Messi líður betur en lofar engu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 07:31 Lionel Messi þurfti að svara fyrir það á blaðamannafundi af hverju hann spilaði ekki í leiknum í Hong Kong. Getty/Stephen Law Lionel Messi og Inter Miami sigla nú mikinn ólgusjó eftir að Messi spilaði ekki í æfingaleik liðsins í Hong Kong um helgina. Fólk sem keypti rándýra miða á leikinn var allt annað en sátt með að missa af möguleikanum á því að sjá Messi spila. Hann sat allan tímann á bekknum ásamt fleiri stjörnum liðsins. Fjörutíu þúsund manns höfðu keypt miða á leikinn og bauluðu á Messi og David Beckham er þau komust að því að Messi yrði ekkert með. Íþróttamálaráðherra Hong Kong gagnrýndi líka að Messi hafi ekkert komið við sögu og hótaði að draga til baka hluta af styrkjunum sem skipuleggjendur leiksins fengu vegna komu bandaríska félagsins. Inter er nú komið til Japan þar sem liðið spilar við Vissel Kobe í vikunni. Messi mætti á blaðamannafund fyrir leikinn. ESPN segir frá. „Ég veit ekki hvort ég geti spilað en mér líður betur og ég vil endilega spila þennan leik,“ sagði Lionel Messi. Hann meiddist í leik í Sádi Arabíu og er að glíma við tognun aftan í læri. „Ég missti af síðasta leik í Hong Kong vegna óþæginda í vöðva. Mig langaði virkilega að spila af því að það komu svo margir til að horfa á leikinn en svona er þetta stundum,“ sagði Messi. „Það var leiðinlegt að ég gat ekki spilað leikinn en það getur alltaf gerst. Ég vil alltaf spila og sérstaklega í þessum leikjum sem við ferðumst svo langt fyrir. Ég vona að við getum farið aftur til Hong Kong og spilað þar leik,“ sagði Messi. Leo Messi: "I missed the last match in Hong Kong due to muscle discomfort. I really wanted to play because many people came, but this is part of the game.."The pre season tour is coming to an end and I would like to play the last match in Japan before returning. My condition pic.twitter.com/d63EIZT6mh— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 6, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Fólk sem keypti rándýra miða á leikinn var allt annað en sátt með að missa af möguleikanum á því að sjá Messi spila. Hann sat allan tímann á bekknum ásamt fleiri stjörnum liðsins. Fjörutíu þúsund manns höfðu keypt miða á leikinn og bauluðu á Messi og David Beckham er þau komust að því að Messi yrði ekkert með. Íþróttamálaráðherra Hong Kong gagnrýndi líka að Messi hafi ekkert komið við sögu og hótaði að draga til baka hluta af styrkjunum sem skipuleggjendur leiksins fengu vegna komu bandaríska félagsins. Inter er nú komið til Japan þar sem liðið spilar við Vissel Kobe í vikunni. Messi mætti á blaðamannafund fyrir leikinn. ESPN segir frá. „Ég veit ekki hvort ég geti spilað en mér líður betur og ég vil endilega spila þennan leik,“ sagði Lionel Messi. Hann meiddist í leik í Sádi Arabíu og er að glíma við tognun aftan í læri. „Ég missti af síðasta leik í Hong Kong vegna óþæginda í vöðva. Mig langaði virkilega að spila af því að það komu svo margir til að horfa á leikinn en svona er þetta stundum,“ sagði Messi. „Það var leiðinlegt að ég gat ekki spilað leikinn en það getur alltaf gerst. Ég vil alltaf spila og sérstaklega í þessum leikjum sem við ferðumst svo langt fyrir. Ég vona að við getum farið aftur til Hong Kong og spilað þar leik,“ sagði Messi. Leo Messi: "I missed the last match in Hong Kong due to muscle discomfort. I really wanted to play because many people came, but this is part of the game.."The pre season tour is coming to an end and I would like to play the last match in Japan before returning. My condition pic.twitter.com/d63EIZT6mh— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 6, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira