Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 22:57 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Geoff Stellfox Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. Af þessum 83,3 milljónum eru 18,3 miskabætur og 65 refsibætur. Honum hafði þegar verið gert að greiða henni tæpar sjöhundruð milljónir í kynferðisbrotamáli fyrir minna en ári síðan. Carroll sakaði Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Trump neitaði sök og sakaði hana á móti um að vera pólitískur útsendari og að hafa logið þessu upp á hann til að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Í kjölfar kæru Carroll á Trump fyrir téð kynferðisbrot urðu ærumeiðingarnar fleiri og var þeim bætt við málið sem niðurstaða náðist í í dag. Málinu verði áfrýjað Trump sjálfur var ekki viðstaddur þegar niðurstaða í málinu var tilkynnt af kviðdómi. Hann tjáði sig um málið stuttu seinna á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar kallar hann niðurstöðuna „gjörsamlega fáránlega“ og sagðist munu áfrýja málinu. „Gjörsamlega fáránlegt! Ég er hjartanlega ósammála báðum úrskurðum, og mun áfrýja öllum þessum nornaveiðum á vegum Bidens á mér og Repúblikanaflokknum. Dómskerfið okkar er stjórnlaust og verið er að nota það sem pólitískt vopn. Þeir hafa tekið frá okkur öll réttindi fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar. ÞETTA ERU EKKI BANDARÍKIN!“ skrifar hann. Fyrsti viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar kveður á um aðskilnað ríkis og kirkju og að bandaríska þinginu sé óhemilt að setja lög sem skerða trúfrelsi, tjáningarfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi eða frelsi fólks til að leita réttar síns hjá ríkinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Af þessum 83,3 milljónum eru 18,3 miskabætur og 65 refsibætur. Honum hafði þegar verið gert að greiða henni tæpar sjöhundruð milljónir í kynferðisbrotamáli fyrir minna en ári síðan. Carroll sakaði Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Trump neitaði sök og sakaði hana á móti um að vera pólitískur útsendari og að hafa logið þessu upp á hann til að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Í kjölfar kæru Carroll á Trump fyrir téð kynferðisbrot urðu ærumeiðingarnar fleiri og var þeim bætt við málið sem niðurstaða náðist í í dag. Málinu verði áfrýjað Trump sjálfur var ekki viðstaddur þegar niðurstaða í málinu var tilkynnt af kviðdómi. Hann tjáði sig um málið stuttu seinna á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar kallar hann niðurstöðuna „gjörsamlega fáránlega“ og sagðist munu áfrýja málinu. „Gjörsamlega fáránlegt! Ég er hjartanlega ósammála báðum úrskurðum, og mun áfrýja öllum þessum nornaveiðum á vegum Bidens á mér og Repúblikanaflokknum. Dómskerfið okkar er stjórnlaust og verið er að nota það sem pólitískt vopn. Þeir hafa tekið frá okkur öll réttindi fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar. ÞETTA ERU EKKI BANDARÍKIN!“ skrifar hann. Fyrsti viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar kveður á um aðskilnað ríkis og kirkju og að bandaríska þinginu sé óhemilt að setja lög sem skerða trúfrelsi, tjáningarfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi eða frelsi fólks til að leita réttar síns hjá ríkinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira