Grindavík og kjaraviðræðurnar Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 24. janúar 2024 14:01 Yfirlýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að náttúruhamfarir í Grindavík muni hafa áhrif á getu stjórnvalda til að koma til móts við kröfur launafólks um aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum hafa að vonum vakið talsverða furðu. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali mánudaginn 22. janúar að uppi væru „mjög háværar kröfur” um að ríkið legði mikla fjármuni í tilfærslukerfin svonefndu. Þegar ríkið stæði frammi fyrir svo stóru verkefni sem „Grindavíkurmálið” væri hefði það áhrif á getu ríkissjóðs til að koma til móts við kröfur annarra. „Það væri óskynsamlegt af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir yrðu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum föst í,“ sagði ráðherrann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þessi orð hans daginn eftir og kvaðst telja „blasa við” að náttúruhamfarir í Grindavík og aðstoð við íbúa þar hefðu áhrif á „allt annað sem [ríkisstjórnin] gerði” og undarlegt væri ef einhverir „ætluðu að vera ósammála því.” „Stóra samhengið” Vegna þessara yfirlýsinga ráðherranna er mikilvægt að fram komi að verkalýðshreyfingin hefur aldrei krafist þess að hún verði tekin út úr því „stóra samhengi” sem utanríkisráðherra gerði að umtalsefni. Hið „stóra samhengi” sem blasir við íslensku launafólki er að á síðustu árum hafa stjórnvöld skipulega eyðilagt tilfærslukerfin, sem eru tæki velferðarsamfélagsins til að létta undir með almenningi á krefjandi tímum, til dæmis þegar fólk kemur sér þaki yfir höfuð eða eignast börn. Frá árinu 1995 hefur meðalfjölskylda tapað um 40.000 krónum að núvirði á mánuði í samanlagðar barna- og vaxtabætur. Tillögur verkalýðshreyfingarinnar miða að því endurheimta það sem stjórnvöld hafa tekið af launafólki. Það skiptir einnig verulegu máli í „stóra samhenginu” að verkalýðshreyfingin hefur unnið ítarlegar tillögur um endurreisn tilfærslukerfa vaxta-, húsnæðis- og barnabóta og hvernig fjármagna megi þær löngu tímabæru umbætur. Hér skulu nefndar nokkrar helstu tillögur hvað fjármögnun varðar: Skattbyrði verði jöfnuð milli launa og fjármagnstekna. Útsvar verði greitt af fjármagnstekjum. Lokað verði fyrir glufur í tekjuskattkerfinu sem gera tekjutilflutning frá atvinnutekjum í fjármagnstekjur mögulegan. Komið verði á stóreignaskatti á hreinar eignir umfram 200 milljónir. Mótaður verði skýr rammi um auðlindagjöld og gjaldheimta auðlindagjalda færð undir eitt ráðuneyti. Gjaldheimta nái yfir nýtingu ólíkra auðlinda svo sem fiskeldi, framleiðslu raforku og ferðaþjónustu. Tekin verði upp skattlagning auðlindarentu, byggð á norskri fyrirmynd. Tekið verði upp 4.000 króna komugjald í ferðaþjónustu sem leggst á flugfargjöld fullorðinna sem koma inn í landið. Skattalegar undanþágur sem ferðaþjónustan nýtur verði teknar til endurskoðunar. Lækkun bankaskatts verði dregin til baka. Skattþrepum verði fjölgað í fjögur með því að innleiða sérstakt hátekjuþrep á tekjur sem eru yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sett verði lög um hvalrekaskatt sem virkjast sjálfkrafa þegar ytri aðstæður leiða til óvenju mikillar arðsemi. Heilbrigt og réttlátt skattkerfi Líkt og þessar tillögur bera greinilega með sér er hugsunin ekki sú að auka skattheimtu á launafólk í landinu. Hún er nú þegar síhækkandi og óhófleg, sérstaklega hvað lægstu launin varðar og ber forgangsröðun stjórnvalda ekki fagurt vitni. Hér eru á hinn bóginn lögð drög að heilbrigðara og réttlátara skattkerfi þar sem auknar byrðar eru að sönnu lagðar á stórfyrirtæki og fjármagnseigendur. Í því efni skal minnt á að hagnaður útgerðar árin 2020 til 2022 var samtals rúmir 160 milljarðar króna og arðgreiðslur voru í samræmi við það. Um bankaskatt má nefna að hagnaður þeirra stærstu var samtals um 67 milljarðar króna árið 2022 og þar munaði mestu, venju samkvæmt, um vaxtatekjur þessara fyrirtækja sem rót eiga í vaxtamuni er kemur af fullum þunga niður á launafólk. Við skulum jafnframt hafa í huga að íslenskur fákeppnismarkaður er gríðarlega kostnaðarsamur fyrir launafólk og gróðinn ratar í vasa hinna fáu. Til að sporna gegn þessu þarf að reka öflugt samkeppniseftirlit og skattleggja ofsagróða. Verkalýðshreyfingin hefur hafnað því að launafólk verði eitt látið bera byrðarnar af erfiðu efnahagsástandi sem það á enga sök á. Hreyfingin hafnar gjaldskrárhækkunum, aukinni gjaldheimtu, almennum skattahækkunum og niðurskurði í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Samhjálp Því verður ekki trúað að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætli að halda þeim málflutningi á lofti að réttmætar kröfur launafólks, sem lúta ekki síst að stuðningi sem þessir sömu ráðherrar hafa svipt almenningi, vinni gegn því að samfélagið geti komið Grindvíkingum til hjálpar á þessum neyðartímum. Líkt og ég hef hér sýnt fram á gerir verkalýðshreyfingin ráð fyrir því að breytt skattheimta standi undir fjármögnun nauðsynlegra samfélagsumbóta. Óhugsandi er að forystumenn í stjórnmálum landsins horfi til vandaðrar kjarabaráttu launafólks á þann veg að sanngjarnar kröfur séu fallnar til að skerða samheldni þjóðarinnar þegar náttúruhamfarir ríða yfir. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál ASÍ Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að náttúruhamfarir í Grindavík muni hafa áhrif á getu stjórnvalda til að koma til móts við kröfur launafólks um aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum hafa að vonum vakið talsverða furðu. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali mánudaginn 22. janúar að uppi væru „mjög háværar kröfur” um að ríkið legði mikla fjármuni í tilfærslukerfin svonefndu. Þegar ríkið stæði frammi fyrir svo stóru verkefni sem „Grindavíkurmálið” væri hefði það áhrif á getu ríkissjóðs til að koma til móts við kröfur annarra. „Það væri óskynsamlegt af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir yrðu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum föst í,“ sagði ráðherrann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þessi orð hans daginn eftir og kvaðst telja „blasa við” að náttúruhamfarir í Grindavík og aðstoð við íbúa þar hefðu áhrif á „allt annað sem [ríkisstjórnin] gerði” og undarlegt væri ef einhverir „ætluðu að vera ósammála því.” „Stóra samhengið” Vegna þessara yfirlýsinga ráðherranna er mikilvægt að fram komi að verkalýðshreyfingin hefur aldrei krafist þess að hún verði tekin út úr því „stóra samhengi” sem utanríkisráðherra gerði að umtalsefni. Hið „stóra samhengi” sem blasir við íslensku launafólki er að á síðustu árum hafa stjórnvöld skipulega eyðilagt tilfærslukerfin, sem eru tæki velferðarsamfélagsins til að létta undir með almenningi á krefjandi tímum, til dæmis þegar fólk kemur sér þaki yfir höfuð eða eignast börn. Frá árinu 1995 hefur meðalfjölskylda tapað um 40.000 krónum að núvirði á mánuði í samanlagðar barna- og vaxtabætur. Tillögur verkalýðshreyfingarinnar miða að því endurheimta það sem stjórnvöld hafa tekið af launafólki. Það skiptir einnig verulegu máli í „stóra samhenginu” að verkalýðshreyfingin hefur unnið ítarlegar tillögur um endurreisn tilfærslukerfa vaxta-, húsnæðis- og barnabóta og hvernig fjármagna megi þær löngu tímabæru umbætur. Hér skulu nefndar nokkrar helstu tillögur hvað fjármögnun varðar: Skattbyrði verði jöfnuð milli launa og fjármagnstekna. Útsvar verði greitt af fjármagnstekjum. Lokað verði fyrir glufur í tekjuskattkerfinu sem gera tekjutilflutning frá atvinnutekjum í fjármagnstekjur mögulegan. Komið verði á stóreignaskatti á hreinar eignir umfram 200 milljónir. Mótaður verði skýr rammi um auðlindagjöld og gjaldheimta auðlindagjalda færð undir eitt ráðuneyti. Gjaldheimta nái yfir nýtingu ólíkra auðlinda svo sem fiskeldi, framleiðslu raforku og ferðaþjónustu. Tekin verði upp skattlagning auðlindarentu, byggð á norskri fyrirmynd. Tekið verði upp 4.000 króna komugjald í ferðaþjónustu sem leggst á flugfargjöld fullorðinna sem koma inn í landið. Skattalegar undanþágur sem ferðaþjónustan nýtur verði teknar til endurskoðunar. Lækkun bankaskatts verði dregin til baka. Skattþrepum verði fjölgað í fjögur með því að innleiða sérstakt hátekjuþrep á tekjur sem eru yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sett verði lög um hvalrekaskatt sem virkjast sjálfkrafa þegar ytri aðstæður leiða til óvenju mikillar arðsemi. Heilbrigt og réttlátt skattkerfi Líkt og þessar tillögur bera greinilega með sér er hugsunin ekki sú að auka skattheimtu á launafólk í landinu. Hún er nú þegar síhækkandi og óhófleg, sérstaklega hvað lægstu launin varðar og ber forgangsröðun stjórnvalda ekki fagurt vitni. Hér eru á hinn bóginn lögð drög að heilbrigðara og réttlátara skattkerfi þar sem auknar byrðar eru að sönnu lagðar á stórfyrirtæki og fjármagnseigendur. Í því efni skal minnt á að hagnaður útgerðar árin 2020 til 2022 var samtals rúmir 160 milljarðar króna og arðgreiðslur voru í samræmi við það. Um bankaskatt má nefna að hagnaður þeirra stærstu var samtals um 67 milljarðar króna árið 2022 og þar munaði mestu, venju samkvæmt, um vaxtatekjur þessara fyrirtækja sem rót eiga í vaxtamuni er kemur af fullum þunga niður á launafólk. Við skulum jafnframt hafa í huga að íslenskur fákeppnismarkaður er gríðarlega kostnaðarsamur fyrir launafólk og gróðinn ratar í vasa hinna fáu. Til að sporna gegn þessu þarf að reka öflugt samkeppniseftirlit og skattleggja ofsagróða. Verkalýðshreyfingin hefur hafnað því að launafólk verði eitt látið bera byrðarnar af erfiðu efnahagsástandi sem það á enga sök á. Hreyfingin hafnar gjaldskrárhækkunum, aukinni gjaldheimtu, almennum skattahækkunum og niðurskurði í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Samhjálp Því verður ekki trúað að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætli að halda þeim málflutningi á lofti að réttmætar kröfur launafólks, sem lúta ekki síst að stuðningi sem þessir sömu ráðherrar hafa svipt almenningi, vinni gegn því að samfélagið geti komið Grindvíkingum til hjálpar á þessum neyðartímum. Líkt og ég hef hér sýnt fram á gerir verkalýðshreyfingin ráð fyrir því að breytt skattheimta standi undir fjármögnun nauðsynlegra samfélagsumbóta. Óhugsandi er að forystumenn í stjórnmálum landsins horfi til vandaðrar kjarabaráttu launafólks á þann veg að sanngjarnar kröfur séu fallnar til að skerða samheldni þjóðarinnar þegar náttúruhamfarir ríða yfir. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun