Hiti og rafmagn á öllum húsum eftir krefjandi viku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2024 21:31 Frá Grindavík í dag. Vísir/Arnar Slökkviliðsstjóri Grindavíkur segir síðustu viku hafa verið annasama og krefjandi á meðan unnið var að því að koma hita og rafmagni á öll hús bæjarins. Vinnu við það lauk í dag og segir hann líklega um að ræða eitt stærsta pípulagningaverkefni sem farið hefur verið í bæ hér á landi. Um tólf hundruð heimili eru í Grindavík. Í eldgosinu fyrir rúmri viku fór rafmagn og heita og kalda vatnið af bænum en síðan þá hefur mikið frost verið úti. „Við erum búnir að vera í kapphlaupi við tímann að reyna að frostverja húsin. Að reyna að koma heitu vatni á, rafmagni og einhverri kyndingu og við erum búin að vera með svona sirka þrjátíu til fimmtíu pípulagningamenn með okkur og rafvirkja. Það er búið að hlaupa hús úr húsi,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. Einar segir að í dag hafi verið lokið við að koma hita á síðustu húsin í bænum og þá sé rafmagn líka komið á alls staðar. Það hafi verið mikilvægt að ná að vinna þetta svona hratt. „Þetta er heimili fólks og við viljum reyna allt sem við getum til að reyna að vernda að það verði fyrir óþarfa skemmdum.“ Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjórinn í Grindavík.Vísir/Arnar Þá segir hann það hafa skipt sköpum hversu margir pípulagningamenn tóku þátt í verkefninu. „Ég hugsa að þetta sé eitt stærsta pípulagningaverkefni sem hefur verið tekið af heilu bæjarfélagi.“ Kaldavatnslaust er enn í bænum en hraun fór yfir kaldavatnslögn bæjarins í eldgosinu. „Við erum búin að finna báða endana á lögninni. Nú þarf að hreinsa hana út og kæla og laga og reyna að koma köldu vatni niður í bæinn um helgina. Það er draumastaða.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35 Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44 Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Um tólf hundruð heimili eru í Grindavík. Í eldgosinu fyrir rúmri viku fór rafmagn og heita og kalda vatnið af bænum en síðan þá hefur mikið frost verið úti. „Við erum búnir að vera í kapphlaupi við tímann að reyna að frostverja húsin. Að reyna að koma heitu vatni á, rafmagni og einhverri kyndingu og við erum búin að vera með svona sirka þrjátíu til fimmtíu pípulagningamenn með okkur og rafvirkja. Það er búið að hlaupa hús úr húsi,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. Einar segir að í dag hafi verið lokið við að koma hita á síðustu húsin í bænum og þá sé rafmagn líka komið á alls staðar. Það hafi verið mikilvægt að ná að vinna þetta svona hratt. „Þetta er heimili fólks og við viljum reyna allt sem við getum til að reyna að vernda að það verði fyrir óþarfa skemmdum.“ Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjórinn í Grindavík.Vísir/Arnar Þá segir hann það hafa skipt sköpum hversu margir pípulagningamenn tóku þátt í verkefninu. „Ég hugsa að þetta sé eitt stærsta pípulagningaverkefni sem hefur verið tekið af heilu bæjarfélagi.“ Kaldavatnslaust er enn í bænum en hraun fór yfir kaldavatnslögn bæjarins í eldgosinu. „Við erum búin að finna báða endana á lögninni. Nú þarf að hreinsa hana út og kæla og laga og reyna að koma köldu vatni niður í bæinn um helgina. Það er draumastaða.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35 Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44 Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35
Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44
Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28