Rússar þrói kjarnavopn í geimnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 23:39 Vladimír Pútín, Rússlandsforseti. Vyacheslav Prokofyev/AP Bandarísk yfirvöld óttast að Rússar muni vilja koma kjarnavopnum umhverfis sporbaug. Ætlunin yrði að beita þeim gegn gervihnöttum en tæknin er nú í þróun í Rússlandi. Þetta er fullyrt í frétt bandaríska miðilsins ABC. Fyrr í dag hafði Mike Turner formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvatt Joe Biden Bandaríkjaforseta til að opinbera leynileg gögn um ónefnda ógn gegn Bandaríkjunum. Ekki kom fram um hvaða ógn var að ræða en nú fullyrðir ABC sjónvarpsstöðin að þar sé á ferðinni fyrirætlanir Rússa um kjarnavopn í geimnum. Stöðin hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða grafalvarlegt mál. Statement from Chairman @RepMikeTurner: pic.twitter.com/OA9yJuEPlf— House Intelligence Committee (@HouseIntel) February 14, 2024 Stöðin hefur eftir bandarískum þingmönnum að tilgangurinn með því að vekja athygli á þessu sé ekki að vekja upp ugg í brjósti bandarísku þjóðarinnar. Hið mikilvæga sé að innan bandaríska stjórnkerfisins sé unnið saman að því að greina málið. Vildi Mike Turner að allri leynd yfir skjölunum yrði aflétt svo hægt væri að ræða hina meintu ógn opinberlega. Að sama skapi gæfi það bandamönnum Bandaríkjanna færi á að melta þessar upplýsingar. Fram kemur í frétt New York Times um málið að tæknin sé enn ekki í höndum Rússa. Rússnesk stjórnvöld séu hinsvegar í óðaönn við að þróa hana. Þar af leiðir sé ekki um raunverulega ógn gegn Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum bandalagsþjóðum að ræða, að svo stöddu. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að uppátæki Turner hafi ekki vakið lukku. Þeir óttist að starfsemi leyniþjónustunnar og upplýsingaöflun frá Rússlandi kunni að verða fyrir skaða vegna málsins. Fram kemur að upplýsingana hafi verið aflað á síðustu dögum. Rússland Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Geimurinn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Þetta er fullyrt í frétt bandaríska miðilsins ABC. Fyrr í dag hafði Mike Turner formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvatt Joe Biden Bandaríkjaforseta til að opinbera leynileg gögn um ónefnda ógn gegn Bandaríkjunum. Ekki kom fram um hvaða ógn var að ræða en nú fullyrðir ABC sjónvarpsstöðin að þar sé á ferðinni fyrirætlanir Rússa um kjarnavopn í geimnum. Stöðin hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða grafalvarlegt mál. Statement from Chairman @RepMikeTurner: pic.twitter.com/OA9yJuEPlf— House Intelligence Committee (@HouseIntel) February 14, 2024 Stöðin hefur eftir bandarískum þingmönnum að tilgangurinn með því að vekja athygli á þessu sé ekki að vekja upp ugg í brjósti bandarísku þjóðarinnar. Hið mikilvæga sé að innan bandaríska stjórnkerfisins sé unnið saman að því að greina málið. Vildi Mike Turner að allri leynd yfir skjölunum yrði aflétt svo hægt væri að ræða hina meintu ógn opinberlega. Að sama skapi gæfi það bandamönnum Bandaríkjanna færi á að melta þessar upplýsingar. Fram kemur í frétt New York Times um málið að tæknin sé enn ekki í höndum Rússa. Rússnesk stjórnvöld séu hinsvegar í óðaönn við að þróa hana. Þar af leiðir sé ekki um raunverulega ógn gegn Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum bandalagsþjóðum að ræða, að svo stöddu. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að uppátæki Turner hafi ekki vakið lukku. Þeir óttist að starfsemi leyniþjónustunnar og upplýsingaöflun frá Rússlandi kunni að verða fyrir skaða vegna málsins. Fram kemur að upplýsingana hafi verið aflað á síðustu dögum.
Rússland Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Geimurinn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira