Ratcliffe: „Ekki viss um að Sjeikinn sé til“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2024 12:01 Sir Jim Ratcliffe er staðráðinn í að koma Manchester United aftur á toppinn. getty/Martin Rickett Sir Jim Ratcliffe grínaðist með að hann væri ekki viss um að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani, sem keppti við hann um kaup á hlut í Manchester United, sé til í raun og veru. Í fyrradag voru kaup Ratcliffes á 27,7 prósent hluta í United staðfest. Félagið INEOS, sem er í eigu Ratcliffes, mun taka yfir allan fótboltatengdan rekstur United. Ratcliffe barðist við Sjeik Jassim um kaup í United. Lengi vel leit út fyrir að Sjeikinn myndi kaupa öll hlutabréf United af Glazer-fjölskyldunni. Ratcliffe skaut á Sjeikinn í viðtali eftir að kaup hans á rúmlega fjórðungshluta í United voru staðfest. „Enn hefur enginn séð hann. Glazerarnir hittu hann aldrei. Ég er ekki viss um að hann sé til,“ sagði Ratcliffe. Sjeikinn dró sig út úr kapphlaupinu um kaup á United í október síðastliðinn. Talið er að tilboð hans hafi hljóðað upp á fimm og hálfan milljarð punda. Í viðtalinu sagðist Ratcliffe vilja fella Manchester City og Liverpool af stalli sínum og koma United aftur í fremstu röð. Liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan Sir Alex Ferguson hætti þjálfun þess vorið 2013. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe um samkeppnina við City og Liverpool. United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 25 leiki. Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Í fyrradag voru kaup Ratcliffes á 27,7 prósent hluta í United staðfest. Félagið INEOS, sem er í eigu Ratcliffes, mun taka yfir allan fótboltatengdan rekstur United. Ratcliffe barðist við Sjeik Jassim um kaup í United. Lengi vel leit út fyrir að Sjeikinn myndi kaupa öll hlutabréf United af Glazer-fjölskyldunni. Ratcliffe skaut á Sjeikinn í viðtali eftir að kaup hans á rúmlega fjórðungshluta í United voru staðfest. „Enn hefur enginn séð hann. Glazerarnir hittu hann aldrei. Ég er ekki viss um að hann sé til,“ sagði Ratcliffe. Sjeikinn dró sig út úr kapphlaupinu um kaup á United í október síðastliðinn. Talið er að tilboð hans hafi hljóðað upp á fimm og hálfan milljarð punda. Í viðtalinu sagðist Ratcliffe vilja fella Manchester City og Liverpool af stalli sínum og koma United aftur í fremstu röð. Liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan Sir Alex Ferguson hætti þjálfun þess vorið 2013. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe um samkeppnina við City og Liverpool. United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 25 leiki.
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira