppi riðilsins með 9 stig en hefur lokið leik. ÍA og KA eiga leik til góða og geta því náð toppsætinu. Dalvík/Reynir situr á botninum án stiga. Lengjubikar kvenna Riðill 1 Þar mættust Fylkir og Breiðablik í leik sem var eign gestanna úr Kópavogi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik og Birta Georgsdóttir bætti við fjórða markinu þegar klukkustund var liðin. Lokatölur í Árbænum 0-4. Birta Georgsdóttir skoraði eitt mark í dag.Vísir/Hulda Margrét Í sama riðli tók Tindastóll á móti Íslandsmeisturum Vals. Fór það svo að gestirnir unnu þægilegan 3-0 útisigur. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir braut ísinn, Amanda Jacobsen Andradóttir tvöfaldaði forystuna og Helena Ósk Hálfdánardóttir kórónaði góðan leik Vals með marki í blálokin. Valur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Blikar hafa leikið einum leik minna en unnið alla sína leiki. Fylkir er með fjögur stig að loknum 4 leikjum á meðan Tindastóll er með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Riðill 2 ÍBV sótti Víking heim en leiknum lauk með 4-2 sigri Víkings. Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir og Sigdís Eva Bárðardóttir tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sigdís Eva kom Víking 3-0 yfir áður en Kristín Klara Óskarsdóttir minnkaði muninn. Helena Hekla Hlynsdóttir minnkaði muninn enn frekar í uppbótartíma en örskömmu síðar bætti Bergdís við öðru marki sínu og fjórða marki Víkings. Þá mættust Þór/KA og Þróttur Reykjavík í Boganum. Vann heimaliðið stórsigur, lokatölur 6-2. Bríet Jóhannsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk heimaliðsins áður en Sandra María Jessen bætti því þriðja við. Sandra María skoraði þrennu í kvöld.VÍSIR/VILHELM Angela Mary Helgadóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 3-1 áður en Margrét Árnadóttir kom Þór/KA 4-1 yfir. Sandra María bætti við fimmta markinu og fullkomnaði þrennu sína á 81. mínútu. Freyja Karín Þorvarðardóttir minnkaði muninn skömmu síðar, lokatölur 6-2. Þór/KA er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Víkingar eru með sex stig eftir jafn marga leiki. Þróttur Reykjavík er með eitt stig og ÍBV er án stiga.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki