Vorið ekki komið þó snjórinn fari og hitinn hækki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 18:56 Snjóþekjan sem víða hefur legið yfir gæti verið á undanhaldi. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir vorið ekki á næsta leyti, þó rauðar hitatölur séu farnar að sjást á kortum Veðurstofunnar fyrir helgina. Hins vegar megi eiga von á því að snjór á láglendi fari að hopa. „Sólin er farin að vera það hátt á lofti að hún er farin að hita, og það gerir okkur gott. Við finnum fyrir því að fara út og auðvitað fær maður svona vorfiðring við það að daginn lengi. En það er svo langt í það að fari að vora því það er auðvitað ennþá kalt, snjór yfir öllu saman og við eigum meira en helminginn af febrúar eftir og allan marsmánuð,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. Lægðirnar séu þá ekki heldur að baki. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Komandi helgi er útlit fyrir að hiti verði yfir frostmarki víðast hvar á landinu. Á laugardag er til að mynda spáð allt að átta stiga hita á suðvesturhorninu, en daginn eftir er spáð allt að tíu stiga hita á Akureyri. Einar segir þetta stafa af því að mun mildara loft sunnan úr höfum sé nú á leið til landsins. „Það hefur ekki verið mikið af svoleiðis skotum, allavega ekki frá því á aðventunni.“ Þarf að rigna hressilega fyrir sunnan Einar segir óhætt að gera ráð fyrir asahláku. „Maður skilgreinir asahlákun frekar þröngt. Það þarf að vera hlýtt í heilan sólarhring og hitinn þarf að ná sex til níu stigum á láglendi og helst tíu á Norðurlandi. Það þarf að rigna dálítið hressilega um sunnanvert landið og vera vindur.“ Ef spáin gangi eftir fari það langt með að bræða þann snjó sem nú er að finna á láglendi. Þá megi gera ráð fyrir því að hlýni eftir að snjórinn hopar. Dægursveiflan mætt „Ef snjórinn fer þá byrjar sólin af örlitlum og auknum mæli að hita upp yfirborðið. Þá verður meiri dægursveifla í hitanum, það verður hlýrra á daginn og svo kalt á nóttunni.“ Nú sé kominn sá tími ársins þar sem dægursveiflu í hitastigi sé aftur farið að gæta. Lengri tíma spár geri ráð fyrir því að háþrýstisvæði komi nálægt landinu. „Það er bara spurning hvort hún nái að beina til okkar ískaldri norðanátt eða aðeins mildari sunnanátt. Það fer eftir staðsetningunni á hæðinni. Það er óljóst ennþá,“ segir Einar. Stóra spurningin varðandi veðurspá næstu viku sé hversu langvin hlákan verður. „Verður hún yfir helgina og kólnar svo strax aftur eftir helgi, eða nær hún eitthvað fram í næstu viku? Það er bara langt í það og þessar reiknuðu veðurspár eru bara dálítið út og suður með framtíðina í þeim efnum.“ Veður Tengdar fréttir Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
„Sólin er farin að vera það hátt á lofti að hún er farin að hita, og það gerir okkur gott. Við finnum fyrir því að fara út og auðvitað fær maður svona vorfiðring við það að daginn lengi. En það er svo langt í það að fari að vora því það er auðvitað ennþá kalt, snjór yfir öllu saman og við eigum meira en helminginn af febrúar eftir og allan marsmánuð,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. Lægðirnar séu þá ekki heldur að baki. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Komandi helgi er útlit fyrir að hiti verði yfir frostmarki víðast hvar á landinu. Á laugardag er til að mynda spáð allt að átta stiga hita á suðvesturhorninu, en daginn eftir er spáð allt að tíu stiga hita á Akureyri. Einar segir þetta stafa af því að mun mildara loft sunnan úr höfum sé nú á leið til landsins. „Það hefur ekki verið mikið af svoleiðis skotum, allavega ekki frá því á aðventunni.“ Þarf að rigna hressilega fyrir sunnan Einar segir óhætt að gera ráð fyrir asahláku. „Maður skilgreinir asahlákun frekar þröngt. Það þarf að vera hlýtt í heilan sólarhring og hitinn þarf að ná sex til níu stigum á láglendi og helst tíu á Norðurlandi. Það þarf að rigna dálítið hressilega um sunnanvert landið og vera vindur.“ Ef spáin gangi eftir fari það langt með að bræða þann snjó sem nú er að finna á láglendi. Þá megi gera ráð fyrir því að hlýni eftir að snjórinn hopar. Dægursveiflan mætt „Ef snjórinn fer þá byrjar sólin af örlitlum og auknum mæli að hita upp yfirborðið. Þá verður meiri dægursveifla í hitanum, það verður hlýrra á daginn og svo kalt á nóttunni.“ Nú sé kominn sá tími ársins þar sem dægursveiflu í hitastigi sé aftur farið að gæta. Lengri tíma spár geri ráð fyrir því að háþrýstisvæði komi nálægt landinu. „Það er bara spurning hvort hún nái að beina til okkar ískaldri norðanátt eða aðeins mildari sunnanátt. Það fer eftir staðsetningunni á hæðinni. Það er óljóst ennþá,“ segir Einar. Stóra spurningin varðandi veðurspá næstu viku sé hversu langvin hlákan verður. „Verður hún yfir helgina og kólnar svo strax aftur eftir helgi, eða nær hún eitthvað fram í næstu viku? Það er bara langt í það og þessar reiknuðu veðurspár eru bara dálítið út og suður með framtíðina í þeim efnum.“
Veður Tengdar fréttir Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13