Mahomes biður fyrir Kansas City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 06:31 Patrick Mahomes og félagar hans í liði Kansas City Chiefs sluppu ómeiddir frá skotárásinni. Getty/Marc Sanchez Sigurhátíð Kansas City Chiefs liðsins breyttist í martröð í gær þegar skotið var á fjölda fólks í meistaraskrúðgöngu liðsins. Chiefs liðið var að fagna sigri í Super Bowl leiknum en það varð fyrsta félagið í NFL í nítján ár til að vinna tvö ár í röð. Það var gríðarlegur fjöldi samankominn í miðborg Kansas City til að fagna með leikmönnum og þjálfurum en skotin hljómuðu undir lok hátíðarinnar. Kansas City Police Chief Stacey Graves says 22 are wounded from gunshots in the shooting after the Chiefs Super Bowl parade. One person has died. Graves also said three people are now detained and "under investigation." pic.twitter.com/IiVuRDWZgj— MSNBC (@MSNBC) February 14, 2024 Leikmenn og starfsmenn Chiefs liðsins sluppu óhultir frá skotárásinni en allir voru ekki svo heppnir. Einn lést og 21 einn varð fyrir skoti. Lögreglan handtók þrjá aðila. Lögreglustjórinn Stacey Graves staðfesti þessar tölur á blaðamannafundi. Átta þeirra sem urðu fyrir skoti voru í lífshættu en sex þeirra fengu minniháttar sár. „Ég er reið yfir því sem gerðist í dag. Fólkið sem kom hingað til að fagna liðinu ættu að búast við öruggu umhverfi,“ sagði Stacey Graves, lögreglustjóri Kansas City. Útvarpsstöðin KKFI greindi frá því að einn plötusnúður hennar, Lisa Lopez-Galvan, hafi látist í skotárásinni. Hún var tveggja barna móðir. Mercy barnaspítalinn staðfesti það að hann hafi fengið ellefu börn inn til sín sem höfðu særst í skotárásinni. Þau voru á aldrinum sex til fimmtán ára en eiga öll að ná sér af sárum sínum. Leikmennirnir sluppu óhultir en voru mjög slegnir yfir fréttunum. Praying for Kansas City — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) February 14, 2024 „Ég bið fyrir Kansas City,“ skrifaði leikstjórnandinn Patrick Mahomes á samfélagsmiðilinn X. „Við skulum biðja fyrir fórnarlömbum þessa andstyggilega verknaðs. Biðjum fyrir því að læknar og viðbragðsaðilar hafi traustar hendur og að það verði í lagi með alla,“ skrifaði liðsfélagi hans Drue Tranquill. Travis Kelce sagðist vera harmi lostinn yfir atburðunum í gær. „Hjarta mitt er hjá öllum sem komu til að fagna með okkur en urðu fyrir áhrifum af þessari árás. KC mig þykir svo vænt um þig,“ skrifaði Kelce. I am heartbroken over the tragedy that took place today. My heart is with all who came out to celebrate with us and have been affected. KC, you mean the world to me.— Travis Kelce (@tkelce) February 15, 2024 NFL Ofurskálin Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira
Chiefs liðið var að fagna sigri í Super Bowl leiknum en það varð fyrsta félagið í NFL í nítján ár til að vinna tvö ár í röð. Það var gríðarlegur fjöldi samankominn í miðborg Kansas City til að fagna með leikmönnum og þjálfurum en skotin hljómuðu undir lok hátíðarinnar. Kansas City Police Chief Stacey Graves says 22 are wounded from gunshots in the shooting after the Chiefs Super Bowl parade. One person has died. Graves also said three people are now detained and "under investigation." pic.twitter.com/IiVuRDWZgj— MSNBC (@MSNBC) February 14, 2024 Leikmenn og starfsmenn Chiefs liðsins sluppu óhultir frá skotárásinni en allir voru ekki svo heppnir. Einn lést og 21 einn varð fyrir skoti. Lögreglan handtók þrjá aðila. Lögreglustjórinn Stacey Graves staðfesti þessar tölur á blaðamannafundi. Átta þeirra sem urðu fyrir skoti voru í lífshættu en sex þeirra fengu minniháttar sár. „Ég er reið yfir því sem gerðist í dag. Fólkið sem kom hingað til að fagna liðinu ættu að búast við öruggu umhverfi,“ sagði Stacey Graves, lögreglustjóri Kansas City. Útvarpsstöðin KKFI greindi frá því að einn plötusnúður hennar, Lisa Lopez-Galvan, hafi látist í skotárásinni. Hún var tveggja barna móðir. Mercy barnaspítalinn staðfesti það að hann hafi fengið ellefu börn inn til sín sem höfðu særst í skotárásinni. Þau voru á aldrinum sex til fimmtán ára en eiga öll að ná sér af sárum sínum. Leikmennirnir sluppu óhultir en voru mjög slegnir yfir fréttunum. Praying for Kansas City — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) February 14, 2024 „Ég bið fyrir Kansas City,“ skrifaði leikstjórnandinn Patrick Mahomes á samfélagsmiðilinn X. „Við skulum biðja fyrir fórnarlömbum þessa andstyggilega verknaðs. Biðjum fyrir því að læknar og viðbragðsaðilar hafi traustar hendur og að það verði í lagi með alla,“ skrifaði liðsfélagi hans Drue Tranquill. Travis Kelce sagðist vera harmi lostinn yfir atburðunum í gær. „Hjarta mitt er hjá öllum sem komu til að fagna með okkur en urðu fyrir áhrifum af þessari árás. KC mig þykir svo vænt um þig,“ skrifaði Kelce. I am heartbroken over the tragedy that took place today. My heart is with all who came out to celebrate with us and have been affected. KC, you mean the world to me.— Travis Kelce (@tkelce) February 15, 2024
NFL Ofurskálin Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira