Tjáningarfrelsi fyrir „réttar“ skoðanir Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 08:31 Í sameiginlegri heimsókn formanna utanríkismálanefnda frá Norður- og Eystrasaltslöndunum, tókum við m.a. þátt í pallborði í Columbia háskóla í New York. Mikil ásókn var á viðburðinn sem bar yfirskriftinaNordic Baltic Voices og hverfðist um öryggis- og varnarmál. Við undirbúning viðburðarins fengum við upplýsingar sem vöktu hjá mér óhug. Reglum skólans varðandi upplýsingagjöf nemenda hafði sem sé nýlega verið breytt. Þannig þurfa nemendur ekki lengur að gera grein fyrir sér þegar þeir taka þátt í umræðum í skólastarfinu, þ.m.t. á fyrirlestrum og á opnum viðburðum eins og þessum. Ástæðan er að nemendur skólans höfðu orðið fyrir árásum utan skóla vegna ummæla sem þeir létu falla í skólastarfinu, þ.m.t. í tímum. Til þess að gæta öryggis nemenda hafði skólinn gripið til þess ráðs að setja það í hendur nemenda hvort þeir treystu sér til að auðkenna sig í umræðum. Framangreindar upplýsingar komu virkilega illa við mig og hafa verið mér ofarlega í huga. Vaxandi umburðarleysi í samfélaginu og aukin tilhneiging til þess að veitast að fólki og útskúfa fyrir skoðanir þess er nú helsta ógnin við tjáningarfrelsið. Þessi ógn er bætist við ógn sem tjáningarfrelsinu stafar af hryðjuverkaárásum ofbeldisfullra ofstækismanna sem eru hluti af herför þeirra gegn frjálsri hugsun og tjáningu. Tjáningarfrelsið er grundvallarundirstaða lýðræðissamfélaga. Þótt við setjum því skorður og leggjum áherslu á að tjáningarfrelsinu sé ekki beitt í meiðandi tilgangi og til valdníðslu, réttlætir tjáning í engum tilvikum ofbeldi. Ofbeldi, áreiti og ógnandi hegðun er auðvitað aldrei réttlætanleg. Þó virðist nú fullt tilefni til að taka það fram. Langminnstur hluti fólks býr við raunverulegt tjáningarfrelsi. Og hópurinn fer minnkandi. Við lesum fréttir af ofbeldisfullum árásum íranskra stjórnvalda á borgarana, m.a. vegna myndbirtinga. Við fylgjumst með rússneskum „réttarhöldum“ yfir fólki sem hefur flutt eða hlýtt á ljóðalestra sem þarlendum yfirvöldum þóknast ekki. Ekki samræmist þetta hugmyndum okkar um frjálst og lýðræðislegt samfélag og við mótmælum þessu. Svo færist þetta nær. Við hneykslumst á fréttum frá Bandaríkjunum þar sem ofbeldisverk og eignaspjöll, tengd stjórnmálaskoðunum hefur stóraukist, einkum eftir árás ofbeldismanna (mótmælenda?) á bandaríska þinghúsið. En hver er staða skoðana- og tjáningarfrelsis á Íslandi? Stöndum við vörð um frjálst og opið samfélag á Íslandi? Finnst okkur í lagi að veitast að fólki með ofbeldi vegna skoðana og tjáningar? Ógna því, hóta og hræða – skemma eigur þess? Brjóta gegn friðhelgi heimila þess? Framangreind aðför að tjáningarfrelsi í öðrum löndum er knúin áfram af sannfæringu fólks sem telur sig handhafa réttra skoðana. Og réttlætir aðfarirnar með því að röngum skoðunum og tjáningu annarra verði að útrýma með öllum tiltækum aðferðum. Við megum aldrei líða neins konar aðför að skoðana- og tjáningarfrelsi fólks. Sama hversu heilög réttlætingin er. Framtíð okkar allra er þar í húfi – frelsið er aldrei meira en einni kynslóð frá því að deyja út, ekki satt? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Tjáningarfrelsi Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í sameiginlegri heimsókn formanna utanríkismálanefnda frá Norður- og Eystrasaltslöndunum, tókum við m.a. þátt í pallborði í Columbia háskóla í New York. Mikil ásókn var á viðburðinn sem bar yfirskriftinaNordic Baltic Voices og hverfðist um öryggis- og varnarmál. Við undirbúning viðburðarins fengum við upplýsingar sem vöktu hjá mér óhug. Reglum skólans varðandi upplýsingagjöf nemenda hafði sem sé nýlega verið breytt. Þannig þurfa nemendur ekki lengur að gera grein fyrir sér þegar þeir taka þátt í umræðum í skólastarfinu, þ.m.t. á fyrirlestrum og á opnum viðburðum eins og þessum. Ástæðan er að nemendur skólans höfðu orðið fyrir árásum utan skóla vegna ummæla sem þeir létu falla í skólastarfinu, þ.m.t. í tímum. Til þess að gæta öryggis nemenda hafði skólinn gripið til þess ráðs að setja það í hendur nemenda hvort þeir treystu sér til að auðkenna sig í umræðum. Framangreindar upplýsingar komu virkilega illa við mig og hafa verið mér ofarlega í huga. Vaxandi umburðarleysi í samfélaginu og aukin tilhneiging til þess að veitast að fólki og útskúfa fyrir skoðanir þess er nú helsta ógnin við tjáningarfrelsið. Þessi ógn er bætist við ógn sem tjáningarfrelsinu stafar af hryðjuverkaárásum ofbeldisfullra ofstækismanna sem eru hluti af herför þeirra gegn frjálsri hugsun og tjáningu. Tjáningarfrelsið er grundvallarundirstaða lýðræðissamfélaga. Þótt við setjum því skorður og leggjum áherslu á að tjáningarfrelsinu sé ekki beitt í meiðandi tilgangi og til valdníðslu, réttlætir tjáning í engum tilvikum ofbeldi. Ofbeldi, áreiti og ógnandi hegðun er auðvitað aldrei réttlætanleg. Þó virðist nú fullt tilefni til að taka það fram. Langminnstur hluti fólks býr við raunverulegt tjáningarfrelsi. Og hópurinn fer minnkandi. Við lesum fréttir af ofbeldisfullum árásum íranskra stjórnvalda á borgarana, m.a. vegna myndbirtinga. Við fylgjumst með rússneskum „réttarhöldum“ yfir fólki sem hefur flutt eða hlýtt á ljóðalestra sem þarlendum yfirvöldum þóknast ekki. Ekki samræmist þetta hugmyndum okkar um frjálst og lýðræðislegt samfélag og við mótmælum þessu. Svo færist þetta nær. Við hneykslumst á fréttum frá Bandaríkjunum þar sem ofbeldisverk og eignaspjöll, tengd stjórnmálaskoðunum hefur stóraukist, einkum eftir árás ofbeldismanna (mótmælenda?) á bandaríska þinghúsið. En hver er staða skoðana- og tjáningarfrelsis á Íslandi? Stöndum við vörð um frjálst og opið samfélag á Íslandi? Finnst okkur í lagi að veitast að fólki með ofbeldi vegna skoðana og tjáningar? Ógna því, hóta og hræða – skemma eigur þess? Brjóta gegn friðhelgi heimila þess? Framangreind aðför að tjáningarfrelsi í öðrum löndum er knúin áfram af sannfæringu fólks sem telur sig handhafa réttra skoðana. Og réttlætir aðfarirnar með því að röngum skoðunum og tjáningu annarra verði að útrýma með öllum tiltækum aðferðum. Við megum aldrei líða neins konar aðför að skoðana- og tjáningarfrelsi fólks. Sama hversu heilög réttlætingin er. Framtíð okkar allra er þar í húfi – frelsið er aldrei meira en einni kynslóð frá því að deyja út, ekki satt? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun