Rússneskir hakkarar náðu tölvupóstum leiðtoga Microsoft Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 09:05 Tölvuþrjótarnir, sem taldir eru tilheyra rússneskri leyniþjónustu, leituðu upplýsinga um sjálfa sig í tölvukerfi Microsoft. AP/Michel Euler Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að tölvuþrjótarnir rússnesku hafi náð aðgangi að tölvupóstum örfárra innan veggja Microsoft. Árásin hófst í nóvember og komu Rússarnir þá höndum yfir gleymdan aðgang í tölvukerfi Microsoft. Þann aðgang notuðu þeir sem fótfestu í kerfinu til að ná áðurnefndum tölvupóstinum, í einföldu máli sagt. Hakkararnir náðu tökum á aðganginum með því að nota eitt algengt lykilorð til að komast inn í fjölmarga aðganga og hittu í einu tilfelli á gamlan aðgang sem var með það lykilorð. Í yfirlýsingu Microsoft segir að tölvuþrjótarnir hafi ekki nýtt sér galla á hugbúnaði fyrirtækisins. Ekki komst upp um árásina fyrr en þann 12. janúar og tókst sérfræðingum Microsoft að loka á Rússana degi síðar. Talið er að þeir hafi sérstaklega verið að leita að gögnum um sjálfa sig en hakkarahópurinn gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Midnight Blizzard, Nobelium, APT 29 eða Cozy Bear. Helsta verkefni leyniþjónustunnar ZVR er að afla upplýsingum erlendis og hefur stofnunin verið sökuð um umfangsmiklar tölvuárásir gegn fyrirtækjum, opinberum stofnunum og hugveitum í Bandaríkjunum og í Evrópu á undanförnum árum. Auk þess að hafa gert Solarwind árásina, kom hópurinn einnig að því að stela tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wikileaks birtu svo tölvupóstunum í aðdraganda kosninganna. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að nýjar reglur hafi tekið gildi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, um að fyrirtæki á markaði þurfi að opinbera árásir sem þessar, sem geti haft neikvæð áhrif á rekstur félaganna. Opinbera þarf árásirnar innan fjögurra daga eftir að upp um þær kemst. Bandaríkin Microsoft Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að tölvuþrjótarnir rússnesku hafi náð aðgangi að tölvupóstum örfárra innan veggja Microsoft. Árásin hófst í nóvember og komu Rússarnir þá höndum yfir gleymdan aðgang í tölvukerfi Microsoft. Þann aðgang notuðu þeir sem fótfestu í kerfinu til að ná áðurnefndum tölvupóstinum, í einföldu máli sagt. Hakkararnir náðu tökum á aðganginum með því að nota eitt algengt lykilorð til að komast inn í fjölmarga aðganga og hittu í einu tilfelli á gamlan aðgang sem var með það lykilorð. Í yfirlýsingu Microsoft segir að tölvuþrjótarnir hafi ekki nýtt sér galla á hugbúnaði fyrirtækisins. Ekki komst upp um árásina fyrr en þann 12. janúar og tókst sérfræðingum Microsoft að loka á Rússana degi síðar. Talið er að þeir hafi sérstaklega verið að leita að gögnum um sjálfa sig en hakkarahópurinn gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Midnight Blizzard, Nobelium, APT 29 eða Cozy Bear. Helsta verkefni leyniþjónustunnar ZVR er að afla upplýsingum erlendis og hefur stofnunin verið sökuð um umfangsmiklar tölvuárásir gegn fyrirtækjum, opinberum stofnunum og hugveitum í Bandaríkjunum og í Evrópu á undanförnum árum. Auk þess að hafa gert Solarwind árásina, kom hópurinn einnig að því að stela tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wikileaks birtu svo tölvupóstunum í aðdraganda kosninganna. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að nýjar reglur hafi tekið gildi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, um að fyrirtæki á markaði þurfi að opinbera árásir sem þessar, sem geti haft neikvæð áhrif á rekstur félaganna. Opinbera þarf árásirnar innan fjögurra daga eftir að upp um þær kemst.
Bandaríkin Microsoft Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14
Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12