Íslensk djöflarokksplata seldist á 600 þúsund krónur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 09:44 Sveitin Flames of Hell er sveipuð dulúð. Einn þáttur í því er að ekki er til mynd af henni. Athygli var vakin á því á samfélagsmiðlum nýverið að í desember hafi vínyleintak af plötunni Fire and Steel með íslensku djöflarokkssveitinni Flames of Hell selst á 4.175 dollara á vínylplötuvefsíðunni Discogs, en það nemur um 570 þúsund íslenskum krónum. Þetta kemur fram í yfirliti yfir dýrustu seldu plötur í desember á Discogs. Ekki er hægt að halda því fram með fullri vissu að þetta sé dýrasta plata Íslandssögunnar en þó er hægt að leiða líkum að því. Sama plata hefur áður selst á Ebay fyrir kringum fjögur þúsund dollara og platan The Entity með dauðarokkssveitinni Sororicide seldist árið 2009 fyrir um hálfa milljón króna. Einnig eru plötur Thor’s Hammer (Hljóma), Náttúru, Trúbrots, Icecross og Svanhvítar alræmdar fyrir að seljast á háu verði, þó sjaldan yfir 100 þúsund krónum. Flest við plötuna og sveitina er sveipað dulúð, sem hefur örugglega kynt undir því hversu verðmæt platan er talin. Fire and Steel er sögð gefin út árið 1987 en Addi í Sólstöfum hefur það eftir trommaranum Jóhanni Richardssyni, eða Jóa Motorhead, að hún hafi í raun komið út árið 1989, í spjalli um plötuna í þungarokksþættinum Stokkið í eldinn. Spjallið um Flames of Hell hefst eftir um klukkustund og tólf mínútur af þættinum. Auk Jóa mynda sveitina Nicolai-bræðurnir Sigurður og Steinþór, og sá þriðji, Kristinn Nicolai, hannaði umslagið fyrir Fire and Steel. Platan var gefin út í Frakklandi og var aldrei til sölu hérlendis. Óvíst er hversu mörg eintök eru til af henni, en sagan segir að hluti upprunalega upplagsins hafi verið eyðilagður. Platan ku vera eyland í íslenskri tónlistarsögu á þessum tíma og á undan sinni samtíð. Ólíklegt þykir að Flames of Hell sé undir áhrifum sambærilegra sveita sem komu fram á svipuðum tíma erlendis, og er sveitin jafnframt líklega sú fyrsta hérlendis sem spilar svo sataníska rokktónlist. Platan er tekin upp í hljóðverinu Gný sem staðsett var í kjallara KFUM og K við Holtaveg, sem kann að hafa samræmst kristnum gildum samtakanna nokkuð illa. Í umræðu um sveitina á samfélagsmiðlum er fullyrt að önnur óútgefin hljóðversplata sé til með henni en ólíklegt sé að hún líti nokkurn tímann dagsins ljós. Tónspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen ræddi málið í Morgunútvarpi Rásar 2 á dögunum. Hér að neðan má hlýða á plötuna alræmdu. Tónlist Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirliti yfir dýrustu seldu plötur í desember á Discogs. Ekki er hægt að halda því fram með fullri vissu að þetta sé dýrasta plata Íslandssögunnar en þó er hægt að leiða líkum að því. Sama plata hefur áður selst á Ebay fyrir kringum fjögur þúsund dollara og platan The Entity með dauðarokkssveitinni Sororicide seldist árið 2009 fyrir um hálfa milljón króna. Einnig eru plötur Thor’s Hammer (Hljóma), Náttúru, Trúbrots, Icecross og Svanhvítar alræmdar fyrir að seljast á háu verði, þó sjaldan yfir 100 þúsund krónum. Flest við plötuna og sveitina er sveipað dulúð, sem hefur örugglega kynt undir því hversu verðmæt platan er talin. Fire and Steel er sögð gefin út árið 1987 en Addi í Sólstöfum hefur það eftir trommaranum Jóhanni Richardssyni, eða Jóa Motorhead, að hún hafi í raun komið út árið 1989, í spjalli um plötuna í þungarokksþættinum Stokkið í eldinn. Spjallið um Flames of Hell hefst eftir um klukkustund og tólf mínútur af þættinum. Auk Jóa mynda sveitina Nicolai-bræðurnir Sigurður og Steinþór, og sá þriðji, Kristinn Nicolai, hannaði umslagið fyrir Fire and Steel. Platan var gefin út í Frakklandi og var aldrei til sölu hérlendis. Óvíst er hversu mörg eintök eru til af henni, en sagan segir að hluti upprunalega upplagsins hafi verið eyðilagður. Platan ku vera eyland í íslenskri tónlistarsögu á þessum tíma og á undan sinni samtíð. Ólíklegt þykir að Flames of Hell sé undir áhrifum sambærilegra sveita sem komu fram á svipuðum tíma erlendis, og er sveitin jafnframt líklega sú fyrsta hérlendis sem spilar svo sataníska rokktónlist. Platan er tekin upp í hljóðverinu Gný sem staðsett var í kjallara KFUM og K við Holtaveg, sem kann að hafa samræmst kristnum gildum samtakanna nokkuð illa. Í umræðu um sveitina á samfélagsmiðlum er fullyrt að önnur óútgefin hljóðversplata sé til með henni en ólíklegt sé að hún líti nokkurn tímann dagsins ljós. Tónspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen ræddi málið í Morgunútvarpi Rásar 2 á dögunum. Hér að neðan má hlýða á plötuna alræmdu.
Tónlist Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“