Lamar Jackson bætti met Mahomes aðeins nokkrum dögum fyrir Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 10:31 Lamar Jackson með verðlaun sín sem mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar. AP/Matt York Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili. Með þessu kjöri þá varð Jackson sá yngsti í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvisvar en hann er enn bara 27 ára gamall. Hann vann einnig þessi verðlaun árið 2019. L FREAKY #NFLHonors pic.twitter.com/tZh1VAsXrT— NFL (@NFL) February 9, 2024 Jackson átti frábært tímabil eins og liðið hans en liðið brást enn og einu sinni í úrslitakeppninni. Það sem meira er að Jackson bætti með þessu met Patrick Mahomes um níu mánuði. Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl leikinn á móti San Francisco 49ers á sunnudagskvöldið. Mahomes vann þessi verðlaun árið 2018 og svo í fyrra. This has been the most fun I ve ever had playing football. -@CMC_22 #NFLHonors on CBS & NFLN pic.twitter.com/IuvFisPiOm— San Francisco 49ers (@49ers) February 9, 2024 Jackson fékk yfirburðarkosningu eða 493 stig en annar var Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowobys með 152 stig og þriðji Christian McCaffrey, hlaupari San Francisco 49ers með 147 stig. Mahomes endaði bara í sjöunda sæti með 12 stig. Umræddur McCaffrey, sem verður í aðalhlutverki í Super Bowl, var aftur á móti valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Besti varnarmaðurinn var valinn Myles Garrett hjá Cleveland Browns. Hann er fyrsti leikmaður síns félags til að vinna þessi verðlaun. Endurkomu ársins átti leikstjórnandinn Joe Flacco hjá Browns. Big night for the @HoustonTexans and @Browns #NFLHonors pic.twitter.com/eLFl3MQwTZ— NFL (@NFL) February 9, 2024 Þjálfari ársins var valinn Kevin Stefanski hjá Cleveland Browns en hann hafði betur á móti DeMeco Ryans hjá Houston Texans. Texans liðið átti aftur á móti báða nýliða ársins. Leikstjórnandinn C.J. Stroud var valinn sóknarnýliði ársins en Will Anderson Jr. var valinn varnarnýliði ársins. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
Með þessu kjöri þá varð Jackson sá yngsti í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvisvar en hann er enn bara 27 ára gamall. Hann vann einnig þessi verðlaun árið 2019. L FREAKY #NFLHonors pic.twitter.com/tZh1VAsXrT— NFL (@NFL) February 9, 2024 Jackson átti frábært tímabil eins og liðið hans en liðið brást enn og einu sinni í úrslitakeppninni. Það sem meira er að Jackson bætti með þessu met Patrick Mahomes um níu mánuði. Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl leikinn á móti San Francisco 49ers á sunnudagskvöldið. Mahomes vann þessi verðlaun árið 2018 og svo í fyrra. This has been the most fun I ve ever had playing football. -@CMC_22 #NFLHonors on CBS & NFLN pic.twitter.com/IuvFisPiOm— San Francisco 49ers (@49ers) February 9, 2024 Jackson fékk yfirburðarkosningu eða 493 stig en annar var Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowobys með 152 stig og þriðji Christian McCaffrey, hlaupari San Francisco 49ers með 147 stig. Mahomes endaði bara í sjöunda sæti með 12 stig. Umræddur McCaffrey, sem verður í aðalhlutverki í Super Bowl, var aftur á móti valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Besti varnarmaðurinn var valinn Myles Garrett hjá Cleveland Browns. Hann er fyrsti leikmaður síns félags til að vinna þessi verðlaun. Endurkomu ársins átti leikstjórnandinn Joe Flacco hjá Browns. Big night for the @HoustonTexans and @Browns #NFLHonors pic.twitter.com/eLFl3MQwTZ— NFL (@NFL) February 9, 2024 Þjálfari ársins var valinn Kevin Stefanski hjá Cleveland Browns en hann hafði betur á móti DeMeco Ryans hjá Houston Texans. Texans liðið átti aftur á móti báða nýliða ársins. Leikstjórnandinn C.J. Stroud var valinn sóknarnýliði ársins en Will Anderson Jr. var valinn varnarnýliði ársins. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira