Sögulegur sigur en svekktur að fá ekki mynd með Tiger Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 10:30 Hideki Matsuyama með verðlaunin eftir magnaðan sigur á The Genesis Invitational. Getty/Ben Jared Japaninn Hideki Matsuyama vann hreint út sagt magnaðan sigur á Genesis Invitational mótinu í golfi í gær en hann lék lokahringinn á aðeins 62 höggum. Matsuyama var sex höggum frá toppnum fyrir lokahring mótsins en hóf hann á því að ná í þrjá fugla í röð. Á seinni níu holunum fékk hann svo heila sex fugla og endaði á að vinna mótið með þriggja högga forskot á næstu menn, þá Will Zalatoris og Luke List. Sigurinn er sögulegur og kærkominn fyrir Matsuyama því hann er þar með orðinn sigursælasti Asíubúinn í sögu PGA-mótaraðarinnar, með níu sigra. Það er einum sigri meira en K. J. Choi frá Suður-Kóreu. Sigurinn tryggði Matsuyama auk þess litlar fjórar millljónir Bandaríkjadala í verðlaun, eða rúmar 550 milljónir króna. „Að ná níu titlum var eitt af stóru markmiðunum mínum, og að komast upp fyrir K. J. Choi. Eftir áttunda sigurinn hef ég verið að glíma við bakmeiðsli. Oft leið mér eins og að ég myndi aldrei vinna aftur. Ég átti í erfiðleikum með að enda í hópi tíu efstu og ég er mjög glaður með að hafa tekist að vinna í dag,“ sagði Matsuyama. The putt that sealed the deal @TheGenesisInv! A moment @HidekiOfficial_ will never forget. pic.twitter.com/Cy8Ce3YgLo— PGA TOUR (@PGATOUR) February 18, 2024 Tiger Woods hætti vegna inflúensu Stærsta golfstjarna sögunnar, Tiger Woods, neyddist til að draga sig út úr mótinu á öðrum degi vegna veikinda. Þetta var fyrsta PGA-mót hans síðan á Masters á síðasta ári en Tiger tók skýrt fram að inflúensan hefði stöðvað hann í þetta sinn, ekki meiðsli. Tiger er gestgjafi Genesis Invitational mótsins en veikindin komu í veg fyrir að hann gæti heiðrað Matsuyama eftir sigurinn. Almost perfect day for @HidekiOfficial_ pic.twitter.com/vy9KZDYF7g— PGA TOUR (@PGATOUR) February 19, 2024 „Ég er svolítið vonsvikinn yfir að hafa ekki getað tekið mynd með Tiger í dag,“ sagði Matsuyama sem fékk hins vegar hlýja kveðju frá Tiger á samfélagsmiðlum, þar sem sá síðarnefndi skrifaði: „Óska Hideki til hamingju með ótrúlegan sigur á Genesis Invitational. Ég horfði í allan dag og það var alveg einstakt að sjá 62 högga methring og sigur eftir að hafa verið sex höggum frá toppnum.“ Golf Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Matsuyama var sex höggum frá toppnum fyrir lokahring mótsins en hóf hann á því að ná í þrjá fugla í röð. Á seinni níu holunum fékk hann svo heila sex fugla og endaði á að vinna mótið með þriggja högga forskot á næstu menn, þá Will Zalatoris og Luke List. Sigurinn er sögulegur og kærkominn fyrir Matsuyama því hann er þar með orðinn sigursælasti Asíubúinn í sögu PGA-mótaraðarinnar, með níu sigra. Það er einum sigri meira en K. J. Choi frá Suður-Kóreu. Sigurinn tryggði Matsuyama auk þess litlar fjórar millljónir Bandaríkjadala í verðlaun, eða rúmar 550 milljónir króna. „Að ná níu titlum var eitt af stóru markmiðunum mínum, og að komast upp fyrir K. J. Choi. Eftir áttunda sigurinn hef ég verið að glíma við bakmeiðsli. Oft leið mér eins og að ég myndi aldrei vinna aftur. Ég átti í erfiðleikum með að enda í hópi tíu efstu og ég er mjög glaður með að hafa tekist að vinna í dag,“ sagði Matsuyama. The putt that sealed the deal @TheGenesisInv! A moment @HidekiOfficial_ will never forget. pic.twitter.com/Cy8Ce3YgLo— PGA TOUR (@PGATOUR) February 18, 2024 Tiger Woods hætti vegna inflúensu Stærsta golfstjarna sögunnar, Tiger Woods, neyddist til að draga sig út úr mótinu á öðrum degi vegna veikinda. Þetta var fyrsta PGA-mót hans síðan á Masters á síðasta ári en Tiger tók skýrt fram að inflúensan hefði stöðvað hann í þetta sinn, ekki meiðsli. Tiger er gestgjafi Genesis Invitational mótsins en veikindin komu í veg fyrir að hann gæti heiðrað Matsuyama eftir sigurinn. Almost perfect day for @HidekiOfficial_ pic.twitter.com/vy9KZDYF7g— PGA TOUR (@PGATOUR) February 19, 2024 „Ég er svolítið vonsvikinn yfir að hafa ekki getað tekið mynd með Tiger í dag,“ sagði Matsuyama sem fékk hins vegar hlýja kveðju frá Tiger á samfélagsmiðlum, þar sem sá síðarnefndi skrifaði: „Óska Hideki til hamingju með ótrúlegan sigur á Genesis Invitational. Ég horfði í allan dag og það var alveg einstakt að sjá 62 högga methring og sigur eftir að hafa verið sex höggum frá toppnum.“
Golf Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira