Leeds þurfti framlengingu en Coventry og Southampton flugu áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2024 22:16 Wilfried Gnonto og Crysencio Summerville skoruðu sitt markið hvor fyrir Leeds. Ryan Hiscott/Getty Images Þrír leikir fóru fram í fjóru umferð ensku bikarkeppninnar, FA-bikarsins, í kvöld. Um var að ræða endurtekna leiki eftir að liðin gerðu jafntefli í fyrri viðureignum. Mesta spennan var í viðureign Plymouth og Leeds, sem bæði leika í ensku B-deildinni. Gestirnir í Leeds voru mun hættulegri lengst af og náðu loks forystunni með marki frá Wilfried Gnonto á 66. mínútu. Það var í raun ekki mikið sem benti til þess að Plymouth myndi jafna metin, en það gerði liðið þó þegar Brendan Galloway kom boltainum í netið á 78. mínútu og því þurfti að framlengja til að skera úr um sigurvegara. Í framlengingunni reyndust gestirnir frá Leeds sterkari og mörk frá Crysencio Summerville, Georginio Rutter og eitt stykki sjálfsmark á lokamínútunum tryggðu liðinu 4-1 sigur. Þá vann Southampton 3-0 sigur gegn Watford þar sem Sekou Mara skoraði tvö mörk fyrir heimamenn áður en Che Adams bætti þriðja markinu við þegar um stundarfjórðungur var eftir. Að lokum vann Coventry öruggan 4-1 sigur gegn Sheffield Wednesday og Coventry, Southampton og Leeds eru þar með á leið í fimmtu umferð FA-bikarsins. Búið er að draga í fimmtu umferðina og nú þegar er orðið ljóst að Leeds mætir annað hvort Chelsea eða Aston Villa á útivelli, Southampton heimsækir Liverpool og Coventry tekur á móti utandeildarliði Maidstone. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira
Mesta spennan var í viðureign Plymouth og Leeds, sem bæði leika í ensku B-deildinni. Gestirnir í Leeds voru mun hættulegri lengst af og náðu loks forystunni með marki frá Wilfried Gnonto á 66. mínútu. Það var í raun ekki mikið sem benti til þess að Plymouth myndi jafna metin, en það gerði liðið þó þegar Brendan Galloway kom boltainum í netið á 78. mínútu og því þurfti að framlengja til að skera úr um sigurvegara. Í framlengingunni reyndust gestirnir frá Leeds sterkari og mörk frá Crysencio Summerville, Georginio Rutter og eitt stykki sjálfsmark á lokamínútunum tryggðu liðinu 4-1 sigur. Þá vann Southampton 3-0 sigur gegn Watford þar sem Sekou Mara skoraði tvö mörk fyrir heimamenn áður en Che Adams bætti þriðja markinu við þegar um stundarfjórðungur var eftir. Að lokum vann Coventry öruggan 4-1 sigur gegn Sheffield Wednesday og Coventry, Southampton og Leeds eru þar með á leið í fimmtu umferð FA-bikarsins. Búið er að draga í fimmtu umferðina og nú þegar er orðið ljóst að Leeds mætir annað hvort Chelsea eða Aston Villa á útivelli, Southampton heimsækir Liverpool og Coventry tekur á móti utandeildarliði Maidstone.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira