Morðin á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht 1919 Erlingur Hansson skrifar 24. janúar 2024 14:30 15. janúar 2024 eru 105 ár liðin frá því Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht voru myrt án dóms og laga í Berlín. Heimsstyrjöldin sem hófst fyrir 110 árum átti sér aðdraganda. Á áratugunum fyrir 1914 höfðu starfað víða í Evrópu og öðrum heimsálfum jafnaðarmannaflokkar. Þeir byggðu fylgi sinn á sífellt vaxandi verkamannastétt. Í öllum styrjöldum fyrir 1914 höfðu stjórnvöld sótt mannafla í hernaði með því að kveða unga karla í herinn. Þeir voru notaðir á 19. og á 20. öld sem fallbyssufóður og att út á vígvöllinn. Stefna allra sósíaldemókrata frá stofnun 2. alþjóðasambandsins árið 1889 var að beita sér gegn hernaðarhyggju stjórnvalda og beita sér gegn þeirri stefnu valdhafa að senda unga karla sem fótgönguliða í stríð en allir vissu að án óbreyttra hermanna virkaði ekki stríðsvél valdhafanna í Berlín, París, Pétursborg, Vín eða í London. Jafnaðarmannaflokkar höfðu hvergi náð völdum en margítrekuð stefna þeirra var að þeir ætluðu ekki að samþykkja að verkafólk ætti að taka þátt í stríðsbrölti valdhafa í hverju landi fyrir sig. Langöflugasti flokkur jafnaðarmanna var í Þýskalandi í byrjun 20. aldar. Sá flokkur var langstærstur þeirra flokka sem áttu sæti í þýska löggjafarsamkundunni. Þessi flokkur gaf út tugi dagblaða og naut stuðnings launafólks víða í Þýskalandi. Aðrir sósíaldemókratar víðs vegar í veröldinni litu til þýska flokksins sem var þeirra fyrirmynd. Í kosningum árið 1912 fékk þýski jafnaðarmannaflokkurinn 35% atkvæða. Þingið í Berlín var hins vegar valdalítið. Keisarinn og ráðgjafar hans hundsuðu flokkinn en fóru sínu fram Keisarinn valdi sér ríkisstjórn en þurfti ekki að taka við fyrirmælum frá löggjafarþinginu. Þingræði var ekki í Þýskalandi árið 1914. En þingið hafði fjárveitingavald. 4. ágúst 1914 var fjárveiting til stríðsrekstursins samþykkt í þýska þinginu. Allir þingmenn jafnaðarmanna samþykktu fjárveitinguna. Þessi nýja stefna jafnaðarmanna í ágúst 1914 kom ýmsum á óvart. Hún braut algerlega gegn margítrekuðum samþykktum jafnaðarmanna á ýmsum flokksþingum og á þingum Annars alþjóðsambandsins. Keisarinn og áhangendur hans lofuðu sumarið 1914 þýsku þjóðinni skjótum sigri en svo fór ekki. Sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði. Í desember 1914 var enn á ný borin undir þýska þingið beiðni um fjárveitingu til stríðsrekstarins. Þá greiddi Karl Liebknecht atkvæði gegn tillögunni. Rósa Luxemburg hafði verið dæmd sek fyrir að halda ræðu á opinberum vettvangi gegn stríðsundirbúningi valdstjórnarinnar. Í febrúar 1915 var hún fangelsuð. Hún sat eftir það mestöll stríðsárin í fangelsi. Karl Liebknecht losnaði úr fangelsi 23. október 1918 en Rósa Luxemburg 9. nóvember 1918. Þau höfðu bæði verið virkir félagar í jafnaðarmannaflokknum árum saman fyrir árið 1914. Stríðinu lauk 11. nóvember 1918 þegar ritað undir vopnahléssamninga. Keisarinn flúði land en Þýskalandi var eftir það stjórnað af sósíaldemókrataforingjunum Noske, Scheidemann og Ebert. Gustav Noske fór með stjórn hersins. Hann skipaði Waldimar Pabst að fara með herdeild sína til Berlínar. Sú herdeild bældi niður uppreisn byltingarmanna í Berlín árslok 1918. Noske og Pabst töluðu saman í síma og voru allar aðgerðir herdeildarinnar framkvæmdar í samráði við Noske. Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg voru tekin af lífi án dóms og laga þann 15. janúar 1919 að boði Noske með fullu samþykki hinna krataforingjanna. Þröstur Ólafsson gaf út bók á liðnu ári sem hann nefnir Horfinn heimur-minningaglefsur. Á blaðsíðu 31 í þeirri bók lýsir hann því ófriðarástandi sem upp kom eftir að þýska stórveldið tapaði styrjöldinni í árslok 1918. Hann segir:“Ófriðarseggir óðu uppi og götuvígi voru reist um alla borg.“ Hann velur þó helsta ófriðarseggjum álfunnar ekki þetta orð. Fyrri heimsstyrjöldin var mannskæður ófriður. Þeir valdamenn sem hófu þann ófrið árið 1914 eru réttnefndir ófriðarseggir. Ber þá fyrst og fremst að nefna þrjá keisara sem hófu ófrið sumarið 1914 en þeir stjórnuðu í Pétursborg, Vínarborg og Berlín. Þröstur velur þeim virðulegri heiti en í umfjöllun sinni segir hann alþýðu manna sem gerði uppreisn í árslok 1918 ófriðarseggi. Það lýsir afstöðu Þrastar til þessa fólks. Keisarar sem árið 1914 hófu styrjöld sem kostaði að lokum milljónir mannslífa voru þeir sem rétt væri að nefna ófriðarseggi. Sjóliðar, verkafólk og öll alþýða í Þýskalandi sem blekkt var af stjórnvöldum sumarið 1914 til að styðja stríðsrekstur keisarans var í réttmætri uppreisn gegn kúgurum sínum í árslok 1918 og í ársbyrjun 1919. Þetta fólk var alls ekki ófriðarseggir. Pabst sem stjórnaði herdeild þeirri er myrti Luxemburg og Liebknecht slapp vel frá þessum tímum. Hann lifði fram til ársins 1970. Hann starfaði sem herforingi alla stjórnartíð Hitlers. Hann var auðugur vopnasali er hann lést árið 1970. Ebert, Scheidemann og Noske höfðu setið lengi í forystu þingflokks þýskra jafnaðarmanna. Þeir og flokkbræður þeirra báru pólitíska ábyrgð á morðunum á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht þó Pabst og undirmenn hans hafi séð um illvirkin. Höfundur er áhugamaður um sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
15. janúar 2024 eru 105 ár liðin frá því Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht voru myrt án dóms og laga í Berlín. Heimsstyrjöldin sem hófst fyrir 110 árum átti sér aðdraganda. Á áratugunum fyrir 1914 höfðu starfað víða í Evrópu og öðrum heimsálfum jafnaðarmannaflokkar. Þeir byggðu fylgi sinn á sífellt vaxandi verkamannastétt. Í öllum styrjöldum fyrir 1914 höfðu stjórnvöld sótt mannafla í hernaði með því að kveða unga karla í herinn. Þeir voru notaðir á 19. og á 20. öld sem fallbyssufóður og att út á vígvöllinn. Stefna allra sósíaldemókrata frá stofnun 2. alþjóðasambandsins árið 1889 var að beita sér gegn hernaðarhyggju stjórnvalda og beita sér gegn þeirri stefnu valdhafa að senda unga karla sem fótgönguliða í stríð en allir vissu að án óbreyttra hermanna virkaði ekki stríðsvél valdhafanna í Berlín, París, Pétursborg, Vín eða í London. Jafnaðarmannaflokkar höfðu hvergi náð völdum en margítrekuð stefna þeirra var að þeir ætluðu ekki að samþykkja að verkafólk ætti að taka þátt í stríðsbrölti valdhafa í hverju landi fyrir sig. Langöflugasti flokkur jafnaðarmanna var í Þýskalandi í byrjun 20. aldar. Sá flokkur var langstærstur þeirra flokka sem áttu sæti í þýska löggjafarsamkundunni. Þessi flokkur gaf út tugi dagblaða og naut stuðnings launafólks víða í Þýskalandi. Aðrir sósíaldemókratar víðs vegar í veröldinni litu til þýska flokksins sem var þeirra fyrirmynd. Í kosningum árið 1912 fékk þýski jafnaðarmannaflokkurinn 35% atkvæða. Þingið í Berlín var hins vegar valdalítið. Keisarinn og ráðgjafar hans hundsuðu flokkinn en fóru sínu fram Keisarinn valdi sér ríkisstjórn en þurfti ekki að taka við fyrirmælum frá löggjafarþinginu. Þingræði var ekki í Þýskalandi árið 1914. En þingið hafði fjárveitingavald. 4. ágúst 1914 var fjárveiting til stríðsrekstursins samþykkt í þýska þinginu. Allir þingmenn jafnaðarmanna samþykktu fjárveitinguna. Þessi nýja stefna jafnaðarmanna í ágúst 1914 kom ýmsum á óvart. Hún braut algerlega gegn margítrekuðum samþykktum jafnaðarmanna á ýmsum flokksþingum og á þingum Annars alþjóðsambandsins. Keisarinn og áhangendur hans lofuðu sumarið 1914 þýsku þjóðinni skjótum sigri en svo fór ekki. Sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði. Í desember 1914 var enn á ný borin undir þýska þingið beiðni um fjárveitingu til stríðsrekstarins. Þá greiddi Karl Liebknecht atkvæði gegn tillögunni. Rósa Luxemburg hafði verið dæmd sek fyrir að halda ræðu á opinberum vettvangi gegn stríðsundirbúningi valdstjórnarinnar. Í febrúar 1915 var hún fangelsuð. Hún sat eftir það mestöll stríðsárin í fangelsi. Karl Liebknecht losnaði úr fangelsi 23. október 1918 en Rósa Luxemburg 9. nóvember 1918. Þau höfðu bæði verið virkir félagar í jafnaðarmannaflokknum árum saman fyrir árið 1914. Stríðinu lauk 11. nóvember 1918 þegar ritað undir vopnahléssamninga. Keisarinn flúði land en Þýskalandi var eftir það stjórnað af sósíaldemókrataforingjunum Noske, Scheidemann og Ebert. Gustav Noske fór með stjórn hersins. Hann skipaði Waldimar Pabst að fara með herdeild sína til Berlínar. Sú herdeild bældi niður uppreisn byltingarmanna í Berlín árslok 1918. Noske og Pabst töluðu saman í síma og voru allar aðgerðir herdeildarinnar framkvæmdar í samráði við Noske. Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg voru tekin af lífi án dóms og laga þann 15. janúar 1919 að boði Noske með fullu samþykki hinna krataforingjanna. Þröstur Ólafsson gaf út bók á liðnu ári sem hann nefnir Horfinn heimur-minningaglefsur. Á blaðsíðu 31 í þeirri bók lýsir hann því ófriðarástandi sem upp kom eftir að þýska stórveldið tapaði styrjöldinni í árslok 1918. Hann segir:“Ófriðarseggir óðu uppi og götuvígi voru reist um alla borg.“ Hann velur þó helsta ófriðarseggjum álfunnar ekki þetta orð. Fyrri heimsstyrjöldin var mannskæður ófriður. Þeir valdamenn sem hófu þann ófrið árið 1914 eru réttnefndir ófriðarseggir. Ber þá fyrst og fremst að nefna þrjá keisara sem hófu ófrið sumarið 1914 en þeir stjórnuðu í Pétursborg, Vínarborg og Berlín. Þröstur velur þeim virðulegri heiti en í umfjöllun sinni segir hann alþýðu manna sem gerði uppreisn í árslok 1918 ófriðarseggi. Það lýsir afstöðu Þrastar til þessa fólks. Keisarar sem árið 1914 hófu styrjöld sem kostaði að lokum milljónir mannslífa voru þeir sem rétt væri að nefna ófriðarseggi. Sjóliðar, verkafólk og öll alþýða í Þýskalandi sem blekkt var af stjórnvöldum sumarið 1914 til að styðja stríðsrekstur keisarans var í réttmætri uppreisn gegn kúgurum sínum í árslok 1918 og í ársbyrjun 1919. Þetta fólk var alls ekki ófriðarseggir. Pabst sem stjórnaði herdeild þeirri er myrti Luxemburg og Liebknecht slapp vel frá þessum tímum. Hann lifði fram til ársins 1970. Hann starfaði sem herforingi alla stjórnartíð Hitlers. Hann var auðugur vopnasali er hann lést árið 1970. Ebert, Scheidemann og Noske höfðu setið lengi í forystu þingflokks þýskra jafnaðarmanna. Þeir og flokkbræður þeirra báru pólitíska ábyrgð á morðunum á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht þó Pabst og undirmenn hans hafi séð um illvirkin. Höfundur er áhugamaður um sögu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun