Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 08:01 Viðmælendur fréttastofu segja tilhögun útboðsins óneitanlega munu hafa áhrif á kostnað framkvæmdarinnar. Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. Fréttastofa hefur rætt við nokkra einstaklinga sem tengjast hópunum fimm sem hugðust gera tilboð í framkvæmdina en enginn þeirra vill koma fram undir nafni. Þá fengust þau svör bæði hjá Vegagerðinni og Samtökum iðnaðarins að þau myndu ekki tjá sig um málið fyrr en tilboðin hefðu verið opnuð. Úboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar voru send út í nóvember en fimm fyrirtæki sótt um að fá að taka þátt í útboðinu. Samkvæmt heimildum Vísis voru gerðar ákveðnar kröfur um reynslu í útboðsauglýsingunni, sem gerðu það að verkum að einsýnt var að erlendir aðilar þyrftu að koma að málum. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Staðlar og fjármögnun flækja málin Ástæður þess að einn aðili hefur þegar dregið sig úr útboðinu og fleiri eru að skoða að gera það er sagðar margþættar en ekki síst sú staðreynd að ekki er stuðst við alþjóðlegan staðal, til dæmis FIDIC, hvað varðar útboðs- og samningsskilmála. Þetta virðist hafa vakið efasemdir erlendu aðilanna um þátttöku en þá segja heimildarmenn Vísis einnig um að ræða óánægju er varðar fjármögnun. Baldur Sigurðsson gerði samanburð á íslenska staðlinum ÍST 30 og FIDIC í meistararitgerð sinni við Háskóla Íslands árið 2014. Sagði hann ljóst að skilmálar FIDIC væru mun ítarlegri en ÍST 30. Þá lagði Baldur könnun fyrir verkkaupa, verktaka og ráðgjafa, þar sem meðal annars kom fram að mönnum þótti ÍST 30 henta betur fyrir minni verk en FIDIC fyrir stærri og flóknari verk. Fjórir af fimm ráðgjöfum sögðust telja að FIDIC hentuðu betur en ÍST 30, ekki síst við stærri framkvæmdir og framkvæmdir þar sem erlendir aðilar myndu mögulega koma að málum. Ný Ölfusárbrú Samgöngur Vegagerð Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Fréttastofa hefur rætt við nokkra einstaklinga sem tengjast hópunum fimm sem hugðust gera tilboð í framkvæmdina en enginn þeirra vill koma fram undir nafni. Þá fengust þau svör bæði hjá Vegagerðinni og Samtökum iðnaðarins að þau myndu ekki tjá sig um málið fyrr en tilboðin hefðu verið opnuð. Úboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar voru send út í nóvember en fimm fyrirtæki sótt um að fá að taka þátt í útboðinu. Samkvæmt heimildum Vísis voru gerðar ákveðnar kröfur um reynslu í útboðsauglýsingunni, sem gerðu það að verkum að einsýnt var að erlendir aðilar þyrftu að koma að málum. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Staðlar og fjármögnun flækja málin Ástæður þess að einn aðili hefur þegar dregið sig úr útboðinu og fleiri eru að skoða að gera það er sagðar margþættar en ekki síst sú staðreynd að ekki er stuðst við alþjóðlegan staðal, til dæmis FIDIC, hvað varðar útboðs- og samningsskilmála. Þetta virðist hafa vakið efasemdir erlendu aðilanna um þátttöku en þá segja heimildarmenn Vísis einnig um að ræða óánægju er varðar fjármögnun. Baldur Sigurðsson gerði samanburð á íslenska staðlinum ÍST 30 og FIDIC í meistararitgerð sinni við Háskóla Íslands árið 2014. Sagði hann ljóst að skilmálar FIDIC væru mun ítarlegri en ÍST 30. Þá lagði Baldur könnun fyrir verkkaupa, verktaka og ráðgjafa, þar sem meðal annars kom fram að mönnum þótti ÍST 30 henta betur fyrir minni verk en FIDIC fyrir stærri og flóknari verk. Fjórir af fimm ráðgjöfum sögðust telja að FIDIC hentuðu betur en ÍST 30, ekki síst við stærri framkvæmdir og framkvæmdir þar sem erlendir aðilar myndu mögulega koma að málum.
Ný Ölfusárbrú Samgöngur Vegagerð Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00